Skeiðað framhjá skýjakljúfum - II

Vegna áforma um byggingarframkvæmdir Miðjunnar á Selfossi skrifaði ég 13. janúar 2007 pistilinn Skeiðað framhjá skýjakljúfum.  Þær framkvæmdir sem þá voru fyrirhugaðar komust aldrei lengra en á teikniborðið. Nú greinir Sunnlenska fréttablaðið frá því að Árborg bjóðist að kaupa land Miðjunnar á 175 milljónir.

Greint er frá því að með því að gera þessi kaup verði hugsanlegt skaðabótamál Miðjunnar á hendur sveitarfélaginu úr sögunni en þetta skaðabótamál sé tilkomið vegna þess að tillaga Miðjunnar gerði ekki ráð fyrir nægilegu byggingamagni á landinu. 

Það er illskiljanlegt út frá  frásögn blaðsins hvernig sveitarfélagið getur orðið skaðabótaskylt vegna þess að fyrirtækið, hinn aðili samningsins stendur ekki við sinn hluta.  Nú er skuldastaða Árborgar afleit og í því ljósi er líklega hyggilegast að ráðast ekki í nýjar fjárskuldbindingar.

Í sama blaði Sunnlenska er greint frá því að kostnaður sveitarfélagsins vegna Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri sé kominn yfir 800 milljónir en upphaflegur áætlaður byggingakostnaður hafi verið 477 milljónir króna. Það er ótrúlegt að þetta hús sem er á mörkum þess að geta talist stórhýsi skuli mögulega geta kostað svona mikið. Það mál þyrfti að rannsaka sérstaklega til koma í veg fyrir að hliðstæð mistök eigi sér stað aftur. 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband