Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Merkel sýnir stjórnvisku sem fyrr

Í þessu máli sýnir Angela Merkel stjórnvisku. Aftur virðist hún ætla að ná að yfirtaka annað mál hinnar "órólegu deildar" þýskra stjórnmála, þ.e. njósnamálið líkt og hún tók málefni kjarnorkuveranna upp áður. Kanslari Þýskalands þekkir án efa njósnasöguna vel og það er ekki líklegt að þýska leyniþjónustan sé ekki fyrir löngu búin bæði að gera ráðstafanir vegna farsíma kanslarans sem og upplýsa hana um örugga notkun símans. 

Sjá einnig þetta blogg um málið:  Heiðursmenn lesa ekki hver annars póst.


mbl.is Vinir njósna ekki um vini
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hluthafar, hér er vinsamleg ábending

Hluthafar í Vinnslustöðinni og öðrum sjávarútvegsfyrirtækjum sem fá greiddan út arð næstu vikur og mánuði. Það er rökrétt að samfélagsleg ábyrgð einstaklinga og
fyrirtækja aukist í réttu hlutfalli við þá ráðstafanlegu auðlegð sem
þeir hafa undir höndum. Mig langar því að benda ykkur vinsamlega á að nú er lag að láta eitthvað smáræði af hendi rakna til heilbrigðiskerfisins. Til dæmis til kaupa á lækningatækjum. Þetta mætti gera með formlegum hætti, svo sem með stofnun styrktarsjóðs þannig að hægt væri að benda á að þetta hefði verið gert. Þetta væri líklegt til að stuðla að friði og aukinni sátt í samfélaginu.
mbl.is Greiðir 1,1 milljarð í arð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Manneskjulegri og betri !?

Ætli þeir sem syrgja látna ástvini í ríkjum Norður-Afríku og Austurlöndum nær séu sammála þessari staðhæfingu? Er ekki sennilegt að hægari þróun í lýðræðisátt hefði verið heppilegri í þessum ríkjum? Þau hafa fuðrað upp hvert af öðru. Bensín springur ekki þó það hitni, það gerist bara ef neisti kemur sprengingu af stað. Það er hægt að trappa niður pólitískan þrýsting með því að stíga varlegar til jarðar eins og t.d. Gorbachev gerði í Sovétríkjunum gömlu. Það er mikill ábyrgðarþungi falinn í því að hafa átt þátt í að tendra neistann.  


mbl.is „Hann gerði heiminn aðeins betri“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Assange og félagar verða að halda sig í sviðsljósinu

Assange kveður upp sinn dóm yfir dómi bandarískra dómstóla og tryggir sér enn og aftur athygli fjölmiðla. Þannig heldur hann áfram að viðhalda og skerpa á ímynd sinni sem baráttumanni lýðréttinda.  Þessi ímynd er nauðsynleg Assange og flokki hans því annars myndu möguleikar samtakanna á að nytsamir sakleysingjar á borð við Manning gaukuðu að þeim upplýsingum minnka til muna. 

Ímyndin er svo aftur nauðsynleg forsenda fyrir tilveru samtakanna Wikileaks. En um þau samtök er mörgum spurningum ósvarað. T.d. hvaðan þau fá peningana? Hver gætir upplýsinganna fyrir þau og er tryggilega staðið að því að þær og aðeins þær réttu birtist eða berist til þeirra sem þær eiga að sjá? Hverjir hafa aðgang að þeim upplýsingum sem ekki hafa verið birtar? Er óbirtum upplýsingum eytt og ef ekki hvernig er staðið að vistun þeirra og innra eftirliti með þeim? Má dirfast að spyrja þeirrar spurningar opinberlega hvort að hugsast geti að á bakvið stórgróða samtakanna liggi sala á upplýsingum, þ.e. handvöldum óbirtum upplýsingum til sérvaldra aðila?  

 


mbl.is Assange segir Manning fullkominn uppljóstrara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvaðan fær Wikileaks peningana?

Af hverju reyna fréttamenn ekki að grennslast fyrir um hvernig Wikileaks er fjármagnað?  Þessi upphæð svarar til þess að 8 milljónir manna hafi gefið stofnuninni 1000 krónur. Er hún í alvöru svona vinsæl? Er ekki líklegra til árangurs að spyrja hverjir hafi hagsmuni að því að ná upplýsingum út úr bandaríska stjórnkerfinu? 

Er það lýðræði til framdráttar í heiminum að ráðast á leynilega upplýsingasöfnun Bandaríkjamanna? Lýðræðið hefur hingað til verið dýru verði keypt og þannig mun það verða áfram. Það verð verður ekki greitt með uppljóstrunum og svikum heldur með trúnaði og hollustu ásamt gagnrýni á þeim stöðum og með þeim löglegu leiðum sem fólki í þjónustu almennings stendur til boða.  Svikulir embættismenn eiga hvergi að fá hæli nema hugsanlega í refsivist sem þeim stendur til boða í eigin heimalandi. 

Yfirvöldum hins vestræna heims er sannarlega vandi á höndum. Þau þurfa að verja borgara sína fyrir árásum glæpamanna og aðra almannahagsmuni með upplýsingasöfnun en hljóta ámæli og ávirðingar fyrir vikið. 

Því miður er það svo að svikararnir eru hylltir sem hetjur. Þeirra bíða fjárfúlgur og frægð, jafnvel íðilfögur njósnakvendi sem vilja giftast þeim.  

Sjá einnig þessa bloggfærslu: Það er óhyggilegt að veita Snowden hæli.   

 


mbl.is Ekkert útilokað með Snowden og Ísland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er óhyggilegt að veita Snowden hæli

Það er óhyggilegt að veita Snowden hæli því ljóst er af viðbrögðum Rússa og Evrópuríkja að þeim langar ekki í kaldastríðsleik við Bandaríkjamenn.  Líklegt er að leyniþjónustur þeirra sitji við nákvæmlega sömu iðju og þjóðaröryggisstofnun Bandaríkjanna. 

Hinar svonefndu uppljóstranir Snowden eru ekkifréttir og þessi stormur sem hefur orðið út af þeim á Evrópuþinginu er pólistískt látbragðsleikrit.  Vandlæting íslensku þingmanna er lítið annað en endurómur úr Evrópu en þingmenn Evrópuþingsins ætla greinilega að slá pólitískar keilur á málinu og það margar. Okkar menn ættu frekar að verja tíma sínum til að leysa aðkallandi vandamál þessarar þjóðar frekar en ætla að hreinsa rusl úr annarra þjóða görðum á opinberum launum. 

Það vita það allir sem vilja vita að grunnnet Internetsins hefur ekki ósvipaðan öryggisstuðul og sveitasíminn gamli. Það eru það margir aðilar sem hafa aðstöðu til að hlera umferð um helstu hnútpunkta netsins í hverju landi.  Þeir sem vilja ekki láta hlera samskipti sín dulrita sín samskipti, flóknara er það ekki.  Uppsetning hlerunartækja hjá ákveðnum aðilum hefur verið staðalviðbrögð í upplýsingasöfnun stjórnvalda margra ríkja á að giska síðastliðin 75 ár eða svo.  Sjá þessa færslu.

Eða af hverju halda menn að Pútín hafi skyndilega snúist í málinu eins og vindhani sem veit ekki hvaðan á sig stendur veðrið? Af hverju skelltu Frakkar og fleiri lofthelgi sinni jafn skyndilega í lás og uppseld pylsusjoppa? Þeim hefur einfaldlega verið sagt að ef þeir hjálpuðu ekki til þá yrði lokað á þeirra fólk líka og kalt stríð er eitthvað sem enginn hefur áhuga á núna. 


mbl.is Snowden verði íslenskur ríkisborgari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Heiðursmenn lesa ekki hver annars póst"

Haft er eftir Viviane Reding, dómsmálastjóra Evrópusambandsins, í fréttinni að samstarfsaðilar njósni ekki um hvora aðra. Sama sjónarmið kom fram hjá Henry L. Stimson árið 1929 þegar hann lagði niður þá stofnun sem fékkst við að ráða leynileg skilaboð og er fyrirsögn pistilsins 84 ára tilvitnun í hann. Sú ráðstöfun gerði að verkum að Bandaríkjamenn voru ver undir það búnir að fást við verkefni síðari heimsstyrjaldarinnar. Eins og kunngt er þá voru það starfsmenn pólsku og bresku leyniþjónustunnar sem réðu "enigma" dulmál Þjóðverja. Talið er að það hafi stytt síðari heimstyrjöld um amk. 2 ár. Bandaríkjamenn náðu þó að ráða "purple" dulrit Japana og varð það m.a. til þess að sigurinn vannst við Midway. 

Síðan þessi setning var sögð hefur mér vitanlega ekki verið horfið aftur til þessa sjónarmiðs Stimsons í samskiptum ríkja. Það er einfaldlega gert ráð fyrir því að allir aðilar safni upplýsingum um það sem þeir telja að komi sér við og gangi eins langt og hægt er án þess að valda of miklu fjaðrafoki.  Það er ótrúlegt að ráðamenn Evrópusambandsins séu ókunnugir þessu sjónarmiði. Líklegra er að um stöðluð hneykslunar- og vandlætingarviðbrögð sé að ræða af þeirra hálfu sem ætluð eru til heimabrúks og til að róa kjósendur. Það má allt eins gera ráð fyrir því að svipuð starfsemi sé í gangi hjá leyniþjónustum þeirra. 


mbl.is Njósnir um bandamenn ekki „óvenjulegar“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ríkisstjórnin færir vogunarsjóðum Ísland korteri fyrir kosningar

Þetta kemur fram á heimasíðu Sigurðar Inga Jóhannssonar:

Samkvæmt fréttum eru vogunarsjóðirnir að koma gróða sínum í skjól í boði Framtakssjóðs lífeyrissjóðanna og Landsbankans. Lífeyrisjóða landsmanna og heimila þeirra.  Heimilin verða skilin eftir með stökkbreytt lán og atvinnulíf í lamasessi.  Hver hefði trúað því að ríkisstjórn á sínum síðustu dögum, sama stjórn og samdi gjaldþrot yfir þjóðina í Icesave málinu, sé að vinna að því að færa  skuldsettan gjaldeyrisvarasjóð þjóðarinnar til hrægammasjóðanna.

Sjá nánar hér: http://sigurduringi.is/barattan-um-island/

og á þessum tengli má sjá frétt um málið. 


Skotvopn á ekki að geyma á heimilum

Þetta er eitt dæmið enn sem styður það sjónarmið. Sjá þennan pistil hér: http://ragnargeir.blog.is/blog/ragnargeir/entry/1274969/
mbl.is Hótaði nágranna með skotvopni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hagsmuni hverra er Ögmundur að vernda?

Í Kastljósinu í gær var Ögmundur andvígur því að hér yrði komið upp leyniþjónustu eins og gert hefur verið á hinum Norðurlöndunum en staðhæfir þó að fyllsta öryggis sé gætt og eftirlitið sé sambærilegt og þar. Er þetta þá bara spurning um orðanotkun og nafngift? Það er ótrúlegt að svo sé. 

Ég hef sagt það áður að ef heiðarlegur maður ætti að velja milli þess að vera rannsakaður af yfirvöldum á þeirra kostnað eða þess að vera sprengdur í loft upp af öfgamönnum eða drepinn af glæpagengi þá yrði ákvörðun hans fyrirsjáanleg.  Ég endurtek: Hagsmuni hverra er verið að vernda með því að draga lappirnar í öryggismálum?


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband