Sveitarstjórnarmenn Árborgar: Hyggilegast er að fresta áformum um virkjanir í Ölfusá

Í máli forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur í Kastljósi í gærkvöldi kom fram að vegna alvarlegrar stöðu er fyrirhugað að fresta virkjanaframkvæmdum. Ástæður þess eru helstar að þær eru áhættusamar og einnig að þær eiga ekki að fara fram í óskiptu búi Orkuveitunnar að mati forstjórans.

Í þessu ljósi getur það vart dulist almenningi að virkjanaáform geta verið áhættusöm, í besta falli fylgja þeim útgjöld vegna umhverfismats sem síðan getur orðið neikvætt. 

Undanfarið hafa íbúum Suðurlands borist þær fréttir að bæjarstjórn Árborgar sé að athuga í fullri alvöru að ráðast í virkjanaframkvæmdir á Ölfusá fyrir ofan Selfoss. Þessi áform sveitarstjórnarinnar eru óvænt því málið var ekki á dagskrá í aðdraganda síðustu kosninga sem snerust að stórum hluta um hvernig bæri að fást við erfiða skuldastöðu sveitarfélagsins. Því er hyggilegast í ljósi aðstæðna að fresta virkjanaáformum þangað til hugur Árborgarbúa er ljós í málinu. Það er engin vissa fyrir því að meirihluti kjósenda sé hlynntur því að leggja fé í þessar framkvæmdir eða undirbúning þeirra. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband