Óviðunandi frammistaða RÚV í óveðrinu á Austurlandi

Í óveðrinu sem gekk yfir Austurland 30. 12. síðastliðinn var það ekki RÚV heldur mbl.is sem varð haldreipi fólks sem setið hafði tímunum saman í rafmagnsleysi. Sjá þessa bloggfærslu hér.

Er hið margumrædda öryggishlutverk RÚV kannski í og með það að vera pólitískt öryggistæki ráðandi stjórnmálaafla þegar þau þurfa að koma viðhorfum sínum á framfæri? Segja má að enn ein röksemdin fyrir frjálsum ljósvakamiðlum sé sú að heppilegast sé að þeir séu óháðir ríkisvaldinu. Sjá nánar greinina þar sem vitnað er í Amy Goodman í efnisflokknum um Ríkisútvarpið á þessari bloggsíðu.

Ég tek fram að ekki ber að skilja þessi spurningarorð sem gagnrýni á það fólk sem núna situr í Stjórnarráðinu né heldur ber að skoða þetta sem gagnrýni á starfsfólk Ríkisútvarpsins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eiríkur Harðarson

Í sambandi við þetta títtnefnda öryggishlutverk hjá ráðamönnum, virðist sem eina öryggið er þeir vilji sé að fá að vinna sína baktjasldavinnu í FRIÐI.

Eiríkur Harðarson, 2.1.2008 kl. 00:13

2 Smámynd: Þorsteinn Sverrisson

Ég man eftir því þegar stóri suðurlandsskjálftinn varð þann 17. júní árið 2000.  RÚV klikkaði alveg en á Stöð 2 gat fólk fengið fréttir af atburðunum.

Ber þetta ekki allt að sama brunni, þ.e. Ríkið á ekki að vasast í fjölmiðlarekstri?

Þorsteinn Sverrisson, 2.1.2008 kl. 16:48

3 Smámynd: Ragnar Geir Brynjólfsson

Það er stór spurning hvort ríkið eigi að sjá um reksturinn. Þeir gætu sem hægast veitt þessum fjármunum í þar til hæfa ljósvakamiðla. Hvað öryggið varðar þá er trúlega heppilegast að fjölmiðlarnir séu sem flestir og stöndugastir því þá aukast líkurnar á því að þeir bæði sleppi við áföll vegna hamfara og geti flutt fregnir af atburðunum. Miðað við núverandi fyrirkomulag er bara einn stöndugur en hinir máttvana því hann fær ríflega forgjöf af hálfu löggjafans. Það er hvorki öruggt né framsækið fyrirkomulag.

Ragnar Geir Brynjólfsson, 2.1.2008 kl. 21:55

4 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Raggi varst þú ekki með útvarpsrekstur á Laugarvatni. Þú gætir rifjað upp gömul tilþrif  .... Öryggisvaktin ehf?

Gunnlaugur B Ólafsson, 13.1.2008 kl. 20:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband