Föstudagur, 5.7.2013
Það er óhyggilegt að veita Snowden hæli
Það er óhyggilegt að veita Snowden hæli því ljóst er af viðbrögðum Rússa og Evrópuríkja að þeim langar ekki í kaldastríðsleik við Bandaríkjamenn. Líklegt er að leyniþjónustur þeirra sitji við nákvæmlega sömu iðju og þjóðaröryggisstofnun Bandaríkjanna.
Hinar svonefndu uppljóstranir Snowden eru ekkifréttir og þessi stormur sem hefur orðið út af þeim á Evrópuþinginu er pólistískt látbragðsleikrit. Vandlæting íslensku þingmanna er lítið annað en endurómur úr Evrópu en þingmenn Evrópuþingsins ætla greinilega að slá pólitískar keilur á málinu og það margar. Okkar menn ættu frekar að verja tíma sínum til að leysa aðkallandi vandamál þessarar þjóðar frekar en ætla að hreinsa rusl úr annarra þjóða görðum á opinberum launum.
Það vita það allir sem vilja vita að grunnnet Internetsins hefur ekki ósvipaðan öryggisstuðul og sveitasíminn gamli. Það eru það margir aðilar sem hafa aðstöðu til að hlera umferð um helstu hnútpunkta netsins í hverju landi. Þeir sem vilja ekki láta hlera samskipti sín dulrita sín samskipti, flóknara er það ekki. Uppsetning hlerunartækja hjá ákveðnum aðilum hefur verið staðalviðbrögð í upplýsingasöfnun stjórnvalda margra ríkja á að giska síðastliðin 75 ár eða svo. Sjá þessa færslu.
Eða af hverju halda menn að Pútín hafi skyndilega snúist í málinu eins og vindhani sem veit ekki hvaðan á sig stendur veðrið? Af hverju skelltu Frakkar og fleiri lofthelgi sinni jafn skyndilega í lás og uppseld pylsusjoppa? Þeim hefur einfaldlega verið sagt að ef þeir hjálpuðu ekki til þá yrði lokað á þeirra fólk líka og kalt stríð er eitthvað sem enginn hefur áhuga á núna.
Snowden verði íslenskur ríkisborgari | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 1.7.2013
"Heiðursmenn lesa ekki hver annars póst"
Haft er eftir Viviane Reding, dómsmálastjóra Evrópusambandsins, í fréttinni að samstarfsaðilar njósni ekki um hvora aðra. Sama sjónarmið kom fram hjá Henry L. Stimson árið 1929 þegar hann lagði niður þá stofnun sem fékkst við að ráða leynileg skilaboð og er fyrirsögn pistilsins 84 ára tilvitnun í hann. Sú ráðstöfun gerði að verkum að Bandaríkjamenn voru ver undir það búnir að fást við verkefni síðari heimsstyrjaldarinnar. Eins og kunngt er þá voru það starfsmenn pólsku og bresku leyniþjónustunnar sem réðu "enigma" dulmál Þjóðverja. Talið er að það hafi stytt síðari heimstyrjöld um amk. 2 ár. Bandaríkjamenn náðu þó að ráða "purple" dulrit Japana og varð það m.a. til þess að sigurinn vannst við Midway.
Síðan þessi setning var sögð hefur mér vitanlega ekki verið horfið aftur til þessa sjónarmiðs Stimsons í samskiptum ríkja. Það er einfaldlega gert ráð fyrir því að allir aðilar safni upplýsingum um það sem þeir telja að komi sér við og gangi eins langt og hægt er án þess að valda of miklu fjaðrafoki. Það er ótrúlegt að ráðamenn Evrópusambandsins séu ókunnugir þessu sjónarmiði. Líklegra er að um stöðluð hneykslunar- og vandlætingarviðbrögð sé að ræða af þeirra hálfu sem ætluð eru til heimabrúks og til að róa kjósendur. Það má allt eins gera ráð fyrir því að svipuð starfsemi sé í gangi hjá leyniþjónustum þeirra.
Njósnir um bandamenn ekki óvenjulegar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Miðvikudagur, 27.3.2013
Ríkisstjórnin færir vogunarsjóðum Ísland korteri fyrir kosningar
Þetta kemur fram á heimasíðu Sigurðar Inga Jóhannssonar:
Samkvæmt fréttum eru vogunarsjóðirnir að koma gróða sínum í skjól í boði Framtakssjóðs lífeyrissjóðanna og Landsbankans. Lífeyrisjóða landsmanna og heimila þeirra. Heimilin verða skilin eftir með stökkbreytt lán og atvinnulíf í lamasessi. Hver hefði trúað því að ríkisstjórn á sínum síðustu dögum, sama stjórn og samdi gjaldþrot yfir þjóðina í Icesave málinu, sé að vinna að því að færa skuldsettan gjaldeyrisvarasjóð þjóðarinnar til hrægammasjóðanna.
Sjá nánar hér: http://sigurduringi.is/barattan-um-island/
og á þessum tengli má sjá frétt um málið.
Fimmtudagur, 7.3.2013
Skotvopn á ekki að geyma á heimilum
Hótaði nágranna með skotvopni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 28.2.2013
Hagsmuni hverra er Ögmundur að vernda?
Í Kastljósinu í gær var Ögmundur andvígur því að hér yrði komið upp leyniþjónustu eins og gert hefur verið á hinum Norðurlöndunum en staðhæfir þó að fyllsta öryggis sé gætt og eftirlitið sé sambærilegt og þar. Er þetta þá bara spurning um orðanotkun og nafngift? Það er ótrúlegt að svo sé.
Ég hef sagt það áður að ef heiðarlegur maður ætti að velja milli þess að vera rannsakaður af yfirvöldum á þeirra kostnað eða þess að vera sprengdur í loft upp af öfgamönnum eða drepinn af glæpagengi þá yrði ákvörðun hans fyrirsjáanleg. Ég endurtek: Hagsmuni hverra er verið að vernda með því að draga lappirnar í öryggismálum?
Þriðjudagur, 1.1.2013
Skotvopn á ekki að geyma á heimilum
Skylda þarf eigendur skotvopna til að geyma öll vopn í byssuskáp. Þeir gætu sem best átt þessa skápa saman til að komast hjá miklum útgjöldum og vopnaskápana á að vista á öðrum mun öruggari stöðum en heimilum, geymslum eða frístundahúsum.
Öll skotvopn eiga að sjálfsögðu að vera í læstum byssuskápum og skotfærin í öðrum jafn öruggum læstum hirslum. Að því búnu þyrfti löggjafinn að koma á reglulegu eftirliti með því að farið væri eftir þessum reglum en sem stendur er ekkert slíkt eftirlit. Það ætti þó enginn að velkjast í vafa að slíkt eftirlit á fullan rétt á sér eins og t.d. bifreiðaeftirlit eða heilbrigðiseftirlit. Þetta eftirlit þyrfti að lögbinda. Þeir sem ekki færu eftir reglunum myndu missa byssuleyfið og yrðu að skila inn sínum vopnum strax við fyrsta brot.
Sjá fyrri pistil um þetta málefni: http://ragnargeir.blog.is/blog/ragnargeir/entry/1274726
Sérsveitin kölluð út | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 30.12.2012
Skotvopnalöggjöfina þarf að herða til muna
Mikil umræða hefur átt sér stað um skotvopnalöggjöfina í kjölfar skelfilegra atvika sem orðið hafa erlendis. Í umræðunni hér heima hafa sumir farið mikinn við að gagnrýna ástandið Vestanhafs en hvernig er staðan í raun og veru hérlendis? Innanríkisráðherra hefur látið hafa eftir sér að málið sé í skoðun og líklega er nýtt frumvarp í smíðum ef marka má fréttir en gengur það nógu langt? Nýlegt atvik þar sem strokufangi komst auðveldlega yfir hættulegan riffil sem geymdur var í sumarbústað sýnir svo ekki verður um villst að hér þarf miklu að breyta. Fleiri dæmi væri hægt að nefna í þessu sambandi.
Skylda þyrfti eigendur skotvopna til að geyma vopn sín í byssuskáp. Þeir gætu sem best átt þessa skápa saman til að komast hjá miklum útgjöldum og hugsanlega fengið að vista þá annars staðar en á heimilum sínum. Markmiðið væri að öll skotvopn væru í læstum byssuskápum og skotfærin í öðrum jafn öruggum læstum hirslum. Að því búnu þyrfti að koma á reglulegu eftirliti með því að farið væri eftir reglum en sem stendur er ekkert slíkt eftirlit. Það ætti þó enginn að velkjast í vafa að slíkt eftirlit á fullan rétt á sér eins og t.d. bifreiðaeftirlit eða heilbrigðiseftirlit. Þetta eftirlit þyrfti að lögbinda. Þeir sem ekki færu eftir reglunum myndu missa byssuleyfið og yrðu að skila inn sínum vopnum strax við fyrsta brot.
Samhliða þessu þyrfti að auka umræðu um ofbeldi í afþreyingariðnaði svo sem kvikmyndum og tölvuleikjum og fara fram á að áhrif þessa efnis á samfélagið og neytendur verði rannsakað. Að baki efnisins standa öflugir aðilar sem hagnast að líkindum verulega á því að sýna gróft ofbeldi. Þetta er iðnaður og að baki iðnaðarins er mikið fjármagn. Þessu þarf almenningur að gera sér grein fyrir og vera vakandi gagnvart.
Föstudagur, 20.7.2012
Þarf ekki að koma á óvart
Þessi frétt af tapi Microsoft sem er til komið vegna afskrifta á virði þjónustuþátta á vefnum þarf ekki að koma á óvart. Google hefur verið leiðandi á sviði þessara þjónustuþátta sem eru atriði á borð við leitarvélina velþekktu en auk hennar eru í boði hjá Google vefpóstur, gagnageymsla á netinu, aðstaða fyrir netvinnuhópa auk fleiri atriða.
Google nýtur frumkvöðlastarfs síns á þessu sviði og Microsoft hefur ekki tekist að skáka þeim nægilega vel. Microsoft leitarvélin Bing hefur ekki náð almennri hylli á borð við leitarvél Google þó hún hafi ákveðna kosti. Hún er til dæmis góð til leitar á Microsoft vefnum sjálfum.
Það má einnig gera ráð fyrir því að samkeppnin við opnu kerfin, svo sem Ubuntu Linux muni harðna á næstu misserum hvað varðar stýrikerfi fyrir vinnustöðvar. Ubuntu 12.04 LTS kerfið sem var gefið út fyrr á þessu ári verður t.d. stutt hvað varðar kerfisuppfærslur til ársins 2017 og það gjaldfrjálst. Sjá hér: http://wiki.ubuntu.com/LTS/
Google græðir, Microsoft tapar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 2.8.2011
Hví ekki sýna leikverk Þjóðleikhússins í sjónvarpinu?
Um helgina horfði ég, lauslega þó, á skemmtilegan sjónvarpsþátt sem sýndi innra starf Þjóðleikhússins í tilefni af 60 ára afmæli þess og undirbúning fyrir sýningu Íslandsklukkunnar. Þetta leiðir hugann að þeirri spurningu af hverju ekki er hægt að sjónvarpa sýningum leikhússins sem eru teknar upp hvort eð er?
Hægt væri að bíða með sjónvarpa upptökunni í 1-2 ár frá því að sýningum á verkinu væri hætt til að tryggja að útsendingar hefðu hverfandi áhrif á miðasölu og aðsókn að sýningum. Nú er siður að útvarpa frá sinfóníutónleikum. Hugsanlega eru höfundarréttarsjónarmið sem hindra útsendingar leikverka en það ætti að vera hægt að leysa slík mál hjá þjóð sem ber metnað í brjósti gagnvart sinni eigin menningu og greiða höfundum þau laun sem þeim ber. Öðrum eins upphæðum er trúlega varið til kaupa á erlendum framhaldsþáttum eða íþróttaviðburðum. Þannig er krónum sem teknar eru með skattvaldi af þjóðinni varið til að styrkja erlenda menningarstarfsemi.
Miðað við efnahagsþróun síðustu ára verður að segjast eins og er það það er vart á færi annarra en vel stæðra þjóðfélagsþegna og þeirra sem eru miðaldra eða eldri að njóta menningarviðburða. Ferð fjögurra manna fjölskyldu til Reykjavíkur utan af landi auk kaupa á tónleika- eða leikhúsmiða fyrir alla er því miður það dýr pakki að það er frekar eitthvað ódýrara sem verður fyrir valinu.
Í leikhúsunum er unnið mikið og gott menningarlegt starf og svona útsendingar myndu tryggja að margir nytu þess starfs sem ekki njóta þess nú miðað við núverandi fyrirkomulag ríkissjónvarpsins.
Sjónvarp | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 18.7.2011
Lækka þarf hámarkshraða á Suðurlandsvegi í Ölfusi
Í október 2007 og í maí 2008 bloggaði ég og lagði til að hámarkshraði á Suðurlandsvegi í Ölfusi yrði lækkaður. Í ágúst 2008 tjáði Ólafur Helgi Kjartansson sýslumaður Árnesinga sig um hraðann á þessum vegarkafla og sagði:
Ólafur Helgi Kjartansson, sýslumaður í Árnessýslu, telur nauðsynlegt að lækka hámarkshraðann á Suðurlandsvegi á milli Selfoss og Hveragerðis úr 90 í 70. Segir hann að horfast verði í augu við það að vegurinn þoli ekki þann hraða sem þar sé nú leyfður. [1]
Í október 2008 tjáði rannsóknarnefnd umferðarslysa sig um ástandið á þessum vegarspotta í svonefndri varnaðarskýrslu sem fjallar um alvarleg umferðarslys á Suðurlandsvegi árin 2002 til 2008, sjá rnu.is. Þar kemur eftirfarandi fram:
Rannsóknarnefnd umferðarslysa leggur til að hámarkshraði á Hringveginum milli Hveragerðis og Selfoss verði lækkaður í 70 km/klst. samhliða öflugri löggæslu og að unnið verði að því að bæta tengingar inn á veginn með betri merkingum og auknu rými. [2]
Í umsögn vegagerðarinnar um þessa tillögu frá 2008 kemur fram að:
lækkun hámarkshraða gæti haft í för með sér meiri framúrakstur og þar með aukna slysahættu. RNU tekur undir þetta en telur að draga megi úr þeirri hætti [svo] með aukinni löggæslu. [2]
Síðan varnaðarskýrslan var gefin út hefur vegurinn verið lagaður kringum afleggjarana þannig að settar hafa verið breikkanir. Einnig hafa verið settar upp hraðamyndavélar þannig að eftirlit á vegkaflanum er mun öflugra en áður var. Hraðinn er eftir sem áður óbreyttur og það hlýtur að vera tímaspurmál hvenær aftanákeyrsla eða alvarlegt slys verður á þessum vegarspotta miðað við óbreytt ástand. Þau rök Vegagerðarinnar frá 2008 að fleiri muni brjóta lögin ef hraðinn er lækkaður eru afleit. Víða á landinu er hámarkshraði lækkaður þar sem ástæða þykir til. Eiga þá lögbrjótarnir að fá óáreittir að setja hinum löghlýðnu ólög með virðingarleysi sínu fyrir lögunum? Af hverju á að taka meira tillit til þeirra sem brjóta lögin en hinna mörgu sem virða þau? Ef það eru fleiri svona staðir af hverju þá ekki lækka hraðann þar líka ef talið er að það muni draga úr slysatíðni? Minni umferðarhraði stuðlar líka að lægri eldsneytiseyðslu. Látum ökudólgana ekki hræða okkur frá því að taka þessi mál til gagngerrar endurskoðunar.
[1] http://eyjan.is/2008/08/11/olafur-helgi-laekka-tharf-hamarkshradann-a-sudurlandsvegi/
[2] http://www.innanrikisraduneyti.is/sam/frettir/nr/22734