Hagsmuni hverra er Ögmundur að vernda?

Í Kastljósinu í gær var Ögmundur andvígur því að hér yrði komið upp leyniþjónustu eins og gert hefur verið á hinum Norðurlöndunum en staðhæfir þó að fyllsta öryggis sé gætt og eftirlitið sé sambærilegt og þar. Er þetta þá bara spurning um orðanotkun og nafngift? Það er ótrúlegt að svo sé. 

Ég hef sagt það áður að ef heiðarlegur maður ætti að velja milli þess að vera rannsakaður af yfirvöldum á þeirra kostnað eða þess að vera sprengdur í loft upp af öfgamönnum eða drepinn af glæpagengi þá yrði ákvörðun hans fyrirsjáanleg.  Ég endurtek: Hagsmuni hverra er verið að vernda með því að draga lappirnar í öryggismálum?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

afnema vopnaeiganréttindi og auka umsvif lögreglu, humm ... ef þetta er ekki skilgrenining á authoritarianism þá er authoritarianism ekki til

Alexander Kristofer Gustafsson (IP-tala skráð) 28.2.2013 kl. 16:57

2 Smámynd: Ragnar Geir Brynjólfsson

Hver heldur því fram að það eigi að afnema vopnaeignaréttindi Alexander og hvernig tengist umræða um vopnaeign þessari færslu? Má fara fram á það að gestir haldi sig við málefnið?

Ragnar Geir Brynjólfsson, 28.2.2013 kl. 18:23

3 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Hmm... vill ekki stofna leyniþjónustu til að spæja um borgarana. Þráir á sama tíma ekkert heitar en að spæja um netnotkun borgaranna og stýra því öllu...

Spes.

Ásgrímur Hartmannsson, 28.2.2013 kl. 19:19

4 Smámynd: Ragnar Geir Brynjólfsson

Það er nú frekar sjónarmiðið sem hann er fulltrúi fyrir sem er vandamálið frekar en maðurinn en hann hefur að ýmsu öðru leyti staðið sig vel sem ráðherra.

Hvað þurfa heiðarlegir borgarar að óttast af hendi leyniþjónustu? Eftirlit? Þeim ætti að vera það að meinalausu fyrst þeir hafa ekkert að fela. Fangelsanir án dóms og laga? Réttarkerfið snýst að miklu leyti um það að koma í veg fyrir að saklaust fólk sé dæmt í fangelsi. Ég skil ekki þennan ótta og gagnvart hverju hann er. Ávinningurinn af örygginu virðist vera svo miklu meiri en áhættan af mögulegum skaða.

Ragnar Geir Brynjólfsson, 28.2.2013 kl. 21:31

5 identicon

Af fyrri innleggjum þínum á þínu eigin bloggr er augljóst að þú styður afvopnun almennings og ofurtraust á lögreglu,löggjafavaldinu er líka klassíkt einkenni authoritarian personalties

Alexander Kristofer Gustafsson (IP-tala skráð) 28.2.2013 kl. 22:28

6 Smámynd: Ragnar Geir Brynjólfsson

Alexander af hverju kýstu að forðast málefnið og beina spjótum að minni persónu? Er spurningin sem spurt er í pistlinum á einhvern hátt óþægileg fyrir þig? Áttu engin svör eða gengur umræðan gegn þínum hagsmunum á einhvern hátt?

Ragnar Geir Brynjólfsson, 1.3.2013 kl. 08:44

7 identicon

alls ekki , ögmundur er hættulegur öfgavinstri pólikus, og svarandi hvað þarf almenningur að óttast af lenyiþjónustu? Bloggvinir þínir virðist flestir vera mjög kristnir, í sovetríkjunum undir stalin var kristni ólögleg og leyniþjonustan notuð til að uppræta kristni, var það fólk að fela glæp? Það er mjög hættuleg skoðun að styðja blindt við löggjafavaldið enda hefur slíkt leitt til hörmunga þar á meðal gegn kristnum, það er ekki lengra síðan en 1975 þegar 200þúsund kristnum var slátrað í east timor

Alexander Kristofer Gustafsso (IP-tala skráð) 2.3.2013 kl. 00:34

8 Smámynd: Ragnar Geir Brynjólfsson

Við verðum að vera ósammala um Ögmund þó hann eigi að vísu sín undarlegu hliðarspor, t.d. fyrir framan Bandaríska sendiráðið. Þrátt fyrir sínar pólitísku vinstri sveiflur þá á hann nokkra góða spretti að baki. Hann hefur staðið sig ágætlega í hagsmunagæslu fyrir hönd þjóðarinnar t.d. í Grímsstaðamálinu. Að gefa honum einkunnina "hættulegur öfgavinstri pólitíkus" er því ekki réttnefni.

Mér er vel kunnugt um Stalín og Sovétríkin en heimurinn hefur breyst mikið á þeirri rúmlega hálfu öld og vel það síðan Stalín leið. Ég a.m.k. og líklega margir fleiri hafa þá sýn að stjórnarfar á Íslandi eigi meira sameiginlegt með vestrænum lýðræðisríkjum heldur en einræðisríkjum 20. aldar eða stjórnvöldum í Austur-Tímor sem þú nefnir sem dæmi.

Staðan er einfaldlega sú að flest ef ekki öll vestræn lýðræðisríki reka leyniþjónustu. Það er hluti af þeirra skipulagi og öryggismálum. Að gera það ekki er einfaldlega áhættusamt og býður heim hættunni á öryggislegu tómarúmi sem getur gert landið að griðastað fyrir það fólk sem helst ekki við þar sem öryggis er gætt á fullnægjandi hátt.

Ragnar Geir Brynjólfsson, 2.3.2013 kl. 11:50

9 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Ögmundur er þekktur fyrir að vera á móti öllu og vill banna allt, en mótlæti Önna á leyniþjónustu er ég mjög sammála.

Af hverju halda sumir íslendingar að það sé verið að senda til landsins hryðjuverkamenn til að sprengja og drepa á Íslandi?

Þetta er stór misskilningur það hefur enginn hryðjuverkamaður áhuga á Íslandi og þeirra skoðun.

Það er tíma og peningaeyðsla að setja upp leyniþjónusu á Íslandi alveg eins og það er út í hött að halda að einhver þjóð ráðist á Ísland og eyða stór fé í gjöld til NATO.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 2.3.2013 kl. 16:39

10 Smámynd: Ragnar Geir Brynjólfsson

Takk fyrir innlitið og athugasemdina Jóhann. Þetta er vissulega sjónarmið en hver eru rökin fyrir þessu?

Af hverju ættu að gilda önnur lögmál á Íslandi en annars staðar? Vegna fjarlægðar frá meginlöndum? Vegna fámennis? Vegna þess að Íslendingar hafa litlar varnir?

Ég bendi á að í síðasta stríði voru stundaðar njósnir hér bæði af Þjóðverjum og njósnadeildum Bandamanna. Sama gildi um árin eftir í kalda stríðinu og líklega allar götur síðan.

Sagt hefur verið að íslenska stjórnkerfið leki eins og gatasigti. Varla getur það verið hagsmunum þjóðarinnar til framdráttar. Hvernig ætli sé t.d. með leynileg samskipti stjórnvalda við sendiherra sína? Hver sér um að þau fari fram með fullnægjandi hætti?

Kveðja frá Selfossi.

Ragnar Geir Brynjólfsson, 2.3.2013 kl. 17:34

11 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Og hvað voru þeir að njósna um?

Hversu mikinn þorsk og ýsu íslendingar voru að veiða?

Hvað er svona mikilvægt að erlendar þjóðir hafa fyrir því og kostnaðurinn við að njósna um Ísland?

Eða eins og Birgitta heldur að hún sé svo mikilvæg í heimsmálunum að það séu allir að njósna um hana og þá sérstaklega BNA. Þvílík endemis þvæla og rugl.

Og hvað ættli það sé sem fer á milli JóGrímu og íslenzku sendiherrana erlendis sem skipta einhverju máli í heimsmálunum. Ég held að littla borgin Ísland haldi að hún sé mikilvægri en hún er.

Fyrir utan það, þá sýnist mér til dæmis FBI hér í BNA ekki upp á marga fiskana. Ef það væru einhvert gagn af þeim þá hefði 9/11 ekki getað gerst.

Ég tel mitt líf mitt einkamál en ekki eitthvað sem íslenzka eða BNA Ríkinu kemur við.

Kveðja frá Houston.

Jóhann Kristinsson, 2.3.2013 kl. 22:09

12 Smámynd: Ragnar Geir Brynjólfsson

Það er rétt að rifja upp í þessu sambandi að Árni í Útlendingaeftirlitinu sem var íslensk leyniþjónusta þess tíma leiddi sovéskan sendifulltrúa í gildru. Það átti að njósna um athafnir Varnarliðsins.

Núna eru miklir hagsmunir í húfi fyrir marga aðila þar sem þó nokkuð stórt land (Ísland) og stórt hafsvæði er annars vegar og það getur verið einhverjum aðilum mikill hagur í því að sjá fyrir athafnir íslensku stjórnsýslunnar. Opnun Norðurhafa er eitt dæmi, möguleg olíuvinnsla er annað. Það að Ísland er líklega veikasti hlekkurinn í keðju Nató er þriðja dæmið, t.d. þegar kemur að mögulegri áhættu á hryðjuverkaárás.

Líf þitt er að sjálfsögðu þitt einkamál og líf allra einstaklinga er það og þessi líf eru óendanlega dýrmæt hvert og eitt, og þau á að vernda með öllum mögulegum ráðum en ekki láta skeika að sköpuðu og stóla á að ekkert slæmt muni nokkurn tíma gerast af því við séum svo fá og smá og úr alfaraleið.

Við stöndum á sömu fótum í nálgun að þessum málum og við gerðum þegar við gengum í Nató, þ.e. að telja að það væri fullnægjandi að ganga í bandalagið og ætla að aðrir myndu sjá um að gæta öryggis okkar á fullnægjandi hátt og það hversu fá og smá og úr alfaraleið við værum væri næg trygging fyrir því að vera látin í friði.

Kveðja frá Selfossi.

Ragnar Geir Brynjólfsson, 3.3.2013 kl. 10:32

13 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Það er enginn þjóð með það á prjónunum að taka Ísland með valdi, en það er sambandsríki sem vill kaupa Ísland.

Og hvað ættli þessi sovéski njósnari hafi komist að með Varnaliðið?

Kanski hversu klárir kanarnir voru að ná í íslenzkar stelpur og nú hefur komið fram nýlega stráka.

Þú verður bara að horfa á raunveruleikan Ragnar, Ísland er smá bær út í Norður Atlantshafi og engir hafa áhuga því hvað bæjarbúar básúna á erlendum þingum svo sem Sameinuðu Þjóðunum.

Ísland hefur ekkert að gera í NATO frekar en BNA, þetta fyrirtæki í Brussel kostar bæði Ríkin Ísland og BNA peninga sem bæði löndin eiga ekki og verða að taka lán til að halda NATO uppi.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 3.3.2013 kl. 12:54

14 Smámynd: Ragnar Geir Brynjólfsson

Rétt er það Jóhann að engin þjóð ætlar að taka Ísland með valdi en það er mikil umferð um efnahagslögsöguna, bæði í lofti og í legi. Óvænt umferð hernaðartækja í loftrými Íslands er dæmi um eitt mál sem brugðist var við með loftrýmisgæslu - af hálfu Nató ríkja. Ekki var Nató talið til óþurftar þar, meira að segja vinstri stjórnin lét ekki hætta því. Það er raunveruleikinn Jóhann.

Það má vera að rödd Íslands hafi ekki mikið vægi en þær upplýsingar sem fara um stjórnsýsluna geta samt verið mikils virði. Dæmi um það er t.d. dómurinn yfir Baldri ráðuneytisstjóra. Allar stjórnsýslulegar pplýsingar geta haft mikið virði.

Kveðja frá Selfossi.

Ragnar Geir Brynjólfsson, 3.3.2013 kl. 20:41

15 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Og hvað kemur það til með að hjálpa Kína eða Frakklandi eða Rússlandi það sem stendur í stjórnarsýslu upplýsingum sem Baldur var að valsa með? Get ekki skilið það.

Það er enginn þörf á NATO hvorki fyrir Ísland né BNA, ég sæi þessa Evrópu ræfla koma BNA til hjálpar.

Þessir aumingjar í Evrópu eru aldrei með neina hjálparstrfsemi fyrir BNA eins og til dæmis eftir fellibyli sem skella á BNA.

Algjörlega enginn þörf á leinlögreglu á Íslandi nema að fólk vilji íslenzkt Gestapo til að hnýsast í málum almenings. En kanski gæti Önni notað íslenska gestapóið að njósna um ef menn eru að stelast í klámsíður á netinu.

Láttu þetta síast inn Ragnar Ísland er smábær sem enginn kemur til með að taka með valdi og öllum er sama hvað íslendingar segja. Sem sagt Ísland er irrelevant á meðal annara þjóða.

Kveðja frá Houston.

Jóhann Kristinsson, 3.3.2013 kl. 21:04

16 Smámynd: Ragnar Geir Brynjólfsson

Ísland er ekki "smábær" Jóhann. Stærð Íslensku efnahagslögsögunnar er 758 þús. ferkílómetrar. Til gamans má miða hana við stærð Texas sem er 691 þús. ferkílómetrar. Yfirráðasvæði íslensku ríkisstjórnarinnar er því landssvæði sem er stærra en Texas.

Í Texas eru að vísu mikil landgæði svo sem ræktarland og olía en á Íslandi eru líka ríkulegar auðlindir svo sem gjöful fiskimið, jarðhiti og nýtanleg orka á formi jarðhita.

Ísland er önnur stærsta eyja í Evrópu á eftir Bretlandi og sú átjánda stærsta í heiminum. Hér búa um 320 þúsund manns og þjóðarframleiðsla á mann setur landið í 6. sæti yfir heiminn.

Því hefur verið spáð að árið 2015 fari 500 fullhlaðin olíuskip í gegnum íslensku efnahagslögsöguna, hvert 100 þúsund tonn að stærð og flytji alls 50 milljónir tonna.

Rétt rúmlega fjórðungur flugumferðar á leið yfir Norður-Atlantshafið fer í gegnum íslenska flugstjórnarsvæðið sem er í umsjá Isavia.

Það er hlustað á allar þjóðir og þar sem auðlindir eru annars vegar, stórt landsvæði og mikil umferð eru alltaf miklir hagsmunir í húfi.

Kveðja frá Selfossi.

Ragnar Geir Brynjólfsson, 4.3.2013 kl. 07:47

17 Smámynd: Ragnar Geir Brynjólfsson

Hér er leiðrétting, ég ætlaði að skrifa: "Yfirráðasvæði íslensku ríkisstjórnarinnar er því svæði sem er stærra en Texas.

Einnig má bæta við: Lega landsins og staðsetning gerir að verkum að það er hernaðarlega mikilvægt með tilliti til yfirráða yfir Norður-Atlantshafi. Staðsetning þess er því líklega hernaðarlega mikilvægari en staðsetning Texas sé horft á hnattrænt samhengi. Koma rússnesku "bjarnanna" inn í íslenska lofthelgi var örugglega ekki tilviljun.

Ragnar Geir Brynjólfsson, 4.3.2013 kl. 08:30

18 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Efnahagslögsaga Íslands er 200 mílur frá grunnlínu, og hvaðan heldur þú að öll þessi olíuskip komi og hver er ákvörðunarstaður skipana?

Hvaðan fékkst þú þessa tölu um flugumferð?

Þú hefur kanski aldrei heyrt talað um the Atlantic Tracks, en þeir koma hvergi nærri íslenzkri flugumsjón.

Lega landsins hefur engan hernaðarlegt mikilvægi, ef svo væri þá hefði her BNA ekki farið þegar íslendingar grátbáðu þá um að vera lengur.

Þessi rússahræðsla þín er alveg stórkostleg, flugvélar Sovétsins voru á flugleið Múrmansk Havana og þetta er styðsta leiðin sennilega, ekki það að ég hafi skoðað það sjálfur.

Eða heldur þú að allar flugvélar sem fljúga í flugumferðarsvæði Íslands séu að njósna um Ísland?

Flugumferðarsvæði hefur ekkert að gera með efnahagslögsögu Íslands, heldur var þessu skipt til hagræðingar og notkun VHF talstöðva væri mögleg í staðinn fyrir HF talstöðvar. fyrir70 árum síðan var meiri umferð um flugumferðasvæði Íslands heldur en er í dag.

Þú ert nú að komast á minn sjónarhól, hver hlustar á Texas í alþjóðamálum?þó svo að mannfjóldi Texas sé kanski tvisvar sinnum eða þrisvar sinnum stærri en á Íslandi, hversu miikið stærri heldur þú að Texas sé að mannfjölda?

Nei Ísland hefur aldrei og verður aldrei neitt stórveldi ekkert frekar en Texas og ef að Gulfstraumurinn breytist eitthvað og þorskurinn flytur sig þá er ekki langt í það að Ísland leggist í eyði.

Sem sagt enginn hefur hernaðarlegan áhuga á Íslandi, þess vegna þarf enga Gestapo, FBI, KGB, MI 6, eða CIA á íslandi,

Kveðja frá Houston.

Jóhann Kristinsson, 4.3.2013 kl. 09:48

19 Smámynd: Ragnar Geir Brynjólfsson

Hér er spurt nokkurra spurininga og fullyrðingar settar fram sem ég skal reyna að svara lið fyrir lið:

Spurt er um áætlanir olíuskipanna: Svar: Það er talið að umferð olíuskipanna verði frá Norðvestur-Rússlandi til Vesturstrandar Bandaríkjanna, Sjá http://www.mbl.is/greinasafn/grein/1088121/

Spurt er um upplýsingar um flugumferð:

Svar: Tölur um flugumferð eru héðan: http://www.isavia.is/flugleidsaga/flugstjornarmidstod-reykjavikur/um-flugstjornarsvaedid/

Þú spyrð hvort ég sé kunnugur Atlantic Tracs.

Svar: Nei en þetta er áhugaverður fróðleikur.

"Lega landsins hefur engan hernaðarlegt mikilvægi":

Svar: Þetta verðum við að vera ósammála um Jóhann.

"Þessi rússahræðsla þín er alveg stórkostleg, flugvélar Sovétsins voru á flugleið Múrmansk Havana og þetta er styðsta leiðin sennilega":

Svar: Hvernig gátu þær verið að koma frá Sovétinu árið 2009 og fyrst þær snéru við var þá ekki leiðin frekar löng til Havana? Nema um tímaflakk hafi verið að ræða :) Sjá hér: http://www.visir.is/russneskir-birnir-flugu-inn-i-islenska-lofthelgi/article/2009188886637

"Eða heldur þú að allar flugvélar sem fljúga í flugumferðarsvæði Íslands séu að njósna um Ísland?" Svar: Nei.

"hversu miikið stærri heldur þú að Texas sé að mannfjölda?" Svar: Það er uþb. 81 sinnum stærra en Ísland að mannfjölda. Texasbúar eru liðlega 26 milljónir en Íslendingar liðlega 320 þúsund.

"Nei Ísland hefur aldrei og verður aldrei neitt stórveldi ekkert frekar en Texas"

Svar: Þessu er ég sammála. En það þarf ekki stórveldi til að reka leyniþjónustu. Danmörk og Noregur gera það og ekki eru þau stórveldi.

"Sem sagt enginn hefur hernaðarlegan áhuga á Íslandi"

Svar: Mér sýnist hér komin niðurstaða án rökstuðnings. Ógnanir Rússneska flughersins í lofti ættu að nægja til að hrekja þessa fullyrðingu. Það er ekkert grín að fá herflugvélar skyndilega og óvænt inn á svæði þar sem borgaraleg flugumferð er mikil. Einnig varð skyndilega og óvænt vart við rússneska kafbáta á Drekasvæðinu síðla árs 2008.

Ragnar Geir Brynjólfsson, 4.3.2013 kl. 20:35

20 Smámynd: Ragnar Geir Brynjólfsson

Leiðrétting: Hér er spurt nokkurra spurininga á að sjálfsögðu að vera "Hér er spurt nokkurra spurninga". Afsakið ásláttarvillur, og að sjálfsögðu:

Kveðja frá Selfossi.

Ragnar Geir Brynjólfsson, 4.3.2013 kl. 20:35

21 Smámynd: Ragnar Geir Brynjólfsson

Á WikiPediu er fróðlegur listi yfir öryggislögreglustofnanir og/eða leyniþjónustur heimsins. Allir nágrannar okkar reka slíka stofnun í einhverju formi og í ljós kemur að meira að segja Lúxemburg er í þeim hópi. Sjá nánar hér:

http://en.wikipedia.org/wiki/List_of_intelligence_agencies

Kveðja frá Selfossi.

Ragnar Geir Brynjólfsson, 5.3.2013 kl. 21:33

22 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Ég týndi þér óvart í gær.

Ég var búinn að skrifa dágóðan pitil en cyberspace át hann einhverra hluta vegna.

Ég ættla að enda þetta með því að gefa mitt álit á leyniþjónusum; þær eru algjörlega óþarfar ekki bara á íslandi, heldur BNA, Rússlandi, Bretlandi, Frakklandi Danmörku etc.

Það er enginn þjóð að fara ráðast á einhverja aðra þjóð. Ef svo mundi gerast þá verður tekið á því eins og var gert þegar Írak fór ínn í Kuwait.

Þér alveg óhætt að sofa rólega rússarnir koma ekkert að taka þig.

Ef Ísland hefði verið svona mikilvægt hernaðarlega þá hefði BNA aldrei yfirgefið Ísland hvort sem Íslendingum líkaði betur eða verr.

Það sem var gert með flugvélum í kaldastíðinu er núna gert með gerfihnöttum.

Góðar stundir Ragnar minn.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 5.3.2013 kl. 22:45

23 Smámynd: Ragnar Geir Brynjólfsson

Jóhann þú getur reynt að sannfæra Dani um að öryggislögregla/leyniþjónusta þeirra sé óþörf en á síðustu árum hefur verið komið í veg fyrir 11 hryðjuverkaárásir þar í landi.

Sjá hér: http://www.visir.is/tolf-ar-fyrir-arasaraform/article/2012706059921

Það væri t.d. hægt að byrja fortölurnar á blaðamönnum Jyllands Posten en lífi þeirra var bjargað með því að koma í veg fyrir árás á skrifstofur þess blaðs. 

Þú skrifar að engin þjóð sé að fara að ráðast á aðra þjóð. Gott ef satt væri, þetta var líka álit almennings  á tímabilinu fyrir fyrri heimsstyrjöld.  En rökstuðning vantar fyrir þessu hjá þér Jóhann. 

En það eru fleiri atriði en ógnanir ríkja í lofti og legi sem þarf að huga að. Hætta nútímans virðist aðallega vera vegna glæpa- og hryðjuverka eins og dæmi frá Noregi, Danmörku, Bretlandi, Spáni, Bandaríkjunum og víðar sýna svo glöggt. 

Kveðja frá Selfossi.

Ragnar Geir Brynjólfsson, 6.3.2013 kl. 11:00

24 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Ég ættla ekki að reyna sannfæra einn eða neinn um leyniþjónustu Ragnar, það er mín skoðun að leyniþjónusta er ekki bara óþörf heldur hættuleg öllu persónufrelsi.

Það er ekki liðið lengur að þjóð ráðist á aðra þjóð, Kuwait er gott dæmi.

Það sem mundi lækka glæpastarfsemi er fangelsisdómar ekki eitthvað skilorðsbundið rugl. Svo væri í lagi að vekja upp dauðarefsingar fyrir ýmsum brotum.

En það er alveg sama hvað þú tautar eða raular um leyniþjónustu við mig, ég held áfram að segja að hún sé óþörf og hættuleg.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 6.3.2013 kl. 14:12

25 Smámynd: Ragnar Geir Brynjólfsson

Þetta er athyglisverður vinkill Jóhann. Hvað finnst þér t.d. um leyniþjónustuhóp Breta Ultra í Bletchley Park sem las dulritanir úr Enigma og Lorenz vélum Þjóðverja. Talið er að þessi starfsemi hafi stytt síðari heimsstyrjöld um 2 ár a.m.k. Sjá hér: http://en.wikipedia.org/wiki/Bletchley_Park.

Varla heldurðu fram að sú starfsemi hafi verið óþörf eða hættuleg persónufrelsi? Eða telurðu kannski að aðstæður þar sem miklir þjóðarhagsmunir og mörg mannslíf séu í húfi geti aldrei undir neinum kringumstæðum komið fyrir aftur?

Kveðja frá Selfossi

Ragnar Geir Brynjólfsson, 6.3.2013 kl. 17:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband