Rosadrýli

Hvað eru rosadrýli? Hvað er rosi? Á Suðurlandi er mikil og langvinn rigningartíð að sumri kölluð rosi. Mjög votviðrasamt sumar er kallað rosasumar. Rosadrýli eru litlar heyhrúgur, minni en heysátur sem hróflað var upp á túnunum í rosatíð í þeim tilgangi að verja heyið fyrir mestu rigningunni. Getur verið að þetta orð sem og þessi heyverkunaraðferð sé jafnvel óþekkt í öðrum landsfjórðungum?

Sögur af hestum

Eftir Brynjólf Guðmundsson. Jarpur Jarpan hest áttum við í Helli *, mjög duglegan, skapmikinn og viljugan. Hann var taminn fyrir vagn og sláttuvél. Við strákarnir töluðum um að láta þá keppa, Kol og Jarp en við létum þá aldrei gera það því við vissum að...

Fælast hestar við flugvéladyn?

Nokkuð hefur verið rætt að undanförnu um slys sem verða á hestamönnum, einkum vegna þess að þeir fælast af ýmsum ástæðum. Tvö nýleg dæmi veit ég um þar sem hestar fældust vegna dyns frá flugvél í lágflugi en kunningjafólk mitt sagði mér að sínir hestar...

Holtarót og harðasægja

Þó nú ári vel hefur það ekki alltaf verið raunin á Íslandi. Ekki þarf að leita langt aftur til að finna heimildir um hallæri og óáran. Eitt gamalt máltæki eða vísuorð úr Flóanum varpar nokkru ljósi á það hvað fólk hefur þurft að leggja sér til munns...

Gömul húsgangsvísa úr Villingaholtshreppi

Í Flóanum, sunnlensku lágsveitunum finnast ýmsar gamlar heimildir og athyglisverð fróðleiksbrot í munnlegri geymd sem skaði væri að glata að fullu og öllu. Eitt þeirra er vísa þessi frá fyrri tíð: Sigga kerling sett var út af sakramenti tíu þó hún tíkum...

Fjallsperringur, hornriði og austantórur

Stundum er sagt að Sunnlendinga skorti allt loft, slíkt fyrirfinnist aðeins í norðlægari sveitum þessa lands. Samt sem áður eru ýmis nöfn notuð yfir vindinn á Suðurlandi, svo sem þessi: Fjallsperringur var vindátt kölluð á Suðurlandi, norðaustan eða...

Ein gaflatugga

Hve mikið þarf einn hestur? Áður var sagt að í fóðrun væru tíu kindur á við einn hest og fjórir hestar á við eina kú. Þegar beitt var, var talið að 30 kindur bitu á við einn hest. Þegar hey var borið úr heygörðum inn í húsin í laupum var einn laupur...

Metanmáinn Títan

Á Títan er bálahvasst, fimbulkalt, himininn er appelsínugulur, gosvirkni spýtir metangasi út í loftjúpinn og sumir telja að "hraunið" samanstandi af ammoníaksblönduðu vatni! Yfirleitt er þar þurrt og kalt en á nokkurra alda fresti geisa þar ofboðsleg...

„Margt býr í fjöllunum“ - 70 ára útgáfuafmæli

Árið 1937, sama árið og hann tók kennarapróf sendi Ármann Kr. Einarsson frá sér sína fyrstu barnabók. Þetta var ævintýrið Margt býr í fjöllunum . Þetta var þó ekki frumraun hans því þremur árum fyrr, þegar Ármann var 19 ára gamall kom út eftir hann...

Heitir bærinn Galtastaðir eða Galtarstaðir?

Í tilefni af umræðu og fréttaflutningi af fjarskiptamöstrum sem rísa áttu við bæinn Galtastaði á þessu ári langar mig til að tæpa á helstu atriðum um það sem mér er kunnugt um þetta bæjarnafn. Í öllum þeim fréttum sem ég hef séð í blöðum Suðurlands um...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband