Stofnun ljósvakasafns er löngu tímabær

Stundum heyrist það viðhorf til stuðnings þess að RÚV verði áfram í ríkiseign að ekki megi láta menningararf þjóðarinnar til einkaaðila. En það þarf ekki að gerast. Hægt er að skilja á milli varðveisluhluta menningararfsins og hins daglega reksturs sjóvarpsstöðvarinnar og útvarpsrásanna og þess hluta starfseminnar sem í raun er safnstarfsemi. Hægt er því að stofna ljósvakasafn sem hefur það hlutverk að safna ljósvakaefni sem flutt er á íslensku eða hefur að öðru leyti ótvíræð tengsl við íslenska menningu. Þjóðarbókhlaðan gegnir nú þegar þessu hlutverki hvað varðar prentað mál og ljósvakasafnið yrði því aðeins útvíkkun á nákvæmlega sömu hugsun þegar kemur að ljósvakaefni.  Það er í rauninni ótrúlegt að ekki skuli vera búið að þessu fyrir löngu. Það er líka alveg jafn ótrúlegt að íslenska ríkið skuli enn standa að því að dreifa textuðu erlendu afþreyingarefni - ótrúlegt en satt!

Sagt hefur verið í mín eyru að ríkisreksturinn einn tryggi gæði þess efnis sem framleitt er og hefur það verið rökstutt með tilvísunum í margt sérlega fróðlegt og skemmtilegt efni sem framleitt hefur verið fyrir BBC. Sagt hefur verið að þetta hefði aldrei verið hægt að framleiða í Bandaríkjunum þar sem frjálshyggjan hefur yfirhöndina. En málið er auðvitað að hér er hægt að fara milliveg. Í Bandaríkjunum mætti trúlega vera meira um opinberan styrk til gerða heimildamynda. Ástæða þess hve vel tekst til hjá BBC er auðvitað sú að hið opinbera borgar brúsann. Það gæti sem best verið áfram þó einkaaðilar sjái um rekstur stöðvanna. Afnotagjaldið þyrfti ekki að afleggjast þó RÚV verði rekið af einkaaðilum. Það er líka löngu tímabært að fara að skipta um heiti á því og fara að kalla það menningarskatt. Þessi skattur gæti síðan runnið til þeirra einkastöðva sem greiðendurnir kjósa sjálfir í réttu hlutfalli við framboð þeirra af íslensku efni. Þannig væri komið það aðhald sem nauðsynlegt er að neytendur fjölmiðla sýni þeim og einnig hvatning til þeirra til að framleiða og dreifa íslensku efni og láta það hafa forgang fram yfir erlent. Þetta er í rauninni ákveðinn menningarlegur verndartollur sem þung rök eru fyrir því að eigi rétt á sér. Hví ekki að hlúa að og vernda sjálfsmyndina og þau gildi sem þjóðin trúir á á sama hátt og innlend framleiðsla á öðrum neysluvörum er vernduð?


Eddan opinberar mikla grósku í ljósvakamiðlun

Edduverðlaunin og útsendingar RÚV frá þeim sem og endursýning ættu að sýna fram á hvílík gróska er í framleiðslu íslensks ljósvakaefnis. Þar leggur margt hæfileikafólk hönd á plóginn. Verðlaunin staðfesta að í íslenskri menningu býr mikill...

Til hamingju Sigurbjörn!

Sigurbjörn biskup er vel að þessum heiðri kominn því þótt ritstörf hans myndu ein og sér nægja til þessara verðlauna þá sýndi hann í kvöld í Þjóðleikhúsinu og þjóðin fékk að fylgjast með í beinni útsendingu að hann er einn af mestu og bestu ræðumönnum...

Vegið að öryggi íbúa Árnessýslu

Verulega er vegið að öryggi íbúa Árnessýslu og annarra sem leið eiga um sýsluna.. Þetta kemur m.a. fram í ályktun sem Lögreglufélag Suðurlands samþykkti á félagsfundi nýlega. Sunnlenska fréttablaðið greindi frá ályktuninni á forsíðu sinni í 45. tbl., 8....

Hulduhundurinn

Saga þessi gerist á síðari helmingi 20. aldar á sveitabæ á sunnanverðu Íslandi í héraði því sem stundum er nefnt Flói. Það var á dimmu vetrarkvöldi. Það snjóaði og kyngdi snjónum niður í stórum flyksum. Bóndinn á bænum hafði farið út í fjósið til að...

RÚV - og hin rausnarlegi styrkur Björgólfs

Hinn rausnarlegi styrkur sem Björgólfur Guðmundsson hefur lofað RÚV er lofsvert framtak og sýnir að meðal íslenskra athafnamanna fyrirfinnst menningarlegur metnaður og áræði. Viðbrögðin við styrknum eru blendin. Formaður Hollvinasamtakanna lýsti...

Ásbúðir

Ljóð eftir Brynjólf Guðmundsson: Ásbúðir Borgarís skammt frá Konungur íshallarinnar andar köldu á landið þoka breiðist yfir ströndina Kvöldganga fjörugrjótið syngur við fætur okkar Hafið leikur undir sinn þunga óð við sker og klappir Kollur á eggjum...

RÚV - Menningarleg Maginotlína

Stjórnvöld telja greinilega að RÚV eigi að vera brjóstvörn og merkisberi íslenskrar menningar og mynda mótvægi við erlend áhrif. Hugmyndafræðin á bakvið RÚV er því eins og sú á bakvið Maginotlínuna frönsku [1]. Maginotlínan var geysilega íburðarmikið...

Tæknin breytir stöðunni varðandi ljósvakamiðlun til dreifðra byggða

Ein af þeim meginröksemdum sem færðar hafa verið fyrir ríkisútvarpi er að enginn einn aðili hafi bolmagn til að halda uppi útvarps- eða sjónvarpsrás sem náist um allt land, í afskekktustu sveitum og á fjarlægustu miðum. Þetta ásamt öryggisrökum, þ.e. að...

Í sumarbústaðnum

Ekki er laust við að á mig sæki uggur, Bærðust jú ekki þessar heytuggur? Hví finnst mér ég hvorki heill né hálfur, getur verið að á mig stari pínulítill álfur? Ég gjóa augum órólega upp á fjöllin, eru þau kannski að horfa á mig...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband