Hversu mikinn þunga ber Ölfusárbrúin við Selfoss?

Nýlega sat ég í samkvæmi þar sem voru reyndir vörubílstjórar og talið barst að Ölfursárbrúnni. Í því spjalli sem þar fór fram komu fram vangaveltur um burðargetu Ölfusárbrúarinnar við Selfoss vegna aðstæðna sem þar skapast iðulega. Eins og flestum er kunnugt er hringtorg rétt við enda brúarinnar og þar mætast þrjár þjóðleiðir, ein niður á strönd til Eyrarbakka og Stokkseyrar önnur er leiðin til Hvergerðis og hin þriðja þjóðleiðin austur á bóginn. Þegar umferð er mikil myndast fljótt umferðartappi við hringtorgið og bílalestirnar teygja sig í allar áttir, niður Eyraveginn á Selfossi, upp að Fossnesi eða jafnvel enn lengra og svo líka austur. Við þessar aðstæður gerist það vitaskuld að fjöldi bíla getur teppst á brúnni, bíla sem komast hvorki áfram né afturábak og bíða þess að það losni um umferðina.

Þar sem Ölfusárbrúin við Selfoss er nokkuð stór þá gætu trúlega vel komist fyrir á henni allt að 3-4 dráttarbílar með tengivögnum ef tafir eru á umferðinni í báðar áttir, þ.e. bæði uppúr og niðurúr. Einn svona dráttarbíll gæti hæglega vegið um 50 tonn með farminum og þá vaknar spurningin: Getur Ölfusárbrúin borið 200 tonn fyrir utan eigin þyngd? eða 250 tonn? Fyrir stuttu hrundi brú í Bandaríkjunum og í kjölfar þess létu Bretar fara fram úttekt á brúm í Bretlandi. Hefur verið ráðist í slíkar aðgerðir hérlendis nýlega og hvað er vitað um burðargetu íslenskra brúa utan burðarþolsútreikniknga sem fram fóru þegar mannvirkin voru byggð?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eiríkur Harðarson

Fínn pistill alveg þykir mér með hreinum ólíkindum að alltaf þurfi að vera að hrækja upp húsum, umferðarmannvirkjum og öðru tilheyrandi. Síðan virðist einhver doði hellast yfir þá aðila er eiga að sjá um viðhald viðkomandi mannvirkja. Það er ekkert bundið við efni pistils þíns, þér ætti að vera í glöggu minni skrif mín fyrr á árinu er snertu viðhald bæjarblokkanna.

Fínt að finna fyrir að fleiri en ég skuli vera  gáttaðir á þessum endemis óþarfa.

Eiríkur Harðarson, 14.10.2007 kl. 21:27

2 identicon

Heill og sæll; Ragnar, og velkominn í spjallvinahóp minn !

Mjög þörf grein, og skorinyrt, eins og þín var von og vísa. Þetta er ekkert einkamál Selfysskra, né Vegagerðarinnar.

Gott innlegg; Eiríks Harðarsonar, eins og vænta mátti.

Með beztu kveðjum, austur yfir fljót / Óskar Helgi Helgason   

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 18.10.2007 kl. 21:23

3 Smámynd: Ragnar Geir Brynjólfsson

Takk fyrir innlitin athugasemdirnar og kveðjurnar.

Ragnar Geir Brynjólfsson, 20.10.2007 kl. 15:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband