Ríkisútvarpið í nýju ljósi efnahagsmála

Í ljósi atburða í efnahagsmálum landins sem orðið hafa síðustu daga og vikur er ólíklegt að formlegt eignarhald ríkisins breytist að neinu marki hvað RÚV varðar. Í þessari stöðu er því lítið annað að gera en horfa fram á óbreytt ástand en með einni breytingu þó. Ef RÚV ætlar að vera jafn mikið inni á auglýsingamarkaði og það hefur verið er ekkert sjálfsagðara en að hinir ljósvakamiðlarnir fari líka á ríkisstyrki þannig að allir fjölmiðlar sitji við sama borð hvað varðar slíka styrki óháð eignarhaldi. Þ.e. ríkisstofnunin fengi þá framlag í réttu hlutfalli við framlag sitt af innlendu efni rétt eins og aðrir ljósvakamiðlar. Rökin fyrir því að ríkisvaldið haldi uppi almannaútvarpi eru aðallega af menningarlegum toga og einnig er öryggishlutverk útvarpsins ótvírætt. Hægt að álykta að ekki ætti að greiða ljósvakamiðlum neitt fyrir flutning á erlendu afþreyingarefni svo sem sápuóperum og skemmtiefni heldur fyrir flutning á innlendu efni og hugsanlega einnig fyrir flutning á vönduðu erlendu fræðslu- og menningarefni. Einnig er bráðnauðsynlegt að efla starfsstöðvar útvarpsins í landsfjórðungunum fjórum utan höfuðborgarsvæðisins. Í síðasta pistli mínum Var FM væðing landsbyggðarinnar mistök? kem ég inn á það að til að halda uppi tryggri almannaþjónustu þurfi sterka miðbylgjusenda í alla landsfjórðunga og einnig sjálfstæða dagskrárgerð. Það væri ein öflugasta leiðin og jafnframt ódýrasta sem hægt væri að fara til að efla menningarlegt sjálfstæði landsbyggðarinnar. Fjölbreytt dagskrárgerð sem bæri einkenni hvers landsfjórðungs gæti einnig orðið eftirsóknarvert ljósvakaefni á höfuðborgarsvæðinu og þannig yrði það ekki lengur bara veitandi heldur einnig þiggjandi í menningarmálum.

 


Var FM væðing landsbyggðarinnar mistök?

Þeir lesenda sem muna þann tíma þegar Útvarp Reykjavík var eina útvarpsstöðin muna líka eftir langbylgjustöðinni stóru á Vatnsendahæð sem síðar var flutt vestur á Snæfellsnes og er þar enn. Núna er sú stöð rekin fyrst og fremst á öryggisforsendum sem og...

Lækka þarf hámarkshraða á Suðurlandsvegi strax milli Hveragerðis og Selfoss

Nú hefur Rannsóknarnefnd umferðarslysa gefið út varnaðarskýrslu um Suðurlandsveg. Í nýlegri frétt á mbl.is segir m.a: Mikilvægt er að brugðist sé við hratt og markvisst því fjöldi slysa og alvarleiki þeirra er slíkur að ekki verður við unað. Undanfarin...

Öryggi ferðafólks erlendis er ekki alltaf það sem það virðist vera

Öryggi ferðafólks erlendis er ekki alltaf það sem það virðist vera. Hörmulegt morð á íslenskri konu í Dóminíska lýðveldinu minnir á þetta. Það er svo fjarri því að í ýmsum löndum Afríku, Asíu eða Suður-Ameríku sé öryggi fólks jafn tryggt og það er í...

Frábær dagskrá í Ríkissjónvarpinu síðdegis á sunnudaginn

Dagskrá sjónvarpsins síðdegis á sunnudaginn var var í einu orði sagt frábær. Ég horfði á tvo dagskrárliði og gat varla slitið mig frá skjánum. Fyrst sá ég mjög fróðlegan þátt frá BBC um forna menningu Indlands og Mið-Asíu og á eftir var þáttur um...

Er regntíminn hafinn?

Veðurfarið síðustu daga er farið að verða nokkuð líkt því sem það var fyrir ári. Fyrirsjáanleg væta suðvestan lands næstu dagana. Vætutíð haustsins er búin að stimpla sig inn sem nokkuð árvisst fyrirbæri, sem og þurrkarnir á vormánuðum. Getum við kannski...

Um hlutverk ríkisvaldsins - hvernig á að þekkja svanasöng stofnunar?

Atburðir síðustu daga í fjármálaheiminum sem felast í öflugu inngripi bandaríska ríkisins til viðreisnar fjármálamarkaðnum þar í landi varpa ljósi á hlutverk ríkisvaldsins: Það á að grípa inn í þegar enginn annar getur bjargað málunum og það á að...

Vinnubrögð Útlendingastofnunar í máli Mark Cumara sæta furðu

Í 24 Stundum í dag er greint frá á bls. 4 máli Mark Cumara 23 ára manns í Þorlákshöfn sem kom hingað til lands frá Filippseyjum 17 ára til dvalar hjá móður og fósturföður sem bæði eru íslenskir ríkisborgarar og hafa dvalið hérlendis síðasta áratug. Af...

Indland: Ofsóknir brjótast út gegn kristnum í Orissa

Síðustu dagana hafa borist fregnir af því að vargöld hafi ríkt í Orissa á Norð-Austur Indlandi í kjölfar þess að róttækur hindúaleiðtogi var veginn af skæruliðum maóista. Í kjölfarið brutust út að því er virðist skipulagðar ofsóknir gegn kristnum í...

Amazing Blondel og gamlar LP plötur

Ein af þeim hljómsveitum sem ég hélt upp á á árum áður og geri enn er hljómsveitin Amazing Blondel . Ein af þeirra frægustu plötum bar heitið Fantasia Lindum og kom hún út árið 1971. Þegar ég fór nýlega í gegnum gamalt snældusafn sem ég átti rifjaðist...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband