Um skipulag við Austurveg á Selfossi

Í störfum mínum í skipulags- og byggingarnefnd Árborgar hef ég m.a. lagt herslu á að framfylgja ákvæði í aðalskipulagi svæðisins þar sem segir að markmið sé að draga byggðasérkenni skýrt fram og byggja framtíðarsýn á þeim.  Þrátt fyrir að þetta standi í kafla um skipulagsskilmála íbúðarsvæða hef ég litið svo á að sú hugsun sem þarna birtist eigi einnig við um miðsvæði og fjölfarnar götur. 

Ástæða fyrir því að ég nefni þetta eru efasemdir sem vöknuðu við að horfa á breytingaferli sem deiliskipulag Austurvegar 39-41 á Selfossi (á móti Lyfju) gekk í gegnum.  Þessar tvær lóðir tilheyra í aðalskipulagi svæði fyrir verslunar- og þjónustustarfsemi auk íbúðabyggðar. Deiliskipulag var til fyrir lóðirnar sem gerði ráð fyrir tveggja til þriggja hæða byggingum fyrir verslun og þjónustu auk íbúða. Í okt. 2015 kom tillaga um að breyta deiliskipulaginu og leyfa þriggja til fjögurra hæða fjölbýlishús.

Þegar breytingartillagan barst andmælti ég, greiddi atkvæði gegn henni og lét bóka að ekki væri að rétt að breyta skipulagi á miðsvæði nema ríkir og almennir hagsmunir kölluðu á þær breytingar, að æskilegt væri að þjónusta og verslun væru sem mest miðsvæðis og óheppilegt væri að taka þessa þætti úr skipulagi tveggja lóða við Austurveg því í framtíðinni myndi það rýra aðdráttarafl götunnar og staðarins í heild sem miðstöðvar fyrir verslun, þjónustu og menningarstarfsemi. Einnig að óæskilegt væri að fjölbýlishús væru staðsett mjög nálægt miklum umferðargötum vegna hávaða og rykmengunar. Tillagan var þó samþykkt því fulltrúar D- og S-lista studdu hana. 

Það var ekki léttbært að greiða atkvæði gegn áformum sem fyrirsjáanlegt var að hefðu virðisaukandi áhrif inn í samfélagið. Þarna koma íbúðir sem knýjandi þörf er fyrir. Það er samt mikilvægt að horfa til langs tíma og taka sem flest sjónarmið til skoðunar, einnig útlitslegu atriðin.  Gera má ráð fyrir að hægt hefði verið að finna heppilegri staðsetningu blokkanna, að áður en fjárfestarnir keyptu lóðirnar hafi þeir kynnt sér það skipulag sem í gildi var og gert sér grein fyrir að ekki væri sjálfgefið að því yrði breytt.  Fyrsta blokkin af þrem er núna að rísa þarna og geta vegfarendur því myndað sér skoðanir á málinu. 


Nýju húsnæðislögin fjögur í stuttu máli

Markmið nýrra laga um almennar íbúðir er að bæta húsnæðisöryggi efnaminni fjölskyldna og einstaklinga með auknu aðgengi að hentugu íbúðarhúsnæði til leigu og að tryggja að húsnæðiskostnaður sé í samræmi við greiðslugetu leigjenda. Lög um húsnæðisbætur...

Góður árangur Framsóknar á síðasta kjörtímabili

Tekið var á skuldavanda heimilanna, leiðréttingin varð að veruleika, kaupmáttur launa hefur hækkað um rúmlega 20% á kjörtímabilinu. Áætlun um losun fjármagnshafta var hrundið í framvkæmd, 15.000 ný störf urðu til, verðbólgu var haldið í skefjum....

Hluta námslána verður breytt í styrk og áhersla lögð á iðn- og verknám

Framsóknarflokkurinn vill að farið verði í heildarmat á fyrirkomulagi iðnmenntunar í landinu. Sértaklega verði tryggt að skólar sem leggi áherslu á iðn- og verknám fái nægilegt fjármagn til að halda úti öflugri verklegri kennslu. Auk þess þarf að skoða...

Fæðingarorlof verði 12 mánuðir og greiðsluþak hækkað í 600 þúsund

Fæðingarorlof verði 12 mánuðir og greiðsluþak hækkað í 600 þúsund krónur, barnabætur hækkaðar og barnaföt verði án virðisaukaskatts. Mikilvægt er að stuðla að því að sveitarfélögin geti boðið upp á leikskóla strax að loknu fæðingarorlofi, þannig að...

Taka skal upp komugjald á ferðamenn sem nýtt verður til innviða

Innheimta skal komugjald farþega strax á næsta ári með það að markmiði að vernda náttúruna og tryggja nauðsynlega uppbyggingu viðkvæmra ferðamannastaða. Stýra þarf álagi á fjölmennustu ferðamannastaði landsins. Framsóknarflokkurinn leggur áherslu á að...

Fjármunum er betur varið til samfélagslegra verkefna en til greiðslu vaxta

Framsóknarflokkurinn leggur áherslu á gerð langtímaáætlana í ríkisfjármálum og sjálfbæran rekstur ríkissjóðs. Útgjöld verða að haldast í hendur við tekjur. Hagstjórn þarf að vera ábyrg og ríkisfjármál öguð. Flokksþing fagnar sérstaklega þeim árangri sem...

Peningastefnuna þarf að endurskoða - vextir endurspegli breyttan veruleika

Peningastefnuna þarf að endurskoða, raunvextir á Íslandi þurfa að endurspegla breyttan efnahagslegan veruleika. Gera þarf úttekt á fyrirkomulagi peningamyndunar og mögulegum umbótum á því samanber þingsályktunartillögu Frosta Sigurjónssonar og fleiri...

Lög um stuðning til kaupa á fyrstu íbúð

12. okt. sl. samþykkti Alþingi lög um stuðning til kaupa á fyrstu íbúð. Þau mynda grundvöll úrræðisins " Fyrsta fasteign " sem oddvitar síðustu ríkisstjórnar kynntu í ágúst sl. Í lögunum er mælt fyrir um þrjár leiðir við ráðstöfun á viðbótariðgjaldi í...

Lífreyrir hækkar í 280 þús. 1. jan. '17 og 300 þús. 1. jan. '18

Eitt af þeim málum sem tókst að ljúka fyrir þinglok var stjórnarfrumvarp sem félagsmálaráðherra Eygló Harðardóttir lagði fram á Alþingi 2. sept. sl. Frumvarpið var svo samþykkt sem lög 13. okt. sl. Samkvæmt lögunum verða e lli- og örorkulífeyrisþegum sem...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband