Helgidómarnir eru fallegir

Helgidómar trúfélaga eru yfirleitt fegurstu byggingar hvers svæðis. Þeir laða fólk að sér ekki bara til trúarlegra athafna heldur einnig ferðamenn sem njóta fagurs handverks, lista og menningar sem þar er gjarnan að finna. Hvert sem farið er í menningarborgum heimsins eru helgidómar trúarinnar yfirleitt miðlægir og sýnilegir en ekki faldir bakatil. Fólkið sem á svæðinu býr er oftast nær stolt af þeim og hefur tilfinningar til þeirra vegna þess hlutverks sem trúin gegnir. Veraldarhyggja vorra daga vill að helgidómarnir hverfi frá miðlægum svæðum en lætur vera að segja okkur hvað eigi að koma í staðinn.

Líflegir miðbæir

Í skipulagsmálum Árborgar horfum við í Framsókn á sérstöðu byggðakjarnanna. Þeir hafa byggst upp í kringum verslun, þjónustu, fiskveiðar eða iðnað þó margt hafi breyst í því sambandi. Við viljum varðveita hefðina og byggja með tilliti til þess stíls og þeirrar hönnunar sem þegar er fyrir og hefur fengið að þróast. Framtíðarsýn okkar felur í sér líflega miðbæi þar sem blómlegur markaður, græn svæði, menningarstarfsemi, afþreying og þjónusta þrífst innan göngufæris frá miðpunkti. Þannig verða bæirnir okkar aðlaðandi og skemmtilegir bæði fyrir okkur sem hér búum sem og gestina sem hingað koma.


Eggert Ólafsson var grænn

 

Fyrir mig einn ég ekki byggi,
afspring heldur og sveitunginn,
eftir mig vil ég verkin liggi,
við dæmin örvast seinni menn;
ég brúa, girði, götu ryð,
grönnunum til þess veiti lið.

Svo hljóðar erindi í Búnaðarbálki Eggerts Ólafssonar sem ortur er um 190 árum áður en hugtakið sjálfbær þróun var skilgreint árið 1987 í skýrslu Sameinuðu þjóðanna. Vísbendingum fjölgar um að lífshættir séu ósjálfbærir og við eigum að búa í haginn fyrir næstu kynslóðir, skila ekki bara jörðinni í viðunandi ástandi heldur einnig efnahag og menningu. Framsókn vill skynsamlega og sjálfbæra nýtingu á gæðum jarðar sem skaðar ekki hagsmuni komandi kynslóða.


Mun græna hugsunin rétta hallann af?

Hallarekstur A-hluta sveitarsjóðs Árborgar allt frá árinu 2007 er áhyggjuefni og það hlýtur að verða verkefni þeirra sem við völdum taka að vinna bug á honum. Þessi langvarandi hallarekstur og að það stefnir í aukin útgjöld vegna kostnaðar og brýnna félagslegra lausna bendir til að tíma muni taka að snúa dæminu við. Ein leið til sparnaðar er hugsanlega sú að horfa til sjálfbærs lífsstíls og bygginga. Það sem mestu máli skiptir er sá tími sem fólk á saman í húsunum og að þau uppfylli tilskyldar kröfur en ekki endilega það úr hvaða byggingarefni veggirnir eru svo tekið sé dæmi.

Sprotafyrirtæki í Árborg

Í atvinnumálum þarf að horfa til hlutverks Árborgarsvæðisins sem þjónustumiðstöðvar. Í þessu tilliti er vert að huga að hagsmunum örfyrirtækja því hlutfall lítilla verslunar- og þjónustufyrirtækja er að líkindum hátt í Árborg. Hlutdeild lítilla og meðalstórra fyrirtækja í verðmætasköpuninni er hærra á Íslandi en í ESB. Hlutdeildin var 66% á Íslandi árið 2012 en 58% í ESB. Við í Framsókn teljum mikilvægt að gleyma ekki þessum þætti atvinnulífsins og viljum hlúa að vaxtarbroddum innan geirans með því að liðsinna sprotafyrirtækjum sem hyggjast hefja starfsemi á svæðinu.

Grammið á götunni og forvarnirnar

Fyrir nokkru sat ég fund um löggæslumál í sveitarfélaginu Árborg. Þar kom fram sú skoðun að mikilvægt væri að gefast ekki upp í stríðinu um grammið á götunni. Ef neysluskammtar fíkniefna væru lögleiddir gætu sölumenn fíkniefna gengið um með leyfðan neysluskammt og komist hjá handtöku. Fullyrðingar um að baráttan gegn fíkniefnunum sé töpuð er klisja og þau rök að lögin séu brotin oft og því gagnslaus halda ekki. Umferðarlögin eru brotin oftar og fáum dettur í hug að rýmka þau í þágu ökudólganna. Við í Framsókn viljum leggja okkar lóð á vogarskálarnar, efla forvarnir og hækka frístundastyrki til ungmenna.

Þar sem hamingju og mennsku er að finna

Við sem skipum lista Framsóknarflokksins í Árborg stöndum fyrir hefðbundin gildi flokksins. Frjálslynda félagshyggju, umbætur og samvinnu, manngildi ofar auðgildi. Framsókn hefur hagsmuni heildarinnar í fyrirrúmi. Stefna flokksins í orði og verki byggist á jákvæðni sem leitast við að sætta ólík sjónarmið og vinna gegn öfgum. Við viljum að duglegt fólk hafi svigrúm til athafna um leið og við tryggjum að þeir sem þarfnast aðstoðar njóti liðsinnis samfélagsins. Í okkar augum er samfélag samvinna, þar sem fólk hjálpast að um leið og það fær að njóta sín sem einstaklingar. 

Við lítum svo á að helstu verðmæti lífsins sé að finna í tímanum sem fólk ver saman, á heimilum, í vinnunni, í frístundastarfi, í menningarþátttöku sem og sjálfboða- og mannúðarstarfi. Þar er hamingju og mennsku að finna en ekki í neysluhyggju. 

Umhverfismál eru hagsmunamál heildarinnar. Á næstu árum þarf að ráðast í umbætur á samfélögum vestrænna þjóða til að gera þau sjálfbær og skila þeim í betra ástandi til komandi kynslóða. Í nýlegri skýrslu Sameinuðu þjóðanna um umverfismál kemur fram að mikil neysla efnameiri jarðarbúa er að valda óafturkræfum umhverfisspjöllum. Því leggjum við áherslu á aðhald og að tryggja sjálfbærni við rekstur sveitarfélagsins. Sjálfbærni í þessu tilliti felst í því að lækka skuldir og vaxtakostnað svo hægt sé að veita öfluga þjónustu og styrkja innviði. Við hvetjum kjósendur sem deila þessari lífssýn og sjónarmiðum með okkur að veita okkur liðsstyrk með því að kjósa Framsóknarflokkinn. 

Ragnar Geir Brynjólfsson, 3. maður á lista Framsóknarflokksins í Svf. Árborg

Hljóðlæsið kemur best út

Rrannsóknir sýna að svokölluð hljóðaaðferð kemur best út í upphafi lestrarkennslu en í helmingi grunnskóla landsins er stuðst við byrjendalæsi. Hljóðlæsi er líklega gamla aðferðin úr "Gagn og gaman". Ég man hvað ég var hissa þegar ég frétti af því líklega 1988-9 að það ætti að hætta að nota þær gömlu og góðu bækur. Í annarri frétt nýlega kom fram að Ísaksskóli styðst við hljóðlæsisaðferð en nemendur þar hafa náð góðum árangri í stærðfræði og íslensku. Þar er heimalærdómur einnig hluti af skólagöngunni. 

 


mbl.is Segir rétt að nota aðeins raunprófaðar lestraraðferðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Merkel sýnir stjórnvisku sem fyrr

Í þessu máli sýnir Angela Merkel stjórnvisku. Aftur virðist hún ætla að ná að yfirtaka annað mál hinnar "órólegu deildar" þýskra stjórnmála, þ.e. njósnamálið líkt og hún tók málefni kjarnorkuveranna upp áður. Kanslari Þýskalands þekkir án efa njósnasöguna vel og það er ekki líklegt að þýska leyniþjónustan sé ekki fyrir löngu búin bæði að gera ráðstafanir vegna farsíma kanslarans sem og upplýsa hana um örugga notkun símans. 

Sjá einnig þetta blogg um málið:  Heiðursmenn lesa ekki hver annars póst.


mbl.is Vinir njósna ekki um vini
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hluthafar, hér er vinsamleg ábending

Hluthafar í Vinnslustöðinni og öðrum sjávarútvegsfyrirtækjum sem fá greiddan út arð næstu vikur og mánuði. Það er rökrétt að samfélagsleg ábyrgð einstaklinga og
fyrirtækja aukist í réttu hlutfalli við þá ráðstafanlegu auðlegð sem
þeir hafa undir höndum. Mig langar því að benda ykkur vinsamlega á að nú er lag að láta eitthvað smáræði af hendi rakna til heilbrigðiskerfisins. Til dæmis til kaupa á lækningatækjum. Þetta mætti gera með formlegum hætti, svo sem með stofnun styrktarsjóðs þannig að hægt væri að benda á að þetta hefði verið gert. Þetta væri líklegt til að stuðla að friði og aukinni sátt í samfélaginu.
mbl.is Greiðir 1,1 milljarð í arð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband