Amazing Blondel og gamlar LP plötur

Ein af þeim hljómsveitum sem ég hélt upp á á árum áður og geri enn er hljómsveitin Amazing Blondel. Ein af þeirra frægustu plötum bar heitið Fantasia Lindum  og kom hún út árið 1971. Þegar ég fór nýlega í gegnum gamalt snældusafn sem ég átti rifjaðist þessi ágæta tónlist upp fyrir mér. Upptakan á snældunni var gölluð og því langaði mig til að athuga hvort ég gæti ekki eignast betri upptöku og fór að athuga með það á netinu. Á Ebay fann ég fljótlega útgefna diska sem flestir kostuðu milli 10 og 15 dollara, en þar var líka upprunalega platan Fantasia Lindum í tveim eintökum og í báðum tilfellum var fyrsta boð minna en 5 dollarar (um 400 kr.) Ég ákvað að bjóða í plötuna og fékk hana hingað komna á um 1000 krónur og eintakið sem ég fékk var mjög gott. Seljendur LP platna á Ebay nota gæðastaðal sem þeir bera plöturnar við og þessi plata var merkt VG++. Út frá orðspori seljenda er hægt að meta hvort umsögn þeirra sé treystandi. Í þessu tilfelli fannst mér að ég hefði gert mjög góð kaup, bæði er það að platan var gott eintak sem og að þegar ég heyri góða og lítið skemmda LP plötu spilaða þá tek ég hljóminn gjarnan fram yfir stafræna hljóðritun. Kannski er þetta einhver sérviska í mér en mér finnst þessi hljómur ekki gefa stafrænu upptökunum neitt eftir og oft finnst mér ég nema einhverja dýpt eða breidd sem ég sakna í stafrænu hljóðritununum eins og sjá má á þessari færslu.

Ég gæti látið móðan mása hér um Amazing Blondel en læt staðar numið að sinni. Langar þó ljúka þessum pistli með tveim tengingum á upptökur hljómsveitarinnar á YouTube.

Amazing Blondel - Swift,Swains,Leafy Lanes af Fantasia Lindum á YouTube.

Amazing Blondel - Celestial Light (var líka á Fantasia Lindum) á YouTube. Nýleg upptaka.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú ættir að tékka á Baltimore Consort.  Besta miðaldatónlist sem ég hef heyrt. http://www.youtube.com/watch?v=Z06EfUN5oEI

Besta platan með þeim er "On the Banks of the Helicon" og fæst á amazon.  Allar plöturnar þeirra eru góðar þó að þær sem séu með tónlist frá skotlandi séu bestar.

Með kveðju,

Binni

Binni (IP-tala skráð) 30.8.2008 kl. 22:00

2 identicon

Bæti hér við amazon hlekkjum þar sem hægt er að hlusta af tveim bestu plötunum þeirra:

 http://www.amazon.com/Watkins-Ale-Music-English-Renaissance/dp/B000001Q8Q/ref=pd_bbs_sr_2?ie=UTF8&s=music&qid=1220133732&sr=8-2

http://www.amazon.com/Banks-Helicon-Early-Music-Scotland/dp/B000001Q8M/ref=pd_bbs_sr_1?ie=UTF8&s=music&qid=1220133732&sr=8-1

Binni (IP-tala skráð) 30.8.2008 kl. 22:06

3 Smámynd: Ragnar Geir Brynjólfsson

Takk fyrir innlitið Binni og tónlistarhlekkina. Ég hlustaði á YouTube upptökuna með myndunum frá Skotlandi og þetta var mjög vandað. Ég ætla að skoða þessa hljómsveit betur hún gefur greinilega góðar væntingar.

Ragnar Geir Brynjólfsson, 31.8.2008 kl. 08:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband