En nagladekkin eru óþörf í Reykjavík

Ef marka má nýlega auglýsingarherferð þá eru nagladekkin óþörf í Reykjavík. Þrátt fyrir það var um að ræða:

„týpísk hálkuslys". Nokkrir misstu bíla út af veginum eða á ljósastaura, aðrir gleymdu að gera ráð fyrir lengri hemlunarvegalengd og lentu aftan á næsta bíl á gatnamótum og svo framvegis. Í nokkrum tilfellum vra [svo] fólk flutt á slysadeild til skoðunar en ekki var talið að um alvarleg meiðsl væri að ræða í neinum tilfellum.

Getur verið að þessi 50% svifryks sem verða í Reykjavík og eru skrifuð á reikning nagladekkja séu að hluta til komin vegna samverkandi áhrifa frá salti sem auki leysni malbiksins? 


mbl.is 28 umferðaróhöpp í kvöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Forvirkar rannsóknarheimildir ætti að leyfa

Í umræðu liðinna daga hefur borið á efasemdum um nauðsyn forvirkra rannsóknarheimilda. Slíkar heimildir eru nýttar t.d. þegar fylgst er með hópum sem talið er að séu að skipuleggja glæpi. Skemmst er að minnast þess að norska lögreglan kom nýverið upp um...

Framtíðarfyrirkomulag almannaútvarps þarf að hugsa frá grunni

Stjórn RÚV virðist ekki gera sér grein fyrir því að grundvöll almannaútvarpsins á Íslandi þarf að hugsa upp á nýtt. Með núverandi fyrirkomulagi tekst almannaútvarpinu ekki að rækja lýðræðislegt öryggishlutverk sitt, ég bendi á pistlana Ljósvakinn og...

Ríkið greiðir fyrir kynskiptiaðgerðir en ekki tannréttingar

Vísir.is greinir frá því hér að hver kynskiptiaðgerð sem framkvæmd er kosti ríkissjóð um eina milljón króna. Samkvæmt fréttinni er fenginn erlendur læknir til að framkvæma fjórar slíkar aðgerðir hér heima. Aðgerðirnar flokkast undir lýtaaðgerðir. Við...

Þjóðráð til sparnaðar - 3. hluti: Kalda vatnið

Nú á vordögum bárust sú tíðindi til okkar Árborgarbúa að kaldavatnsbirgðir sveitarfélagsins færu minnkandi og við vorum vinsamlegast beðin um að spara vatn. Þessi tíðindi koma mér ekki á óvart og ég hef reynt að fara að þessum tilmælum bæjarstarfsmanna....

Besti flokkurinn hefur framtíðarsýn

Margt hefur verið skrafað og skrifað síðustu daga vegna nýlegs kosningasigurs Besta flokksins í Reykjavík og sýnist sitt hverjum. Reynt er að finna allar mögulegar skýringar á þessari skyndilegu pólitísku pólveltu höfuðborgarinnar. Menn hafa nefnt...

Gufugleypirinn getur nýst sem lofthreinsibúnaður

Öskumistrið var býsna þykkt í dag á Selfossi og skyggni lítið. Fíngerður grár salli þekur allt útivið. Til að þetta berist ekki inn í hús þarf að loka gluggum. Fæstir búa svo vel að eiga lofthreinsibúnað heima hjá sér en úr því má bæta því inni á flestum...

Sungið á íslensku; metnaðarfull ákvörðun útvarpsstjóra

Sú ákvörðun Páls Magnússonar útvarpsstjóra að lögin sem taka þátt í Söngvakeppni sjónvarpsins verði á íslensku lýsir metnaði og framtíðarsýn fyrir RÚV sem vert er að hrósa. Að sjálfsögðu á það fé sem rennur til stofnunarinnar að renna til eflingar...

Sköpunarkrafturinn býr gjarnan í fjölbreytninni

Í umræðu um sameiningu háskóla kom það sjónarmið nýlega fram að engin rök væru fyrir því að reka sjö háskóla á Íslandi. Eflaust er rétt að mikið má hagræða á þessu sviði en hinu er vart hægt að mæla mót að í fjölbreyttri háskólaflóru síðastliðinna ára...

RÚV: Um öryggishlutverkið og langdrægni sendinga

Í októberlok 2008 bloggaði ég um öryggishlutverk RÚV og varpaði fram þeirri hugmynd að heppilegt gæti verið að koma á fót fjórum miðbylgjusendum, einum í hverjum landsfjórðungi. Tengill á þessa færslu er hér: Er öryggishlutverk RÚV fyrir borð borið?...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband