Hrina smáskjálfta skammt austan við Selfoss

Í dag hófst hrina smáskjálfta skammt austan við Selfoss, nánar tiltekið á móts við Laugardæli um 1-2 km. austan við þéttbýlið á Selfossi. Hrinan hófst laust eftir kl. 10 í morgun og hefur staðið yfir í allan dag. Stærstu skjálftarnir hafa verið 1,7 og 1,6 á óyfirförnum kvarða Veðurstofunnar sjá hér:

 http://www.vedur.is/skjalftar-og-eldgos/jardskjalftar/#view=table

Á jarðskjálftasjánni sést að skjálftarnir mynda nokkuð regluleg mynstur í grófa NA-SV stefnu.

Heimild: Jarðskjálftavefur Veðurstofu Íslands.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Sverrisson

Þú ert þá eiginlega "Ragnar skjálfti" í dag

Þorsteinn Sverrisson, 20.11.2007 kl. 21:22

2 Smámynd: Ragnar Geir Brynjólfsson

Tjah... ekki þori ég nú að eigna mér slíkan heiður, en fullsæmdur væri ég af því að vera Ragnar litliskjálfti og væri það nafn fremur í takt við sunnlenska og rómaða hógværð mína.  

Ragnar Geir Brynjólfsson, 21.11.2007 kl. 21:00

3 Smámynd: Ragnar Geir Brynjólfsson

Leiðrétting: Hér að ofan átti að standa "á móts við Laugardælur" því skv. sunnlenskri málvegju er beygingin: Dælur, um dælur frá dælum til dæla, en ekki dælir um dælir frá dælum til dæla. Þágufallið er það sama og því ruglast ég stundum á þessu. Það er talað um að fara upp í dælur o.s.frv. Ég bið lesendur afsökunar á þessum málfræðimistökum.

Ragnar Geir Brynjólfsson, 22.11.2007 kl. 20:57

4 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Afsökunarbeiðni samþykkt. Set línu hér inn svo Laugvetningar umræðunnar séu orðnir þrír. Með góðri kveðju.

Gunnlaugur B Ólafsson, 23.11.2007 kl. 19:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband