Er breska pundið besti kosturinn?

Umræður um hvað gera skuli í gjaldeyrismálum virðast vera komnar í öngstræti og þrætur um aðild að ESB. Í þessu sambandi má benda á að nýlega benti breski Evrópuþingmaðurinn David Hannan á sterk rök fyrir því að Íslendingar eigi að taka upp breska pundið. Frétt þess efnis birtist um þetta á mbl.is hér og grein Davids er að finna hér. Rök hans eru í stuttu máli þessi:

1. Bretland er stærsta viðskiptaland Íslands. 19% af útflutningi Íslands fara til Bretlands. Þá eru fjárfestingar Íslendinga meiri í Bretlandi en í öðrum ríkjum samanlagt.

2. Upptaka pundsins er ekki eins dýr og aðild að ESB. Íslendingar munu halda yfirráðum yfir auðlindum sínum og þurfa ekki að greiða stórfé í sjóði ESB.

3. Líkur eru á að Bretar væru í besta falli ánægðir með þá aðgerð en í versta falli stæði þeim á sama.  „Okkur líkar vel við ykkur," segir Hannan og bætir við að ólíkt mörgum ESB-ríkjum hafi Bretar aldrei séð ofsjónum yfir velgengni Íslendinga eða litið á sjálfstæði Íslands sem ógn við Evrópuþróunina. „Ermarsundseyjarnar og Mön eru í gjaldmiðilssambandi við Bretland en standa utan Evrópusambandsins. Þær eru miklu ríkari en við en okkur er alveg sama."

Varðandi fyrstu rökin þá hlýtur að vera hagkvæmt fyrir útflytjendur vöru að þurfa ekki að kaupa íslenskar krónur af bönkum þegar gjaldeyrir er fluttur heim. Þannig næst fram sparnaður sem gerir útflutningsgreinarnar samkeppnishæfari og ætti að auka umfang og veltu í frum- og útflutningsframleiðslugreinum fremur en bankageiranum eins og verið hefur hingað til.

Heimild: http://www.mbl.is/mm/vidskipti/frettir/2009/02/15/island_aetti_ad_taka_upp_breska_pundid/

 


Um siðferðileg álitaefni við upphaf lífs

Þó lítið beri á almennri umræðu um fóstureyðingalöggjöfina og ekki fréttist af því að stóru flokkarnir hyggist taka hana til endurskoðunar þá þarf það ekki að þýða að um hana ríki breið og almenn sátt. Þessi umræða er viðkvæm því þar takast á öndverð...

Um ágreining hagfræðinga austan hafs og vestan og aðferðir þeirra

Aðgerðir hinnar nýju ríkisstjórnar Obama vestanhafs sem byggja á innspýtingu fjármagns inn í hagkerfið sem og seðlaprentun virðast vera umdeildar meðal hagfræðinga sérstaklega hérna megin Atlantsála þó svo að Þorvaldur Gylfason sé greinilega ekki einn...

Framtíðin í ljósvakamálunum

Það má kannski segja að svipað gildi um ljósvakamiðla og stjórnmálaflokka að það sé heppilegra að þeir séu fleiri en færri svo meiri líkur en minni séu á því að kjósendur og hlustendur finni eitthvað við sitt hæfi. Ef lög tryggðu að smáir ljósvakamiðlar...

Til hamingju Hash Collision!

Liðið Hash Collision sigraði í dag í alfa-deild forritunarkeppni framhaldsskólanna. Liðið skipa þeir Jónatan Óskar Nilsson og Sigurður Fannar Vilhelmsson nemendur í FSu á Selfossi og Gabríel A. Pétursson nemandi í FSn í Grundarfirði. Þetta er glæsilegur...

Rafrænt kosningakerfi gæti auðveldað þjóðaratkvæðagreiðslur til muna

Nýlegir stórviðburðir í stjórnmálaheimi landsins þar sem ríkisstjórn þurfti að víkja í kjölfar mikilla almennra mótmæla sýna svo ekki verður um villst að á einhvern hátt þarf lýðræðið að vera virkara en það er og stjórnvöld að geta endurnýjað umboð sitt...

Ljósvakinn og lýðræðið

Það má kannski segja að svipað gildi um ljósvakamiðla og stjórnmálaflokka að það sé heppilegra að þeir séu fleiri en færri svo meiri líkur en minni séu á því að kjósendur og hlustendur finni eitthvað við sitt hæfi. Ef lög tryggðu að smáir ljósvakamiðlar...

Um tillögur og aðgerðaráætlun íslenskrar málnefndar

Tillögur íslenskrar málnefndar (ÍM) um íslensku í tölvuheiminum sem finna má á vef menntamálaráðuneytisins [2] eru almennt séð góðra gjalda verðar. Þar eru settar fram metnaðarfullar og tímabær aðgerðaráætlanir til að styðja við íslenskt mál. Þetta er...

Hverjir sitja í starfshópum um málefni RÚV?

Það hefur verið skammt stórra högga á milli hjá RÚV og fréttirnar af 700 milljóna sparnaðinum dundu nokkuð óvænt og snögglega yfir þó fyrirsjáanlegt væri að einhver niðurskurður yrði. Óskandi er að þeir sem fyrir niðurskurðarhnífnum verða muni finna...

Tímabær starfshópur um málefni RÚV

Í fréttum síðustu viku var greint frá því að menntamálaráðherra hefði sett á laggirnar starfshóp um málefni RÚV. Starfshópur þessi á annars vegar að fjalla um stöðu RÚV á auglýsingamarkaði og hins vegar að fjalla um eignarhald á öðrum fjölmiðlum. Þetta...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband