René Pape syngur Ó Isis og Ósiris úr Töfraflautunni

Ég fann þetta skemmtilega myndskeið á YouTube af René Pape þar sem hann syngur aríu Sarastrós úr Töfraflautunni eftir Mozart. Njótið vel. Getur nokkur vísað mér á íslenska textann við þessa aríu?

Jólin eru alveg að koma - setjum nú upp skeggið

Jæja núna eru jólin alveg að koma og tími til að fara að setja upp jólasveinaskeggið eins og Bragi á þessu YouTube myndskeiði. Við í Baugstjörn 33 sendum okkar bestu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár með þökkum fyrir...

Höldum vöku okkar - gefum Grýlu og jólakettinum engin færi

Grýla reið fyrir ofan garð hafði hala fimmtán, en á hverjum hala hundrað belgi, en í hverjum belg börn tuttugu. Þar vantar í eitt, og þar skal far í barnið leitt. Svona er Grýlu kerlingunni lýst í gömlu kvæði. Grýla er fornu fari talin einhver hinn...

Hvernig breyttust jólasveinarnir og af hverju?

Oft hef ég hugsað um þá algeru umbreytingu sem varð á gömlu íslensku jólasveinunum, Stúf, Stekkjastaur, Skyrgámi og þeim bræðrum öllum sonum Grýlu og líklega Leppalúða. Umbreytingu þessara karla má líkja við algera viðhorfsbyltingu eða umsnúning á...

Enn birtast vankantar á fyrirkomulagi Ríkisútvarpsins ohf

Enn eitt dæmið um það hve fyrirkomulag ríkisútvarpsins er óheppilegt er að með hlutafélagsvæðingunni þá flýtur þessi hálf- opinbera stofnun í tómarúmi á milli opinbera geirans og einkageirans. Hvers konar hlutafélag er það sem þarf að standa fjölmiðlum...

Ljómi barnsins - nýr jólatexti við þekkt lag

Flestir muna eftir eða kannast við Procol Harum lagið 'A whiter shade of pale' . Hægt er að skoða það á YouTube hérna . Lagið er bæði dramatískt og hátíðlegt og í því má merkja ákveðið ris sem nær hámarki í sérlega grípandi og fagurri laglínu sem varð...

Hlúa þarf betur að hljóðrituðum menningararfi

Í grein 3 í lögum nr. 6 frá 1. febrúar 2007 um Ríkisútvarpið ohf segir um hlutverk almannaútvarps, en það er m.a: Að varðveita til frambúðar frumflutt efni, enda sé gengið frá samningum við aðra rétthafa efnis um að slíkt sé heimilt. Í 4. grein segir...

Dagar frostrósanna

Þessa dagana hafa frostrósir myndast á þeim gluggum þar sem enn er einfalt gler og upphitun lítil svo sem í ýmsum gripahúsum. Áður fyrr mynduðust frostrósir á gluggum híbýla fólksins, svo sem á gluggum baðstofanna og er slíkt enn í manna minni. Ein...

Hrina smáskjálfta skammt austan við Selfoss

Í dag hófst hrina smáskjálfta skammt austan við Selfoss, nánar tiltekið á móts við Laugardæli um 1-2 km. austan við þéttbýlið á Selfossi. Hrinan hófst laust eftir kl. 10 í morgun og hefur staðið yfir í allan dag. Stærstu skjálftarnir hafa verið 1,7 og...

Myndarleg hátíðahöld á degi íslenskrar tungu

Hátíðahöldin í tilefni dags íslenskrar tungu sem haldin voru í Þjóðleikhúsinu og sjónvarpað í beinni útsendingu á föstudaginn var voru sannarlega bæði skemmtileg og ánægjuleg. Í dag er svo endursýning þessa atburðar í RÚV sjónvarpinu. Einstaka bloggari...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband