Það er óhyggilegt að veita Snowden hæli

Það er óhyggilegt að veita Snowden hæli því ljóst er af viðbrögðum Rússa og Evrópuríkja að þeim langar ekki í kaldastríðsleik við Bandaríkjamenn.  Líklegt er að leyniþjónustur þeirra sitji við nákvæmlega sömu iðju og þjóðaröryggisstofnun Bandaríkjanna. 

Hinar svonefndu uppljóstranir Snowden eru ekkifréttir og þessi stormur sem hefur orðið út af þeim á Evrópuþinginu er pólistískt látbragðsleikrit.  Vandlæting íslensku þingmanna er lítið annað en endurómur úr Evrópu en þingmenn Evrópuþingsins ætla greinilega að slá pólitískar keilur á málinu og það margar. Okkar menn ættu frekar að verja tíma sínum til að leysa aðkallandi vandamál þessarar þjóðar frekar en ætla að hreinsa rusl úr annarra þjóða görðum á opinberum launum. 

Það vita það allir sem vilja vita að grunnnet Internetsins hefur ekki ósvipaðan öryggisstuðul og sveitasíminn gamli. Það eru það margir aðilar sem hafa aðstöðu til að hlera umferð um helstu hnútpunkta netsins í hverju landi.  Þeir sem vilja ekki láta hlera samskipti sín dulrita sín samskipti, flóknara er það ekki.  Uppsetning hlerunartækja hjá ákveðnum aðilum hefur verið staðalviðbrögð í upplýsingasöfnun stjórnvalda margra ríkja á að giska síðastliðin 75 ár eða svo.  Sjá þessa færslu.

Eða af hverju halda menn að Pútín hafi skyndilega snúist í málinu eins og vindhani sem veit ekki hvaðan á sig stendur veðrið? Af hverju skelltu Frakkar og fleiri lofthelgi sinni jafn skyndilega í lás og uppseld pylsusjoppa? Þeim hefur einfaldlega verið sagt að ef þeir hjálpuðu ekki til þá yrði lokað á þeirra fólk líka og kalt stríð er eitthvað sem enginn hefur áhuga á núna. 


mbl.is Snowden verði íslenskur ríkisborgari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Heiðursmenn lesa ekki hver annars póst"

Haft er eftir Viviane Reding, dómsmálastjóra Evrópusambandsins, í fréttinni að samstarfsaðilar njósni ekki um hvora aðra. Sama sjónarmið kom fram hjá Henry L. Stimson árið 1929 þegar hann lagði niður þá stofnun sem fékkst við að ráða leynileg skilaboð og...

Ríkisstjórnin færir vogunarsjóðum Ísland korteri fyrir kosningar

Þetta kemur fram á heimasíðu Sigurðar Inga Jóhannssonar: Samkvæmt fréttum eru vogunarsjóðirnir að koma gróða sínum í skjól í boði Framtakssjóðs lífeyrissjóðanna og Landsbankans. Lífeyrisjóða landsmanna og heimila þeirra. Heimilin verða skilin eftir með...

Skotvopn á ekki að geyma á heimilum

Þetta er eitt dæmið enn sem styður það sjónarmið. Sjá þennan pistil hér: http://ragnargeir.blog.is/blog/ragnargeir/entry/1274969/

Hagsmuni hverra er Ögmundur að vernda?

Í Kastljósinu í gær var Ögmundur andvígur því að hér yrði komið upp leyniþjónustu eins og gert hefur verið á hinum Norðurlöndunum en staðhæfir þó að fyllsta öryggis sé gætt og eftirlitið sé sambærilegt og þar. Er þetta þá bara spurning um orðanotkun og...

Skotvopn á ekki að geyma á heimilum

Skylda þarf eigendur skotvopna til að geyma öll vopn í byssuskáp. Þeir gætu sem best átt þessa skápa saman til að komast hjá miklum útgjöldum og vopnaskápana á að vista á öðrum mun öruggari stöðum en heimilum, geymslum eða frístundahúsum. Öll skotvopn...

Skotvopnalöggjöfina þarf að herða til muna

Mikil umræða hefur átt sér stað um skotvopnalöggjöfina í kjölfar skelfilegra atvika sem orðið hafa erlendis. Í umræðunni hér heima hafa sumir farið mikinn við að gagnrýna ástandið Vestanhafs en hvernig er staðan í raun og veru hérlendis?...

Þarf ekki að koma á óvart

Þessi frétt af tapi Microsoft sem er til komið vegna afskrifta á virði þjónustuþátta á vefnum þarf ekki að koma á óvart. Google hefur verið leiðandi á sviði þessara þjónustuþátta sem eru atriði á borð við leitarvélina velþekktu en auk hennar eru í boði...

Hví ekki sýna leikverk Þjóðleikhússins í sjónvarpinu?

Um helgina horfði ég, lauslega þó, á skemmtilegan sjónvarpsþátt sem sýndi innra starf Þjóðleikhússins í tilefni af 60 ára afmæli þess og undirbúning fyrir sýningu Íslandsklukkunnar. Þetta leiðir hugann að þeirri spurningu af hverju ekki er hægt að...

Lækka þarf hámarkshraða á Suðurlandsvegi í Ölfusi

Í október 2007 og í maí 2008 bloggaði ég og lagði til að hámarkshraði á Suðurlandsvegi í Ölfusi yrði lækkaður. Í ágúst 2008 tjáði Ólafur Helgi Kjartansson sýslumaður Árnesinga sig um hraðann á þessum vegarkafla og sagði: Ólafur Helgi Kjartansson,...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband