Færsluflokkur: Trúmál

Heimurinn er enn í sköpun

Þetta álit sem Fry hefur á Guði segir meira um ófullburða guðshugmynd hans en Guð. Hann virðist t.d. ekki gera ráð fyrir því að heimurinn sé ennþá í sköpun og þróun. Þannig séð geta hugmyndir okkar um algóðan, alvitran og al-fallegan Guð átt þátt í því að beina þróuninni inn á ákveðnar brautir, til dæmis þá braut að hvetja okkur til að gerast þátttakendur í sköpuninnni og sköpunarverkinu. Ein leið til þessarar þátttöku er sú að reyna að finna lækningu við beinkrabbameini. Þannig séð verður illska og böl heimsins sérstök áskorun á hendur mannkyninu, áskorun sem verður að svara. Hver mínúta sem varið er annað hvort til góðs eða ills vegur mun þyngra í þannig heimi heldur en í heimi þar sem ekki er gert ráð fyrir Guði.


mbl.is „Guð er vitfirringur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Helgidómarnir eru fallegir

Helgidómar trúfélaga eru yfirleitt fegurstu byggingar hvers svæðis. Þeir laða fólk að sér ekki bara til trúarlegra athafna heldur einnig ferðamenn sem njóta fagurs handverks, lista og menningar sem þar er gjarnan að finna. Hvert sem farið er í menningarborgum heimsins eru helgidómar trúarinnar yfirleitt miðlægir og sýnilegir en ekki faldir bakatil. Fólkið sem á svæðinu býr er oftast nær stolt af þeim og hefur tilfinningar til þeirra vegna þess hlutverks sem trúin gegnir. Veraldarhyggja vorra daga vill að helgidómarnir hverfi frá miðlægum svæðum en lætur vera að segja okkur hvað eigi að koma í staðinn.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband