Ljúka þarf gerð löggæsluáætlunar og vinna í samræmi við hana

Grunnskylda ríkisins er að tryggja öryggi borgaranna og forsenda þeirrar skyldu er öflug löggæsla. Því þarf að tryggja löggæslunni nægilega góð starfsskilyrði. Drög að nýrri löggæsluáætlun fyrir Ísland liggur fyrir þar sem tekið er á öryggisstigi, þjónustustigi, mannaflaþörf og fjárveitingum. Ljúka þarf gerð þessarar áætlunar og vinna í samræmi við hana.  Þetta og fleira kemur fram á bls. 23 neðarlega í ályktunum 34. flokksþings Framsóknar


mbl.is Hafa áhyggjur af auknu framboði fíkniefna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er fasista hugsanaháttur ... þú ert ekki pabbi minn, né heldur móðir.  Og því síður ertu Guð almåttugur.  Að ÞÚ sért færari um að tryggja öryggi mitt, en ég själfur er bara frásinna.

Kaninn segir þetta best, með orðunum ...

"The irony of ban for guns, being made by people WITH guns"

Fíkniefni, eru gróðarmál ... þeirra sem eiga peninga. Ef þér er svona annt um, að "tryggja" almenna borgara, ættir þú að fara út og andtaka allt ríka fólkið ... því að líkurnar á, að það hafi orðið ríkt á "heiðarlegan" hátt ... er NúLL.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 14.10.2016 kl. 09:30

2 Smámynd: Ragnar Geir Brynjólfsson

Takk fyrir innlitið Bjarni. Rétt er það, hvorki er ég pabbi þinn né mamma, og auðvitað alls ekki Guð. 

Málefni fíknar snerta líklega marga málaflokka, svo sem heilbrigðismál, öryggismál og dómsmál og hugsanlega fleiri. Ég, Framsóknarflokkurinn , Lögreglufélag Vestfjarða og líklega stór hluti þjóðarinnar erum sammála um að tryggja þurfi lögreglunni nægilega góð starfsskilyrði því það sé forsenda öryggis borgaranna. Ef þú telur það fasisma þá segir það meira um þínar skoðanir heldur en þær sem hér er lýst. 

Viðhorf þitt til eignafólks get ég ekki tekið undir enda alveg ósammála því. Margt efnað fólk lætur sér annt um þjóðfélagsmál og styrkir góð málefni. Það að úthrópa efnað fólk sem glæpamenn, sem er þjóðfélagshópur á borð við hvern annan, afhjúpar öfgakennda sýn á samfélagið. 

Ragnar Geir Brynjólfsson, 14.10.2016 kl. 11:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband