Vegið að öryggi íbúa Árnessýslu

Verulega er vegið að öryggi íbúa Árnessýslu og annarra sem leið eiga um sýsluna..

Þetta kemur m.a. fram í ályktun sem Lögreglufélag Suðurlands samþykkti á félagsfundi nýlega. Sunnlenska fréttablaðiðgreindi frá ályktuninni á forsíðu sinni í 45. tbl., 8. nóv. sl. Í ályktuninni kom ennfremur fram að Lögreglufélagið álítur þetta vera vegna ónógra fjárveitinga til embættis Sýslumannsins á Selfossi.  Ljóst er að þarna tjáir sig fólk sem þekkir vel til mála og því er ástæða fyrir stjórnvöld að taka þessa ályktun alvarlega. Það er algerlega óviðunandi að málum sé komið þannig fyrir að grunnþjónusta ríkisins sé aflvana vegna ónógra fjárveitinga til valdstjórnunar. Þetta er sérlega alvarlegt í ljósi þess að hverjum manni sem hér á svæðinu býr má vera ljóst hvílík hætta er á ferðum á Suðurlandsveginum vegna hraðaksturs, og aksturs sem er ekki í samræmi við aðstæður sem stundum geta orðið erfiðar þar með stuttum fyrirvara. Í rauninni er ótrúlegt að ekki skuli alltaf vera mannaður lögreglubíll á vakt á Hellisheiði, í Þrengslum og Suðurlandsveginum til að stemma stigu við hraðakstri sem þar tíðkast. Ennfremur eru fréttir af fíkniefnaakstri og handlagningu fíkniefna hér í nágrenninu orðnar ískyggilega tíðar. Sýslumannsembættið á Selfossi þjónar ekki bara þéttbýlisstöðunum heldur líka víðlendum sumarbústaðasvæðum hér í nágrenninu. Í þessu ljósi koma fréttir af fjársvelti Sýslumannsembættisins á Selfossi eins og þruma úr heiðskýru lofti og í rauninni ótrúlegt að þetta skuli eiga sér stað undir dyggri ráðsmennsku Björns Bjarnasonar sem stóð sig svo vel sem menntamálaráðherra. Hér þarf greinilega að taka betur á.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband