Miðvikudagur, 7.11.2007
Framtíðarmöguleikar RÚV
Páll Magnússon hinn dugmikli stjórnandi RÚV hefur sannarlega markað spor í rekstri stofnunarinnar undanfarna mánuði og líklegt er að honum sé alveg við það að takast að endurvekja trú landsmanna á að ríkisstofnun geti verið leiðandi og dugmikil í ljósvakamiðlun og menningarmálum. Við höfum líka ekki langt að sækja fyrirmyndir - en það er til breska ríkisútvarpsins. BBC virðist talandi dæmi um það að ríkisstofnun sem byggir á kerfi afnotagjalda hafi meiri möguleika á að sinna menningarhlutverki en frjálsar og óháðar stöðvar. Ekki þekki ég nægilega mikið til bresks þjóðfélags til að geta haft skoðun á því hvort eitthvað annað fyrirkomulag sé betra þar í landi en jafn sannfærður er ég um að það fyrirkomulag sem nú er á stjórn Ríkisútvarpsins ohf hér á Íslandi er alveg jafn gallað og það sem hefur verið undanfarna áratugi og er meginatriðum hið sama og Aðalbjörg Sigurðardóttir gagnrýndi árið 1944, og Jón úr Vör og Gunnar M. Magnúss ritstjórar Útvarpstíðinda tók undir, jafnvel þó formbreyting hafi orðið og Ríkisútvarpið sé núna opinbert hlutafélag. Sjá þessa bloggfærslu. Í núverandi útvarpslögum stendur:
8. gr. Stjórn Ríkisútvarpsins ohf.
Stjórn félagsins skal kosin á aðalfundi sem haldinn skal fyrir lok maímánaðar ár hvert. Hana skulu skipa fimm menn og jafnmargir til vara. Áður en kosið er til stjórnar á aðalfundi skulu fimm menn kjörnir hlutbundinni kosningu á Alþingi ásamt jafnmörgum til vara og skulu þeir kosnir í stjórn félagsins.
Þessi aðalfundur virðist nánast vera til málamynda því hin raunverulega kosning fer fram á Alþingi og því er Alþingi hin eiginlega stjórn Ríkisútvarpsins og menntamálaráðherra í raun stjórnarformaður. Áfram er því alveg tryggt að ráðandi stjórnmálaöfl hafa álíka stjórn á Ríkisútvarpinu og stjórn hefur á hlutafélagi. Sú stjórn er jafnvel enn tryggari en áður var ef eitthvað er. Það er að mínu mati ógæfa Íslands að svo skuli komið því orð Aðalbjargar Sigurðardóttur frá 1944 eru enn í fullu gildi:
Eins og kunnugt er fara þessar kosningar í útvarpsráð fram á Alþingi, eins og kosningar í margar aðrar merkilegar nefndir, sem mikil ábyrgðarstörf eiga að hafa með höndum, og stendur fulltrúatala hvers flokks í hlutfalli við þingmannafjölda hans ... Við þetta bætist svo, að það sýnist stundum vera siður flokkanna að veita gæðingum sínum uppreisn með því að setja þá í einhver trúnaðarstörf, ef álitið er að þeir hafa beðið einhvern opinberan hnekki. Má nærri geta, hversu óheppilegt þetta allt er fyrir þá stofnun eða það starf sem leysa á af hendi, og þar sem engin önnur sjónarmið en hagur stofnunarinnar eða starfsins ætti að ráða.
Sem fyrst ætti að rjúfa þennan nána samruna Ríkisútvarpsins við valdstjórnina og stofna ríkisstofnun sem hefði með höndum að safna ljósvakaefni og varðveita þann menningararf sem safnast hefur upp hjá RÚV frá upphafi. Að því búnu þyrfti að selja báðar útvarpsrásirnar og sjónvarpsrásina og bjóða fólki síðan upp á að velja hvert það vill að afnotagjald sitt renni. Þessir peningar ættu síðan að renna óskiptir til stöðvanna í réttu hlutfalli við það efni sem flutt er á íslensku og í hlutfalli við upptökur af innlendum menningarviðburðum. Erlent efni yrði ekki styrkt með þessu móti. Allar útvarpsstöðvar landsins hefðu síðan aðgang að menningarbankanum hjá ríkisstofnuninni og gætu því gengið að drjúgum sjóði sem eflaust yrði fengur að. Þannig myndi metnaður og frumkvæði mun fleiri aðila fá að njóta sín en ekki bara þeirra sem eru svo heppnir að fá að vera ráðnir hjá RÚV eða þeirra sem taldir eru vel þóknanlegir ríkjandi valdhöfum.
Sjónvarp | Breytt 7.12.2007 kl. 22:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þriðjudagur, 6.11.2007
Aðalbjörg Sigurðardóttir um RÚV árið 1944
Sjónvarp | Breytt 7.12.2007 kl. 22:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Laugardagur, 3.11.2007
Amy Goodman - orð í tíma töluð í og fyrir RÚV
Sjónvarp | Breytt 7.12.2007 kl. 22:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Laugardagur, 27.10.2007
Ellimörkin?
Ljóð | Breytt 28.10.2007 kl. 10:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 26.10.2007
Jóra í Jórukleif slær í borðið - ástæðan var léleg dagskrá RÚV sjónvarpsins
Sjónvarp | Breytt 7.12.2007 kl. 22:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fimmtudagur, 25.10.2007
Þannig verða fordómarnir til
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Sunnudagur, 21.10.2007
Fordómar í fjölmiðlum - hvar stendur RÚV?
Sjónvarp | Breytt 7.12.2007 kl. 22:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Sunnudagur, 14.10.2007
Hversu mikinn þunga ber Ölfusárbrúin við Selfoss?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Laugardagur, 13.10.2007
Nauðsynlegt að lækka hámarkshraða á Suðurlandsvegi frá Hveragerði til Selfoss
Þriðjudagur, 19.6.2007
Var útvarpsstöð á Akureyri fyrir 1930?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)