Óđurinn til lífsins og vináttunnar

Flestir ţekkja hiđ geysivinsćla lag 'Wonderful world' sem Louis Armstrong gerđi heimsfrćgt. Hćgt er ađ sjá óborganlegan og einstćđan flutning hans á ţví á eftirfarandi YouTube myndskeiđi sem nú ţegar hefur fengiđ yfir 3 milljónir heimsókna:

Texti ţess er í stuttu máli óđur til lífsins, vináttunnar og ćskunnar og var hugsunin á bakviđ hann sú ađ auka bjartsýni fólks í Bandaríkjunum áriđ 1967 ţegar lagiđ var gefiđ út. Ţetta var á tímum kynţáttatogstreitu og Víetnamstríđs. Lífsgleđin og vináttan getur sameinađ alla, bćđi unga og gamla, fólk af ólíkum ţjóđum, litarhćtti og trú, karla og konur. Í tilefni af ţví langađi mig ađ gera tilraun ađ texta viđ ţetta lag sem gćti komist eitthvađ nálćgt ţví ađ ná ţeim hughrifum sem enski textinn kemur svo vel til skila. Hvort ţađ hefur tekist verđa ađrir ađ dćma um. Ég lýk ţví ţessari síđustu bloggfćrslu ársins međ ţví ađ birta textann hér fyrir neđan og ţakka ykkur lesendur góđir samfylgdina á árinu. Megiđ ţiđ njóta blessunar, lífsgleđi og friđar á árinu sem nú gengur í garđ.

Vinarţel 

Ég sé laufguđ tré  - [og] rauđrósa beđ,
í blóma ţćr  -  lífg' okkar geđ.
[Já] ég heillatákn tel - okkar vinarţel.

Himinbláminn skćr - og skýjabćr
dagur mér kćr - [og] nóttin svo vćr.
[Já] ég heillatákn tel - okkar vinarţel.

Í litum regnboganna - mér birtist hljómur skýr
í andlitunum ljómar - ţá vonarlogi nýr.
Vinir heilast hlýtt segja; blessun sé ţín
úr augum ţeirra - ánćgjan skín.

Barnahlátur tćr - [mér] hjarta er nćr
blessun sá fćr - er eyra ţeim ljćr.
[Já] ég heillatákn tel - okkar vinarţel.

(tónlist)

Í litum regnboganna - mér birtist hljómur skýr
í andlitunum ljómar - ţá vonarlogi nýr.
Vinir heilast hlýtt segja; blessun sé ţín
úr augum ţeirra - ánćgjan skín.

Barnahlátur tćr - [mér] hjarta er nćr
blessun sá fćr - er eyra ţeim ljćr
[Já] ég heillatákn tel - okkar vinarţel. 

Ath. [] merktan texta er hćgt ađ fella niđur ef ţađ fer betur í söngnum.

Sjá: http://en.wikipedia.org/wiki/What_a_Wonderful_World


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eiríkur Harđarson

Ţó kynţáttatogstreitutímabiliđ og Víetnamstríđs lćtin séu um garđ gengin, ţá stendur eftir helv..... Bush og Írakstímabiliđ. Ţađ tel ég vera virkilega heimsyfirráđaeinstefnublindgötu, svo ađ ég vil meina ađ ţessi tilraun ţín til ađ sameina allt í einhverju "vinarţeli" fari mest megnis fyrir ofan garđ og neđan.

Eiríkur Harđarson, 1.1.2008 kl. 03:10

2 Smámynd: Ragnar Geir Brynjólfsson

Ţađ má vera Eiríkur en ég er samt viss um ađ vináttan hefur einhvern tíma stöđvađ stríđ og vonandi á hún eftir ađ gera ţađ í framtíđinni. 'Hvađ er svo glatt sem góđra vina fundur' kvađ skáldiđ Jónas og víst er ađ fátt er skemmtilegra en ađ gleđjast í góđra vina hópi.

Vinátta og hlýjar tilfinningar til samferđafólksins eru eitt af ţví sem gefur lífinu einna mest gildi og ég er nokkuđ viss um ađ hún eykur gleđi manna og hamingju. Vináttutilfinningar til annarra eru ţví eftirsóknarverđar í sjálfum sér og ţađ merkilega er ađ ţćr er ekki hćgt ađ kaupa heldur ađeins rćkta.

Ragnar Geir Brynjólfsson, 1.1.2008 kl. 13:45

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband