Stórskemmtileg Eivör í Góðu kvöldi Sjónvarpsins

Laugardagskvöldið 15. 11. sl. var færeyska söngkonan Eivör Pálsdóttir gestur Ragnhildar Steinunnar í skemmtiþættinum Góðu kvöldi. Eivör er greinilega hæfileikaríkur og fjölhæfur listamaður og það sem gerði þennan þátt líka eftirminnilegan var flutningur hennar á færeyskum þjóðlögum. Sungnar sagnaþulur og sagnadansar er að heita má horfið úr menningu okkar en lifir enn í Færeyjum. Við eigum að vísu enn rímurnar þrátt fyrir að þær hafi legið undir ámæli menningarvita þjóðarinnar í um 170 ár eða frá því Jónas Hallgrímsson hóf andóf gegn þeim sem hefur staðið þeim fyrir þrifum í menningarlegu tilliti allar götur síðan. Sagnadansar og vikivakar fóru sömu leið og líklega af sömu ástæðum, þ.e. leiðandi andans mönnum þjóðarinnar féllu þeir ekki í geð og því fór sem fór. Það má því segja að túlkun Eivarar á hinum fornu sagnaljóðum opni okkur dýrmæta sýn inn í fortíð okkar og uppruna, sýn sem tekin hefur verið frá okkur. Mér sárnaði því mjög þegar þáttastjórnandinn tilkynnti að auglýsingahlé yrði gert á útsendingunni einmitt þegar færeyski dansinn var byrjaður að duna og hléið varði á meðan dansað var. Þetta var ótrúleg óvirðing bæði við list Eivarar sem og færeysku og forn-norrænu dansmenninguna. Andlegir leiðtogar sjónvarpsins hafa því greinilega lítt þokast áleiðis í átt til nútímans hvað varðar viðhorf til þessara dansmenningar og talið að hún yrði best geymd bakvið auglýsingar. Að sjálfsögðu átti að taka upp þráðinn frá því sem frá var horfið og leyfa sjónvarpsáhorfendum að sjá þennan dans og heyra danskvæðið kveðið, það hefði verið verðug uppreisn æru þessa merkilega menningarforms.

Að skila auðu eða velja af handahófi - hugleiðing um orð dr. Aliber

Nýlega sagði mætur maður, dr. Robert Z. Aliber prófessor í Chigago að fólk valið af handahófi úr símaskrá hefði að líkindum ekki getað valdið jafn miklum efnahagslegum glundroða hérlendis og þeir sem núna eru við völd. Hér hefur dr. Aliber að líkindum...

Fjölmiðlarnir - nú þarf að endurræsa

Stundum gerist það í tölvum að kerfið verður svo laskað í keyrslu að ekki dugir neitt annað en endurræsing. Þá er ýtt á "Reset" takkann eða bara slökkt og svo er kveikt aftur og þá næst upp keyrslufrítt kerfi sé ekkert að tölvunni á annað borð. Atburðir...

Nú er lag fyrir stjórnvöld að jafna hlut allra ljósvakastöðva

Það má segja að það sé óeðlilegt hvað alla markaði varðar að þar ríki fákeppni. Samkeppnislög ættu því að nægja til að hindra of mikinn samruna á þessum markaði og ef þau duga ekki þá þarf að laga samkeppnislögin. Allir aðilar eiga að vera jafnir fyrir...

Nú er lag fyrir stjórnvöld að jafna hlut allra ljósvakastöðva

Uggvænlegar fregnir af uppsögnum starfsfólks hvaðanæva að úr þjóðfélaginu hafa borist undanfarna daga og ekki er hægt annað en biðja og vona að úrræði finnist á málum allra. Ein þeirra uppsagnarfregna sem barst í liðinni viku er af uppsögnum alls...

Hið andlega lausafé

Fyrir einu ári birti ég ljóðið Ellimörkin? hér á blogginu. Þetta var á meðan góðærið svokallaða var enn hér á landi og fjöldinn allur af gljáandi nýjum pallbílum með stórar innfluttar hestakerrur í eftirdragi eða fjórhjólavagna renndi stoltur eftir...

Útvarp Saga: Einn besti útvarpsþátturinn

Síðastliðin ár hef ég átt þess kost að fylgjast með Útvarpi Sögu og hlusta þá gjarnan á endurflutning um helgar. Þar er einn útvarpsþáttur sem er sérlega athyglisverður og það er þáttur Sigurðar G. Tómassonar og Guðmundar Ólafssonar hagfræðings þar sem...

Langbylgjustöðin á Eiðum nægir ekki þegar Gufuskálar detta út

Nýlega var tilkynnt á langbylgjustöð RÚV á Gufuskálum að vegna viðhalds og viðgerða ætti að fella niður útsendingar um nokkra stund og á meðan var fólki bent á að stilla á langbylgjustöðina á Eiðum sem sendir út á 207 khz með 100 kw sendistyrk en það er...

Þarf aukna ímyndarvitund í barnatímum RÚV Sjónvarps?

Eitt af þeim atriðum sem RÚV - Sjónvarp á hrós skilið fyrir eru góðir barnatímar. Þar hafa margar skemmtilegar persónur bæði raunverulegar og leiknar stigið á stokk og skemmt börnum landsins síðustu áratugina með söng, sögum og fróðleik. Þetta er þarft...

Er öryggishlutverk RÚV fyrir borð borið?

Við skulum vona að nú rætist ekki gamla orðtækið að allt sé þá þrennt er. Suðurlandsskjálfti, bankahrun og hvað svo? Vonandi ekki harðindavetur, Kötlugos, eða einhver önnur óáran sem alltaf má búast við hérlendis. Undir slíkum kringumstæðum getur verið...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband