Laugardagur, 11.4.2009
Er breska pundið besti kosturinn?
Umræður um hvað gera skuli í gjaldeyrismálum virðast vera komnar í öngstræti og þrætur um aðild að ESB. Í þessu sambandi má benda á að nýlega benti breski Evrópuþingmaðurinn David Hannan á sterk rök fyrir því að Íslendingar eigi að taka upp breska pundið. Frétt þess efnis birtist um þetta á mbl.is hér og grein Davids er að finna hér. Rök hans eru í stuttu máli þessi:
1. Bretland er stærsta viðskiptaland Íslands. 19% af útflutningi Íslands fara til Bretlands. Þá eru fjárfestingar Íslendinga meiri í Bretlandi en í öðrum ríkjum samanlagt.
2. Upptaka pundsins er ekki eins dýr og aðild að ESB. Íslendingar munu halda yfirráðum yfir auðlindum sínum og þurfa ekki að greiða stórfé í sjóði ESB.
3. Líkur eru á að Bretar væru í besta falli ánægðir með þá aðgerð en í versta falli stæði þeim á sama. Okkur líkar vel við ykkur," segir Hannan og bætir við að ólíkt mörgum ESB-ríkjum hafi Bretar aldrei séð ofsjónum yfir velgengni Íslendinga eða litið á sjálfstæði Íslands sem ógn við Evrópuþróunina. Ermarsundseyjarnar og Mön eru í gjaldmiðilssambandi við Bretland en standa utan Evrópusambandsins. Þær eru miklu ríkari en við en okkur er alveg sama."
Varðandi fyrstu rökin þá hlýtur að vera hagkvæmt fyrir útflytjendur vöru að þurfa ekki að kaupa íslenskar krónur af bönkum þegar gjaldeyrir er fluttur heim. Þannig næst fram sparnaður sem gerir útflutningsgreinarnar samkeppnishæfari og ætti að auka umfang og veltu í frum- og útflutningsframleiðslugreinum fremur en bankageiranum eins og verið hefur hingað til.
Heimild: http://www.mbl.is/mm/vidskipti/frettir/2009/02/15/island_aetti_ad_taka_upp_breska_pundid/
Laugardagur, 28.3.2009
Um siðferðileg álitaefni við upphaf lífs
Miðvikudagur, 25.3.2009
Um ágreining hagfræðinga austan hafs og vestan og aðferðir þeirra
Mánudagur, 23.3.2009
Framtíðin í ljósvakamálunum
Sjónvarp | Breytt 21.3.2009 kl. 23:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 21.3.2009
Til hamingju Hash Collision!
Skólamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 8.2.2009
Rafrænt kosningakerfi gæti auðveldað þjóðaratkvæðagreiðslur til muna
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Laugardagur, 24.1.2009
Ljósvakinn og lýðræðið
Sjónvarp | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 12.12.2008
Um tillögur og aðgerðaráætlun íslenskrar málnefndar
Tölvur og tækni | Breytt s.d. kl. 22:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 30.11.2008
Hverjir sitja í starfshópum um málefni RÚV?
Laugardagur, 22.11.2008
Tímabær starfshópur um málefni RÚV
Sjónvarp | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)