Sunnudagur, 18.11.2007
Stofnun ljósvakasafns er löngu tímabær
Stundum heyrist það viðhorf til stuðnings þess að RÚV verði áfram í ríkiseign að ekki megi láta menningararf þjóðarinnar til einkaaðila. En það þarf ekki að gerast. Hægt er að skilja á milli varðveisluhluta menningararfsins og hins daglega reksturs sjóvarpsstöðvarinnar og útvarpsrásanna og þess hluta starfseminnar sem í raun er safnstarfsemi. Hægt er því að stofna ljósvakasafn sem hefur það hlutverk að safna ljósvakaefni sem flutt er á íslensku eða hefur að öðru leyti ótvíræð tengsl við íslenska menningu. Þjóðarbókhlaðan gegnir nú þegar þessu hlutverki hvað varðar prentað mál og ljósvakasafnið yrði því aðeins útvíkkun á nákvæmlega sömu hugsun þegar kemur að ljósvakaefni. Það er í rauninni ótrúlegt að ekki skuli vera búið að þessu fyrir löngu. Það er líka alveg jafn ótrúlegt að íslenska ríkið skuli enn standa að því að dreifa textuðu erlendu afþreyingarefni - ótrúlegt en satt!
Sagt hefur verið í mín eyru að ríkisreksturinn einn tryggi gæði þess efnis sem framleitt er og hefur það verið rökstutt með tilvísunum í margt sérlega fróðlegt og skemmtilegt efni sem framleitt hefur verið fyrir BBC. Sagt hefur verið að þetta hefði aldrei verið hægt að framleiða í Bandaríkjunum þar sem frjálshyggjan hefur yfirhöndina. En málið er auðvitað að hér er hægt að fara milliveg. Í Bandaríkjunum mætti trúlega vera meira um opinberan styrk til gerða heimildamynda. Ástæða þess hve vel tekst til hjá BBC er auðvitað sú að hið opinbera borgar brúsann. Það gæti sem best verið áfram þó einkaaðilar sjái um rekstur stöðvanna. Afnotagjaldið þyrfti ekki að afleggjast þó RÚV verði rekið af einkaaðilum. Það er líka löngu tímabært að fara að skipta um heiti á því og fara að kalla það menningarskatt. Þessi skattur gæti síðan runnið til þeirra einkastöðva sem greiðendurnir kjósa sjálfir í réttu hlutfalli við framboð þeirra af íslensku efni. Þannig væri komið það aðhald sem nauðsynlegt er að neytendur fjölmiðla sýni þeim og einnig hvatning til þeirra til að framleiða og dreifa íslensku efni og láta það hafa forgang fram yfir erlent. Þetta er í rauninni ákveðinn menningarlegur verndartollur sem þung rök eru fyrir því að eigi rétt á sér. Hví ekki að hlúa að og vernda sjálfsmyndina og þau gildi sem þjóðin trúir á á sama hátt og innlend framleiðsla á öðrum neysluvörum er vernduð?
Menning og listir | Breytt 7.12.2007 kl. 22:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Laugardagur, 17.11.2007
Eddan opinberar mikla grósku í ljósvakamiðlun
Sjónvarp | Breytt s.d. kl. 22:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Föstudagur, 16.11.2007
Til hamingju Sigurbjörn!
Fimmtudagur, 15.11.2007
Vegið að öryggi íbúa Árnessýslu
Miðvikudagur, 14.11.2007
Hulduhundurinn
Menning og listir | Breytt 21.12.2007 kl. 13:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Þriðjudagur, 13.11.2007
RÚV - og hin rausnarlegi styrkur Björgólfs
Sjónvarp | Breytt 7.12.2007 kl. 22:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 10.11.2007
Ásbúðir
Ljóð eftir Brynjólf Guðmundsson | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 10.11.2007
RÚV - Menningarleg Maginotlína
Sjónvarp | Breytt 7.12.2007 kl. 22:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 9.11.2007
Tæknin breytir stöðunni varðandi ljósvakamiðlun til dreifðra byggða
Sjónvarp | Breytt 7.12.2007 kl. 22:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 8.11.2007
Í sumarbústaðnum
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)