Indland: Ofsóknir brjótast út gegn kristnum í Orissa

Síðustu dagana hafa borist fregnir af því að vargöld hafi ríkt í Orissa á Norð-Austur Indlandi í kjölfar þess að róttækur hindúaleiðtogi var veginn af skæruliðum maóista. Í kjölfarið brutust út að því er virðist skipulagðar ofsóknir gegn kristnum í héraðinu. Ráðist var á kirkjur, hæli, skóla og heimili. Fregnir herma að þúsundir hafi flúið heimili sín. Biskuparáðstefna Indlands tók þá ákvörðun að loka öllum kaþólskum skólum í landinu mótmælaskyni við ofbeldinu. Þetta eru meira en 25.000 skólar og fóru nemendur þeirra og kennarar í mótmælagöngur.  Bæði hófsamir hindúar sem og múslímar hafa fordæmt ofbeldið. Margir friðarsinnar og félagasamtök sem oft eru fljótir til að vernda aðra hópa, minnihlutahópa eða dýr í útrýmingarhættu hafa kosið þögnina í þetta skipti. Hugsanlega óttast þeir að á bakvið ásakanir róttækra hindúa um sálnaveiðar kristinna liggi sannleikskorn. Ítalskir biskupar hafa boðað að morgundagurinn 5. september skuli vera helgaður bænum og föstum fyrir kristnum í Orissa.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband