Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Eggert Ólafsson var grænn

Fyrir mig einn ég ekki byggi, afspring heldur og sveitunginn, eftir mig vil ég verkin liggi, við dæmin örvast seinni menn; ég brúa, girði, götu ryð, grönnunum til þess veiti lið. Svo hljóðar erindi í Búnaðarbálki Eggerts Ólafssonar sem ortur er um 190...

Mun græna hugsunin rétta hallann af?

Hallarekstur A-hluta sveitarsjóðs Árborgar allt frá árinu 2007 er áhyggjuefni og það hlýtur að verða verkefni þeirra sem við völdum taka að vinna bug á honum. Þessi langvarandi hallarekstur og að það stefnir í aukin útgjöld vegna kostnaðar og brýnna...

Sprotafyrirtæki í Árborg

Í atvinnumálum þarf að horfa til hlutverks Árborgarsvæðisins sem þjónustumiðstöðvar. Í þessu tilliti er vert að huga að hagsmunum örfyrirtækja því hlutfall lítilla verslunar- og þjónustufyrirtækja er að líkindum hátt í Árborg. Hlutdeild lítilla og...

Grammið á götunni og forvarnirnar

Fyrir nokkru sat ég fund um löggæslumál í sveitarfélaginu Árborg. Þar kom fram sú skoðun að mikilvægt væri að gefast ekki upp í stríðinu um grammið á götunni. Ef neysluskammtar fíkniefna væru lögleiddir gætu sölumenn fíkniefna gengið um með leyfðan...

Þar sem hamingju og mennsku er að finna

Við sem skipum lista Framsóknarflokksins í Árborg stöndum fyrir hefðbundin gildi flokksins. Frjálslynda félagshyggju, umbætur og samvinnu, manngildi ofar auðgildi. Framsókn hefur hagsmuni heildarinnar í fyrirrúmi. Stefna flokksins í orði og verki byggist...

Hljóðlæsið kemur best út

Rrannsóknir sýna að svokölluð hljóðaaðferð kemur best út í upphafi lestrarkennslu en í helmingi grunnskóla landsins er stuðst við byrjendalæsi. Hljóðlæsi er líklega gamla aðferðin úr "Gagn og gaman". Ég man hvað ég var hissa þegar ég frétti af því...

Merkel sýnir stjórnvisku sem fyrr

Í þessu máli sýnir Angela Merkel stjórnvisku. Aftur virðist hún ætla að ná að yfirtaka annað mál hinnar "órólegu deildar" þýskra stjórnmála, þ.e. njósnamálið líkt og hún tók málefni kjarnorkuveranna upp áður. Kanslari Þýskalands þekkir án efa...

Hluthafar, hér er vinsamleg ábending

Hluthafar í Vinnslustöðinni og öðrum sjávarútvegsfyrirtækjum sem fá greiddan út arð næstu vikur og mánuði. Það er rökrétt að samfélagsleg ábyrgð einstaklinga og fyrirtækja aukist í réttu hlutfalli við þá ráðstafanlegu auðlegð sem þeir hafa undir höndum....

Manneskjulegri og betri !?

Ætli þeir sem syrgja látna ástvini í ríkjum Norður-Afríku og Austurlöndum nær séu sammála þessari staðhæfingu? Er ekki sennilegt að hægari þróun í lýðræðisátt hefði verið heppilegri í þessum ríkjum? Þau hafa fuðrað upp hvert af öðru. Bensín springur ekki...

Assange og félagar verða að halda sig í sviðsljósinu

Assange kveður upp sinn dóm yfir dómi bandarískra dómstóla og tryggir sér enn og aftur athygli fjölmiðla. Þannig heldur hann áfram að viðhalda og skerpa á ímynd sinni sem baráttumanni lýðréttinda. Þessi ímynd er nauðsynleg Assange og flokki hans því...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband