Bloggfćrslur mánađarins, október 2024

Kallar húsnćđisvandinn á óhefđbundnar bráđabirgđalausnir?

Sá hópur sem á í alvarlegum húsnćđisvanda er ţví miđur stćkkandi. Margir ţurfa ađ grípa til óhefđbundinna úrrćđa, svo sem búsetu í hjólhýsum eđa húsbílum. Ţađ getur veriđ af ýmsum ástćđum, til dćmis ţeirri ađ samkvćmt 55. gr. laga nr. 26/1994 um fjöleignarhús má meina búsetu ţeim sem brjóta reglur húsfélaga. Gildir ţá einu hvort um er ađ rćđa einkaeign eđa félagsbústađ. 

Húsvagnahópurinn er fjölbreyttur og inniheldur bćđi ţá sem neyđast til slíkrar búsetu og ţá sem kjósa hana af lífsstílsástćđum. Ţrátt fyrir mismunandi bakgrunn hefur hópurinn, í heild sinni, hrakist undan yfirvöldum vegna ađgerđa sem ţrengja ađ ţessum búsetumöguleikum. Nćrtćkt er dćmiđ frá Bláskógabyggđ og einnig má nefna flutning hjólhýsabúa úr Laugardal á iđnađarplan á Sćvarhöfđa. [Tengill]

Tilsvar borgarstjórans í Reykjavík um sérstök úrrćđi til handa hinum verr setta hluta hópsins og ađ betur setti hlutinn eigi ađ fara annađ er erfitt ađ skilja. Hluti hins verr setta hóps getur líklega hvergi veriđ nema í gistiskýli eđa smáhýsum og af ţeim er skortur. 

Ţađ ađ yfirvöld skuli ekki vilja ţjóna hópnum í heild betur er afar sérkennilegt. Í stađ ţess ađ sitja uppi međ fjölda hjólhýsa á óheppilegum stöđum, svo sem fast uppi viđ hús međ tilheyrandi eldhćttu, líklega í mörgum tilfellum í óleyfi, ţá ćttu yfirvöld ađ sjá sóma sinn í ađ skaffa bođlegar ađstćđur til útistöđu hjólhýsa og húsbíla allan ársins hring og veita um leiđ nauđsynlegt ađhald svo sem varđandi brunavarnir og önnur öryggismál.

 


mbl.is Vandi heimilislausra vex mikiđ
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband