Tæknin breytir stöðunni varðandi ljósvakamiðlun til dreifðra byggða

Ein af þeim meginröksemdum sem færðar hafa verið fyrir ríkisútvarpi er að enginn einn aðili hafi bolmagn til að halda uppi útvarps- eða sjónvarpsrás sem náist um allt land, í afskekktustu sveitum og á fjarlægustu miðum. Þetta ásamt öryggisrökum, þ.e. að vegna öryggis og almannahagsmuna þá sé öflugasta ljósvakamiðlinum best fyrir komið í tryggri umsjón ríkisvaldsins. Ný tækni hefur í för með sér að hægt er að senda ljósvakaefni í gegnum símalínur og eftir því sem dreifikerfi símans batnar og tekur framförum og æ fleiri notendur hans geta nýtt sér ADSL þjónustu þá fjölgar um leið þeim sem geta tekið á móti ljósvakamiðluninni á sama hátt. Ég geri mér grein fyrir því að ástand símalagna er ekki jafn gott alls staðar á landinu og enn eru eflaust margir staðir sem geta ekki nýtt sér þá þjónustu, en með tíð og tíma ætti þetta að batna og verða hagkvæmara. Einnig má nefna að með gervihnattasendingum er hægt að ná víða og sömuleiðis er trúlegt að eftir því sem tímar líða þá verði sá möguleiki hagkvæmari. Tæknin vinnur því hægt en örugglega gegn rökum þeirra sem kjósa óbreytt ástand í ljósvakamálunum.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband