"Heiðursmenn lesa ekki hver annars póst"

Haft er eftir Viviane Reding, dómsmálastjóra Evrópusambandsins, í fréttinni að samstarfsaðilar njósni ekki um hvora aðra. Sama sjónarmið kom fram hjá Henry L. Stimson árið 1929 þegar hann lagði niður þá stofnun sem fékkst við að ráða leynileg skilaboð og er fyrirsögn pistilsins 84 ára tilvitnun í hann. Sú ráðstöfun gerði að verkum að Bandaríkjamenn voru ver undir það búnir að fást við verkefni síðari heimsstyrjaldarinnar. Eins og kunngt er þá voru það starfsmenn pólsku og bresku leyniþjónustunnar sem réðu "enigma" dulmál Þjóðverja. Talið er að það hafi stytt síðari heimstyrjöld um amk. 2 ár. Bandaríkjamenn náðu þó að ráða "purple" dulrit Japana og varð það m.a. til þess að sigurinn vannst við Midway. 

Síðan þessi setning var sögð hefur mér vitanlega ekki verið horfið aftur til þessa sjónarmiðs Stimsons í samskiptum ríkja. Það er einfaldlega gert ráð fyrir því að allir aðilar safni upplýsingum um það sem þeir telja að komi sér við og gangi eins langt og hægt er án þess að valda of miklu fjaðrafoki.  Það er ótrúlegt að ráðamenn Evrópusambandsins séu ókunnugir þessu sjónarmiði. Líklegra er að um stöðluð hneykslunar- og vandlætingarviðbrögð sé að ræða af þeirra hálfu sem ætluð eru til heimabrúks og til að róa kjósendur. Það má allt eins gera ráð fyrir því að svipuð starfsemi sé í gangi hjá leyniþjónustum þeirra. 


mbl.is Njósnir um bandamenn ekki „óvenjulegar“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Allir njósna um hvern annan upp að vissu marki, það er rétt.  En það var ástæða fyrir því að þingmenn Evrópusambandsins voru vöruð við því að nota Blackberry síma við þingstörf. *

Nú er verið eftir minni bestu vitund verið að "Apple-væða" þingið okkar.  Það gætti stefnd fullveldi okkar í hættu.  Kanninn myndi vita hvað þingmenn væru að skrifa og lesa í Apple þing spjaldtölvurnar.  Og myndi vita innihald ræðna og ákvarðana tökuþingmanna áður en þingheim og almenning.**

Ég held að Íslendingar ættu að taka Franska herinn til fyrirmyndar og nota Open Source fyrir tölvupósta og gagnageymslu.  Apple og Blackberry eru lokuð kerfi og menn vita ekki almennilega hvað tækin eru að gera og hvort eða hvert görn eru send.***

Sjá heimildir fyrir neðan.

http://news.cnet.com/8301-30686_3-20013451-266.html#!

http://www.cbc.ca/news/story/2001/05/29/europeemail_010529.html

http://o.canada.com/2013/02/26/blackberry-not-as-secure-as-believed-memo-warns-federal-workers/

**

http://www.visir.is/ihuga-ad-kaupa-spjaldtolvur-fyrir-althingismenn-i-sparnadarskyni/article/2011111019477

***

http://www.theglobeandmail.com/technology/french-army-sides-with-mozilla-in-microsoft-e-mail-war/article4196790/

Ragnar (IP-tala skráð) 1.7.2013 kl. 14:26

2 Smámynd: Ragnar Geir Brynjólfsson

Takk fyrir innlitið nafni. Já þetta var vel til fundið hjá franska hernum. Það er reyndar mjög ólíklegt að lokuðu kerfin geri þetta sem þarna er ýjað að en það væri þó hægt að koma svoleiðis virkni inn með einni uppfærslu - ef vilji væri fyrir hendi hjá dreifingaraðilanum en slíkt gæti verið til staðar á stríðstímum. Það er líklega erfiðara um vik ef notað er opið kerfi.

Ragnar Geir Brynjólfsson, 1.7.2013 kl. 15:26

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Mér finnst þú vera í greininni að blanda saman tvennu ólíku:

Dulkóðun (sem er fræðigrein) og hlerunum (sem eru lögbrot).

Fræðimenn í dulkóðun eru almennt ekki sjálfir njósnarar.

Framkvæmd hlerana er sjaldnast hluti af þeirra starfi.

Þeir sem hlera hafa sjaldnast hundsvit á dulkóðun.

Guðmundur Ásgeirsson, 1.7.2013 kl. 18:29

4 identicon

Allir eru svo hugfangnir af tækninni

meða það er mun ódýrara að kaupa upplýsingar

þá koma þær líka uppfærðar og tilbúnar til notkunar

Halið þið annars ekki að gömlu íslensku bankarnir

hafi vitað allt sem fram fór hjá FME og Seðlabankanum?

Grímur (IP-tala skráð) 1.7.2013 kl. 19:26

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Mjög góður pistill, Ragnar, og lokaályktun þín mjög trúleg.

Jón Valur Jensson, 1.7.2013 kl. 19:32

6 Smámynd: Ragnar Geir Brynjólfsson

Takk fyrir innlitin og athugasemdirnar.

Ragnar Geir Brynjólfsson, 2.7.2013 kl. 11:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband