Fimmtudagur, 10.6.2010
Framtíðarfyrirkomulag almannaútvarps þarf að hugsa frá grunni
Stjórn RÚV virðist ekki gera sér grein fyrir því að grundvöll almannaútvarpsins á Íslandi þarf að hugsa upp á nýtt. Með núverandi fyrirkomulagi tekst almannaútvarpinu ekki að rækja lýðræðislegt öryggishlutverk sitt, ég bendi á pistlana Ljósvakinn og lýðræðið, Um hlutverk ríkisvaldsins: Hvernig á að þekkja svanasöng stofnunar? , Framtíðin í ljósvakamálum, og Fjölmiðlarnir, nú þarf að endurræsa, Nú er lag fyrir stjórnvöld að jafna hlut allra ljósvakastöðva, Aðalbjörg Sigurðardóttir um RÚV 1944 og Amy Goodman - orð í tíma töluð í og fyrir RÚV til að nefna nokkra. Fyrir hrun gerðist það ítrekað og það gerist enn að ráðamenn fái að mæta og verja sjónarmið sín gegn spurningum aðeins eins viðmælanda. Einn viðmælandi getur að sjálfsögðu aldrei komið í staðinn fyrir hóp fréttamanna sem ættu að fá að taka leiðtogann á beinið. Fákeppni á fjölmiðlamarkaði hlýtur alltaf að stuðla að lýðræðislegum sofandahætti, menningalegri fábreytni og elítustjórn. Líkur benda til að önnur öryggissjónarmið með starfsemi RÚV séu einnig ekki nógu traust, sjá pistlana Um öryggishlutverkið og langdrægni sendinga,og Óviðunandi frammistaða RÚV í óveðrinu á Austurlandi. Ýmislegt bendir einnig til að menningarleg markmið með starfsemi RÚV hafi ekki náðst á undanförnum árum, sjá pistlana Menningarlegt sjálfstæði landsbyggðarinnar er brýnt, Styrkir til fleiri aðila en RÚV stuðla að jafnræði í menningarmálum, Hlúa þarf betur að hljóðrituðum menningararfi, og RÚV - menningarleg Maginotlína til að nefna nokkra.
Það sem þarf er ný sýn, ný hugsun sem byggir á jafnræði ljósvakamiðla, menningarlegri fjölbreytni og menningarlegu sjálfstæði landsbyggðarinnar sem og uppfærðri áætlun hvað varðar öryggishlutverkið.
Eðlisbreyting á starfsemi RÚV | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Ríkisútvarpið | Aukaflokkar: Menning og listir, Sjónvarp, Útvarp | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.