Bloggfćrslur mánađarins, ágúst 2024
Fimmtudagur, 15.8.2024
Brýnt ađ bregđast viđ sjónarmiđum hjólhýsabúa
K
olbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, hefur veriđ einn ötulasti málsvari hjólhýsafólks í Reykjavík. Hún hefur barist af krafti fyrir ţví ađ bćta ađstćđur ţessa hóps, sem hefur veriđ á jađri samfélagsins og líđur fyrir skort á öruggu og mannsćmandi húsnćđi. Kolbrún hefur réttilega lagt mikla áherslu á ađ borgin mćti brýnum ţörfum ţeirra sem neyđast til ađ búa í hjólhýsum, ţar sem ţau eiga ekki í nein önnur hús ađ venda hér og nú.

Í ţessu tilliti er sjónarmiđ og málsvörn borgarstjórnar, sem flestir ţó geta tekiđ undir ađ til lengri tíma ţurfi ađ auka frambođ af félagslegu húsnćđi, léttvćgt og endurspeglar skilningsleysi á brýnum ţörfum ţessa hóps sem stendur verulega höllum fćti. Nú hallar sumri og eftir tvo mánuđi fer í hönd vetur sem vonandi verđur mildur og góđur en ekki er hćgt ađ horfa framhjá ţví ađ síđasti vetur var sá kaldasti á öldinni og sá hinn fyrri var fremur illviđrasamur.
Endurbirtur pistill: https://kstjorn.blogspot.com