Nú er lag fyrir stjórnvöld að jafna hlut allra ljósvakastöðva

Það má segja að það sé óeðlilegt hvað alla markaði varðar að þar ríki fákeppni. Samkeppnislög ættu því að nægja til að hindra of mikinn samruna á þessum markaði og ef þau duga ekki þá þarf að laga samkeppnislögin. Allir aðilar eiga að vera jafnir fyrir lögunum og því ætti að gæta þess líka að RÚV verði ekki of ráðandi t.d. á sjónvarpsmarkaðnum. Allir ljósvakamiðlar eiga einfaldlega að sitja við sama borð hvað varðar framlög frá ríkinu. Einn þessara miðla getur sem best verið í eigu ríkisins, þ.e. RÚV og þá á þeim forsendum að tryggja þurfi öryggi almennings og dreifingu til fjarlægra staða. Ef þessa jafnræðis er gætt þá geta þeir allir verið á auglýsingamarkaði. Framlög ríkisins til ljósvakamiðlanna ættu síðan að vera í réttu hlutfalli við flutning þessara miðla á innlendu efni sem og vönduðu erlendu menningarefni. Ekki ætti að styrkja flutning af erlendum íþróttaviðburðum eða öðru erlendu afþreyingar- og skemmtiefni nema sérstök rök styðji þá ákvörðun. Þessir miðlar gætu sem best sameinast um rekstur öflugrar og óháðrar fréttastofu en haft frjálsar hendur þar fyrir utan. Ógæfulegt fjölmiðlafrumvarp stjórnarinnar 2004 hefði líklega aldrei komið til ef málum hefði verið skipað strax með þessum hætti þegar frjálsir miðlar voru leyfðir um miðjan 9. áratuginn.

 


mbl.is Rosabaugur Jóns Ásgeirs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband