Fíkniefnamálin: Hin portúgalska leið hentar ekki óbreytt hérlendis

Píratar vilja taka upp portúgölsku leiðina í fíkniefnamálum*. Sú leið var tekin upp eftir að um 1% þarlendra hafði ánetjast heróíni. Samkvæmt þessari leið eru leyfðir neysluskammtar gramm af heróíni, alsælu, amfetamíni, tvö grömm af kókaíni eða 25 grömm af kannabis! Fráleitt er að ætla að leyfa svo mikið magn hérlendis enda aðstæður aðrar en í Portúgal. Aftur á móti er sá hluti stefnunnar er snýr að afglæpavæðingu og skaðaminnkun þess verður að skoða. T.d. sá þáttur hennar að skylda þá sem teknir eru með skammta að mæta fyrir nefnd félagsráðgjafa, geðlæknis og saksóknara og hlíta úrræðum þeirra. Hugsanlegt er að þessi úrræði geti skilað betri niðurstöðum í málum ungmenna fremur en dómar og afleiðingar þeirra. 

* Liður 2 undir "Declarations" í Fíkni- og vímuefnastefnu Pírata sem tengt er á hér að ofan. 


mbl.is VG og Píratar hnífjöfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband