Gætu talstöðvar komið sér vel þegar innviðir netsambands bregðast?

Gamall Grímseyingur sagði mér þá sögu að eitt sinn þegar kona var í barnsnauð í eynni var róið eftir hjálp. Eftir margra klukkustunda róður til lands var læknir sóttur og síðan róið til baka. En þegar í eyna var komið var konan látin. Þetta breyttist þegar talstöðin kom í eyna; þá var hægt að kalla til lands og stytta viðbragðstíma til muna. Þessi saga felur í sér lexíu hvað varðar hið mikla traust sem nútíminn ber til innviða sem byggja á netsambandi því eins og þróunin hefur verið síðustu ár er allt traust sett á netsambandið en hvað gerist ef það rofnar?

Það kemur æ betur í ljós að stöðugt netsamband er ekki jafn sjálfsagt og talið hefur verið, ekki einungis vegna ytri ógna sem steðja að sæstrengjum, heldur reynist oft og tíðum vera áskorun hérlendis að halda uppi netsambandi vegna erfiðra náttúruaðstæðna, einkum yfir háveturinn. Illviðri, þar á meðal ísing hafa valdið skemmdum á rafmagnslínum, sem hafa haft bein áhrif á heimili og atvinnurekstur. Slíkar truflanir gætu einnig leitt til þess að FM-öryggisútvarpssendingar og GSM-farsímasamband detti út í þeim tilfellum þar sem netsamband er lykillinn að gagnasamskiptum þessara innviða. 

Nýlegt dæmi er atvik sem varð á Grenivík 20. janúar síðastliðinn, þegar síma- og netsamband rofnaði fyrripart dags vegna bilunar í stofntengingu. Svipað atvik varð einnig á Skagaströnd í síðasta mánuði þegar ljósleiðarinn slitnaði í vatnavöxtum. Þetta olli því að netsamband lagðist af og farsímasamband varð mjög takmarkað. Sveitarstjórinn á Skagaströnd lýsti ástandinu þannig: „Það sem gerist þegar þetta á sér stað er að það verður bara almannahættuástand á Skagaströnd.“ Hún nefndi jafnframt að núverandi lausnir, eins og að keyra á milli gatna með Tetrastöð, væru langt frá því að vera viðunandi. Þótt Tetra-kerfið sé almennt sjálfstætt, getur það orðið fyrir áhrifum ef stærri hlutar innviða þess bregðast. Þetta beinir athyglinni að því hvort ástæða sé til að kanna varaleiðir, þar á meðal VHF-talstöðvakerfið.

Kostnaður við uppbyggingu netsambandsinnviða og áskoranir tengdar fjármögnun gera því miður ólíklegt að ástandið batni mikið á landsvísu í náinni framtíð. Þrátt fyrir að umbætur hafi lengi verið til umræðu, miðar framkvæmdum hægt. Þegar, en ekki ef, netsamband bregst er líklega skárra að fara ekki nema um það bil 30 ár aftur í tímann, til tíma talstöðvanna heldur en að fara yfir 100 ár til baka inn í fortíðina eins og hún var án fjarskipta. Ég læt því Almannavörnum í té þá vinsamlegu ábendingu að kanna hvort ástæða sé til að uppfæra og bæta í leiðbeiningar til íbúa á þessum svæðum og jafnvel víðar. Slíkar leiðbeiningar gætu hugsanlega innihaldið upplýsingar um varaleiðir, varaafl, Starlink gervihnattakerfið, talstöðvar eða annað sem sérfræðingar telja að geti orðið fólki til liðveislu í aðstæðum sem þessum. 

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2025/01/20/allt_samband_uti_sem_stendur/

https://nyr.ruv.is/frettir/innlent/2025-01-20-vidgerd-a-ljosleidaranum-til-grenivikur-langt-komin-433595

https://nyr.ruv.is/frettir/innlent/2024-12-09-alvarleg-fjarskiptabilun-thegar-ljosleidari-rofnadi-vid-skagastrond-430575


Bætt úr húsnæðisvanda heimilislausra: Sameiginlegt verkefni allra sveitarfélaga

Íslenskt samfélag stendur frammi fyrir flóknu verkefni þegar kemur að lausn á húsnæðisvanda heimilislausra. Reykjavíkurborg og Reykjanesbær hafa tekið skref í rétta átt í því að útvega varanlegt húsnæði í formi smáhýsa fyrir þennan viðkvæma hóp,...

Samkeppni við Kína skapar vanda fyrir fatageirann í Bangladess

Kínverskar netverslanir á borð við Shein hafa notið sívaxandi vinsælda á Íslandi og víða um heim, þökk sé lágu verði og hraðri dreifingu nýrra tískulína. Þessi þróun hefur áhrif á fatageirann í Bangladess, sem keppir við þessar sömu verslanir um athygli...

Handtaka blaðakonu varpar ljósi á þúsundir 'gleymdra' erlendra fanga í Íran

Handtaka ítölsku blaðakonunnar Cecilíu Sala í Íran hefur vakið athygli á svokölluðu "gíslalýðræði" sem Írönsk stjórnvöld hafa beitt frá stofnun Íslamska lýðveldisins. Sala var handtekin í Teheran í desember 2024 og var haldið í Evin-fangelsinu, sem er...

Eldsvoðinn á Sævarhöfða: Brýnt að bæta aðstæður hjólhýsabúa

Eldsvoðinn sem braust út í hjólhýsabyggðinni á Sævarhöfða í fyrrinótt hefur skilið samfélagið þar eftir í áfalli. Samkvæmt frétt RÚV voru það aðstæður á svæðinu sem urðu til þess að eldurinn breiddist út. Hann kviknaði í einu hjólhýsinu, lagði yfir í...

Hagkvæmari og öruggari framtíð í útvarpssendingum

Ríkisútvarpið (RÚV) hefur nú þegar hætt langbylgjusendingum og treystir á FM-kerfið fyrir öryggisútsendingar. Fyrir þá sem búa á afskekktum svæðum hefur RÚV jafnframt mælt með lausnum eins og Starlink, sem byggir á gervihnattatengingu. Þó þessar...

Þróun heimsmyndar – Ný sýn á raunveruleikann í ljósi skammtaflækju

Skammtaflækja (e. quantum entanglement), eitt af meginfyrirbærum skammtafræðinnar, hefur breytt þeirri heimsmynd sem mótaðist á grundvelli klassískrar eðlisfræði. Í einföldu máli felst skammtaflækja í því að tvær (eða fleiri) skammtaagnir (quantum...

Þróun heimsmyndar: Frá eilífð til upphafs

Frá örófi alda hefur mannkynið velt því fyrir sér hvernig alheimurinn varð til og leitað svara við spurningum um tilurð hans. Í trúarlegum hefðum er gjarnan gert ráð fyrir ákveðnu upphafi, þar sem skapandi afl eða guðlegur máttur myndar heiminn úr engu....

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband