Staða íslenskunnar: Tími til aðgerða!

Margvísleg teikn eru á lofti um að staða íslensku sé að veikjast, ekki síst í höfuðborginni þar sem alþjóðavæðingin verður sífellt sýnilegri. Nú er svo komið að sumt starfsfólk verslunar og þjónustu hérlendis getur ekki og reynir heldur ekki að tjá sig á íslensku.

Í Íslenskri málstefnu 2021-2030 er sérstaklega tekið á þessu áhyggjuefni og á bls. 40 segir:

„Talin var ástæða til að spyrna við fæti svo íslenska missti ekki svið eða umdæmi yfir til ensku og annarra erlendra mála. Á undanförnum árum hafa áhrif þessa verið skýrust í tengslum við mikla uppbyggingu í ferðaþjónustu og aukna aðsókn erlendra ferðamanna. Til að bregðast við þessari þróun og rétta hlut íslensku er ekki rétt að feta veg boða og banna. Finna þarf jákvæðar leiðir til úrbóta og hvetja fyrirtæki og styðja eftir föngum til þess að fylgja málstefnu sem tryggir stöðu íslensku á öllum sviðum atvinnulífsins.“

Sú þróun að vinnuveitendur taki ekki ábyrgð á að starfsfólk þeirra sé ófært að tjá sig á íslensku, kemur ekki á óvart í ljósi alþjóðavæðingarinnar. Íslenska málstefnan hvetur í þessu sambandi til jákvæðrar nálgunar og stuðnings við fyrirtæki. En vísbendingar eru um að sú aðferðafræði beri ekki nægan árangur.

Að ráða starfsfólk sem ekki getur tjáð sig á lögboðnu samskiptamáli landsins, íslenskunni, til þjónustu við almenning, er sérkennilegt, en í raun og veru skiljanlegt í ljósi þess að afleiðingar fyrir vinnuveitandann eru engar. Því þyrfti að styrkja málstefnuna, hugsanlega með lagabreytingu ef nauðsyn krefur. 

Vinnuveitandi sem ræður starfsfólk sem talar erlent tungumál ætti að bera einhverja ábyrgð á því að hjálpa því til að læra íslensku. Fyrir 30 árum var það heilmikið mál en í dag, með tilkomu tölvu- og fjarskiptatækni, ætti að vera hægt að finna ráð til að koma því við.

Aðgerðaáætlun stjórnvalda um gervigreind er lofsvert framtak, en enn betur má ef duga skal. Algengt er t.d. að fólk æfi sig í tungumálum með tungumálaöppum. Gera þyrfti gangskör að því að fá íslenskuna inn í tungumálaapp, t.d. Duolingo. Þá gætu vinnuveitendur gefið starfsfólki leyfi til að æfa sig á vinnutíma í appinu þangað til viðkomandi væri kominn með nægilega færni til að halda uppi samskiptum á íslensku.

 


Ný öryggisógn og hlutverk greiningardeildar: Nauðsyn nýrrar stofnunar?

Rannsókn á þessum atburði á líklega helst heima hjá greiningardeild ríkislögreglustjóra passi atburðarásin á annað borð inn í ramma stjórnkerfisins. Í reglum um deildina segir að deildin eigi m.a. að: Annast áhættugreiningu vegna einstaklinga og afla...

Langbylgjan er án hliðstæðu

Atvikið þegar hluti farsímakerfisins datt út, sem gerði ómögulegt fyrir fólk að hringja í 112, ásamt sambandsleysi í Tetra-kerfinu, sýnir að mikilvægt er að bæta í fjarskiptakerfið og viðhalda því vel. Þetta og fleiri öryggisatvik á undanförnum árum...

Kallar húsnæðisvandinn á óhefðbundnar bráðabirgðalausnir?

Sá hópur sem á í alvarlegum húsnæðisvanda er því miður stækkandi. Margir þurfa að grípa til óhefðbundinna úrræða, svo sem búsetu í hjólhýsum eða húsbílum. Það getur verið af ýmsum ástæðum, til dæmis þeirri að samkvæmt 55. gr. laga nr. 26/1994 um...

Brýnt að bregðast við sjónarmiðum hjólhýsabúa

K olbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, hefur verið einn ötulasti málsvari hjólhýsafólks í Reykjavík. Hún hefur barist af krafti fyrir því að bæta aðstæður þessa hóps, sem hefur verið á jaðri samfélagsins og líður fyrir skort á öruggu og...

Er mat á flóðahættu í jökulám Hofsjökuls að verða aðkallandi?

Ljóst þykir að eldstöðin undir Hofsjökli sé að vakna. Nokk­ur stór­fljót má rekja til jök­uls­ins, þar á meðal Þjórsá, Hvítá, Blöndu og Héraðsvötn. Mat á flóðahættu í þessum jökulám er flókið verkefni sem nýleg skjálftavirkni er vísbending um að sé að...

Húsnæðis- og innviðaskorturinn

Ljósmynd: Pexels Húsnæðisskorturinn tekur á sig ýmsar myndir, húsnæði er upptekið vegna skammtímagistingar og eitthvað er um að húsnæði sé keypt og standi autt á meðan beðið er eftir hækkun þess á markaði. Háir vextir hamla einnig kaupum. Lagalega séð...

Tímabærar viðræður

„Velferðarráð Reykjavíkur samþykkti á fundi í gær að ganga til samninga við Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um aðkomu að þjónustu Vettvangs- og ráðgjafarteymis Reykjavíkurborgar og mögulegri vetraropnun sérstaks neyðarskýlis.“ Sjá...

Sveitarfélög ættu að vera tilbúin með neyðarúrræði fyrir veturinn

„Formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar segir önnur sveitarfélög verða að opna úrræði fyrir heimilislausa en ekki banna fólki að nýta sér neyðarskýli borgarinnar. Vísa þarf fólki frá vilji sveitarfélög ekki greiða fyrir gistingu.“ Sjá hér ....

Vefmyndavélar við Selfoss?

Löng bílalest myndaðist á leiðinni austur frá Hveragerðis til Selfoss síðastliðinn laugardag 8 júlí og það tók hátt í tvær stundir að aka þennan stutta spöl. Þetta ástand er ekki einsdæmi og er að verða of algengt. Ef vegfarendur hefðu haft upplýsingar...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband