Varhugavert að stefna á forréttindi auðmanna

Ef leggja á mælikvarða á það hverjir ættu að fá ríkisborgararétt aðrir en þeir sem uppfylla eðlileg skilyrði, þá ætti sá kvarði ekki að vera efnahagslegur.  Auðgildið á ekki að vera í öndvegi heldur jákvæð gildi menningarinnar á borð við mannúð, manngildi, þekkingu, atorku, fjölbreytni, samhjálp eða upplýsingu. Hætt er við að réttlætiskennd margra verði misboðið ef auðgildinu verður hampað og samasemmerki sett milli auðs og forréttinda.

Íslenskir ríkisborgarar frá upprunalandi utan Evrópu þurfa að sætta sig við að landið er lokað fyrir ættingjum þeirra s.s. börnum á lögaldri fæddum erlendis. Jafnvel þó að atvinna væri í boði þá njóta Evrópubúar forgangs að henni.  Hætt er við að réttlætiskennd þessa fólks verði misboðið og íslensk sjálfsmynd þeirra skaddist ef auðmenn fá að kaupa ríkisfang. Einnig er athugunarefni hvort forréttindi fárra standist jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar.


Framtíð langbylgjuútvarpsins?

Vægi útvarps sem fjölmiðils fer síst minnkandi þrátt fyrir samkeppnina við sjónvarpið og netið. Markaðurinn fyrir útvarpsviðtæki er yfirfullur af prýðilegum AM/FM tækjum og margir símar eða tónspilarar innihalda FM útvarpstæki. Útvarpsviðtæki sem bjóða...

Sveitarstjórnarmenn Árborgar: Hyggilegast er að fresta áformum um virkjanir í Ölfusá

Í máli forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur í Kastljósi í gærkvöldi kom fram að vegna alvarlegrar stöðu er fyrirhugað að fresta virkjanaframkvæmdum. Ástæður þess eru helstar að þær eru áhættusamar og einnig að þær eiga ekki að fara fram í óskiptu búi...

Miðjan Selfossi: Fallið frá hálfs milljarðs skaðabótakröfu

Í fundargerð 41. fundar bæjarráðs Árborgar kemur fram að sveitarfélagið kaupir sig frá skaðabótakröfu vegna svokallaðs Miðjusamnings upp á 531 milljón auk dráttarvaxta. Lögfræðilegt mat bendir til þess að sveitarfélagið kunni að vera skaðabótaskylt....

Stjórnlagaþingmenn athugið: Beint lýðræði er raunhæfur valkostur

Árið 2008 skrifaði ég pistil um gildi þess að skila auðu í Alþingiskosningum. Ástæðan er sú að það sýnir sig aftur og aftur að stjórnmálamönnum fulltrúalýðræðisins er ekki treystandi. Annað hvort ganga þeir á bak orða sinna eða þeir gera málamiðlanir sem...

Wikilekinn - nýjustu fréttir?

Mál Wikileaks hefur fengið mikla umfjöllun og athygli í fjölmiðlum hérlendis og því er eðlilegt að menn velti fyrir sér að hve miklu leyti það á erindi við landsmenn. Lánabók Kaupþings var eðlilega áhugaverð en spurning hvort rannsóknarmenn sérstaks...

Skeiðað framhjá skýjakljúfum - II

Vegna áforma um byggingarframkvæmdir Miðjunnar á Selfossi skrifaði ég 13. janúar 2007 pistilinn Skeiðað framhjá skýjakljúfum . Þær framkvæmdir sem þá voru fyrirhugaðar komust aldrei lengra en á teikniborðið. Nú greinir Sunnlenska fréttablaðið frá því að...

Af hverju er skaupið svona spennandi?

Ég velti því fyrir mér af hverju áramótaskaupsins er alltaf beðið með svo mikilli eftirvæntingu og hallast helst að því að ástæðunnar sé að leita í þeirri tegund gríns sem skaupið einkennist af. Þetta eru mestan part brandarar með pólitísku ívafi og...

Stórhættuleg lasertæki

Ekki veit ég um neinn hagnýtan tilgang með svona öflugum lasertækjum og ekki er þetta til sölu vegna þess að það sé notað í sporti, líkt og haglabyssur t.d. Ef þörf er á þessu vegna vísindarannsókna eða framkvæmda af einhverju tagi þá þurfa að gilda...

En nagladekkin eru óþörf í Reykjavík

Ef marka má nýlega auglýsingarherferð þá eru nagladekkin óþörf í Reykjavík. Þrátt fyrir það var um að ræða: „týpísk hálkuslys". Nokkrir misstu bíla út af veginum eða á ljósastaura, aðrir gleymdu að gera ráð fyrir lengri hemlunarvegalengd og lentu...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband