Yfirlit yfir pistla mína um RÚV

Á síðastliðnum mánuðum hef ég tekið saman nokkra pistla sem varða málefni Ríkisútvarpsins. Þeir eru sem hér segir í tímaröð, nýjasti fyrst og sá elsti síðast:

Pistlarnir  Af hverju kemur vonda veðrið okkur alltaf á óvart og Óviðunandi frammistaða RÚV í óveðrinu á Austurlandi koma inn á öryggishlutverk RÚV í þeim tilgangi að rökstyðja það að öryggi er betur tryggt með fleiri og fjölbreyttari ljósvakamiðlum frekar en fáum og einhæfum.

Pistillinn Enn birtast vankantar á fyrirkomulagi Ríkisútvarpsins ohf fjallar um erfiða stöðu RÚV í kjölfar nýju ohf laganna en með þeim flýtur stofnunin í tómarúmi milli hins opinbera og einkageirans.

Hlúa þarf betur að hljóðrituðum menningararfi og Stofnun ljósvakasafns er löngu tímabær fjalla um nauðsyn þess að ríkið tryggi hljóðritasafn RÚV með öðrum hætti en að varðveita hann hjá stofnuninni. Það myndi skjóta öruggari fótum undir menningararfinn auk þess að tryggja jafnan aðgang að honum.

RÚV - og hin rausnarlegi styrkur Björgólfs fjallar einnig um erfiða stöðu RÚV eftir ohf-væðinguna.

RÚV - Menningarleg Maginotlína fjallar um það að menningarleg markmið RÚV eru ekki að nást því hugmyndafræðin að baki stofnuninni þarfnast endurskoðunar. Komið er með tillögur til úrbóta.

Tæknin breytir stöðunni varðandi ljósvakamiðlun til dreifðra byggða fjallar um það hvernig tæknin breytir stöðunni hvað varðar miðlun efnis til dreifðari byggða og dregur þannig úr mikilvægi þess að einn mjög öflugur aðili sjái bæði um framleiðslu og dreifingu efnis.

Framtíðarmöguleikar RÚV fjallar um gallað fyrirkomulag RÚV m.v. nýju ohf lögin og nauðsyn þess að rjúfa tengsl stofnunarinnar við valdstjórnina, en nýju ohf lögin staðfesta þessi tengsl.

Aðalbjörg Sigurðardóttir um RÚV árið 1944 er yfirlit yfir gagnrýni merkrar kvenréttindakonu og óháðrar menntakonu Aðalbjargar Sigurðardóttir á RÚV sem hún flutti í útvarpinu árið 1944. Í rauninni er gagnrýni hennar ennþá gild því lítið hefur breyst síðustu 64 árin.

Amy Goodman - orð í tíma töluð í og fyrir RÚV fjallar um athugasemdir bandarísku fréttakonunnar Amy Goodman um fjölmiðla og nauðsyn þess að þeir séu óháðir og kalli valdamenn til ábyrgðar.

Jóra í Jórukleif slær í borðið - ástæðan var léleg dagskrá RÚV sjónvarpsins var pistill sem ég skrifaði í tilefni af jarðskjálfta sem varð nálægt Selfossi í október 2007 en frásögn af honum rataði ekki inn í kvöldfréttir RÚV Sjónvarps.

Fordómar í fjölmiðlum - hvar stendur RÚV? er pistill sem skrifaður var í tilefni af síendurteknum fréttum RÚV af furðumennum á Filippseyjum, fréttum sem voru valdar í erlent fréttayfirlit á föstudaginn langa ár eftir ár.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband