Föstudagur, 5.7.2013
Það er óhyggilegt að veita Snowden hæli
Það er óhyggilegt að veita Snowden hæli því ljóst er af viðbrögðum Rússa og Evrópuríkja að þeim langar ekki í kaldastríðsleik við Bandaríkjamenn. Líklegt er að leyniþjónustur þeirra sitji við nákvæmlega sömu iðju og þjóðaröryggisstofnun Bandaríkjanna.
Hinar svonefndu uppljóstranir Snowden eru ekkifréttir og þessi stormur sem hefur orðið út af þeim á Evrópuþinginu er pólistískt látbragðsleikrit. Vandlæting íslensku þingmanna er lítið annað en endurómur úr Evrópu en þingmenn Evrópuþingsins ætla greinilega að slá pólitískar keilur á málinu og það margar. Okkar menn ættu frekar að verja tíma sínum til að leysa aðkallandi vandamál þessarar þjóðar frekar en ætla að hreinsa rusl úr annarra þjóða görðum á opinberum launum.
Það vita það allir sem vilja vita að grunnnet Internetsins hefur ekki ósvipaðan öryggisstuðul og sveitasíminn gamli. Það eru það margir aðilar sem hafa aðstöðu til að hlera umferð um helstu hnútpunkta netsins í hverju landi. Þeir sem vilja ekki láta hlera samskipti sín dulrita sín samskipti, flóknara er það ekki. Uppsetning hlerunartækja hjá ákveðnum aðilum hefur verið staðalviðbrögð í upplýsingasöfnun stjórnvalda margra ríkja á að giska síðastliðin 75 ár eða svo. Sjá þessa færslu.
Eða af hverju halda menn að Pútín hafi skyndilega snúist í málinu eins og vindhani sem veit ekki hvaðan á sig stendur veðrið? Af hverju skelltu Frakkar og fleiri lofthelgi sinni jafn skyndilega í lás og uppseld pylsusjoppa? Þeim hefur einfaldlega verið sagt að ef þeir hjálpuðu ekki til þá yrði lokað á þeirra fólk líka og kalt stríð er eitthvað sem enginn hefur áhuga á núna.
![]() |
Snowden verði íslenskur ríkisborgari |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 1.7.2013
"Heiðursmenn lesa ekki hver annars póst"
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Miðvikudagur, 27.3.2013
Ríkisstjórnin færir vogunarsjóðum Ísland korteri fyrir kosningar
Fimmtudagur, 7.3.2013
Skotvopn á ekki að geyma á heimilum
Fimmtudagur, 28.2.2013
Hagsmuni hverra er Ögmundur að vernda?
Þriðjudagur, 1.1.2013
Skotvopn á ekki að geyma á heimilum
Sunnudagur, 30.12.2012
Skotvopnalöggjöfina þarf að herða til muna
Föstudagur, 20.7.2012
Þarf ekki að koma á óvart
Þriðjudagur, 2.8.2011
Hví ekki sýna leikverk Þjóðleikhússins í sjónvarpinu?
Sjónvarp | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 18.7.2011