Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Mánudagur, 10.10.2016
Innflytjendur kjöts upplýsi um magn vaxtahvetjandi lyfja, hormóna og sýklalyfja
Á nýliðnu flokksþingi Framsóknar var ályktað um gæði innlendrar matvælaframleiðslu og upplýsingaskyldu þeirra sem flytja inn kjöt: „Gera verður kröfu um að gæði verði ávallt höfð að leiðarljósi við framleiðslu matvæla. Heilbrigði íslensks búfjár er...
Sunnudagur, 9.10.2016
Ályktanir 34. flokksþings Framsóknarmanna
Nú eru ályktanir 34. flokksþings Framsóknar komnar á netið. Í þessum ályktunum er stefna flokksins mörkuð. Mikil og góð málefnavinna átti sér stað á þinginu. Undirritaður var í nefnd þar sem fjallað var um innanríkismál og sveitarstjórnarmál. Þrátt fyrir...
Þriðjudagur, 15.12.2015
Frelsi til að velja lítið - mun nýtnihyggja leysa húsnæðisvandann?
Á síðustu öld og fram á þessa jókst fermetrafjöldi íbúðarhúsnæðis á hvern íbúa þrátt fyrir að á sama tíma hafi fjölskyldustærð minnkað. Í þessu felst þversögn sem erfitt er að skýra öðruvísi en að nýtnihyggja hafi vikið fyrir neysluhyggju. Húsgögn, hús...
Miðvikudagur, 8.10.2014
Færa má langbylgjuna yfir á miðbylgju (AM)
Hægt væri að færa langbylgjusendingarnar yfir á miðbylgju (AM). Flest útvarpsviðtæki eru með þeim möguleika enn þann dag í dag. Miðbylgjusendingarnar eru að vísu ekki jafn langdrægar og langbylgjan en til að mæta því mætti e.t.v. auka afl sendanna. Að...
Föstudagur, 30.5.2014
Ákvarðanir stjórnvalda þurfa að standa
Kjörnir fulltrúar eiga að láta hagsmuni, lög og reglur samfélagsins hafa forgang. Stöðug stjórnsýsla stuðlar að friði í samfélaginu og er forsenda áætlanagerðar. Stjórnvald sem tekur til baka ákvarðanir sínar, til dæmis lóðaúthlutun eða stöðvar...
Föstudagur, 30.5.2014
Byggjum grænt
Ennþá tíðkast að opinberir aðilar byggi ósjálfbær glæsihús á kostnað almennings. Það gefur slæmt fordæmi og ýtir undir neysluhyggju. Ef dæmið er skoðað í víðu samhengi þá er ekki víst að nýbyggingar séu eins hagkvæmar og talið er, sér í lagi ef hönnun...
Miðvikudagur, 28.5.2014
Heimanám er tækifæri til samveru
Sumir segja að foreldrar eigi ekki að þurfa að aðstoða við heimanám barna. Þau komi heim úrvinda af þreytu og foreldrarnir sömuleiðis. Því er athugandi að skipuleggja heimanám þannig að það íþyngi ekki heldur gefi tækifæri til dálítillar samveru....
Þriðjudagur, 27.5.2014
Helgidómarnir eru fallegir
Helgidómar trúfélaga eru yfirleitt fegurstu byggingar hvers svæðis. Þeir laða fólk að sér ekki bara til trúarlegra athafna heldur einnig ferðamenn sem njóta fagurs handverks, lista og menningar sem þar er gjarnan að finna. Hvert sem farið er í...
Mánudagur, 26.5.2014
Líflegir miðbæir
Í skipulagsmálum Árborgar horfum við í Framsókn á sérstöðu byggðakjarnanna. Þeir hafa byggst upp í kringum verslun, þjónustu, fiskveiðar eða iðnað þó margt hafi breyst í því sambandi. Við viljum varðveita hefðina og byggja með tilliti til þess stíls og...
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 24.5.2014
Eggert Ólafsson var grænn
Fyrir mig einn ég ekki byggi, afspring heldur og sveitunginn, eftir mig vil ég verkin liggi, við dæmin örvast seinni menn; ég brúa, girði, götu ryð, grönnunum til þess veiti lið. Svo hljóðar erindi í Búnaðarbálki Eggerts Ólafssonar sem ortur er um 190...