Getur EFTA gengið í endurnýjun lífdaga?

Tillaga Björgólfs Thors í Kastljósinu á dögunum um að taka gengisáhættu út úr rekstri fyrirtækja hér á landi með því að skipta um gjaldmiðil er allrar athygli verð. Hann lagði m.a. til að taka upp svissneska frankann. Viðskiptaráðherra var fljótur til svars og taldi tormerki á því að það væri hægt því til þess þyrfti að koma á myntbandalagi við Sviss.

Nú spyr ég því í framhaldinu: Hvers vegna er ekki hægt að koma á myntbandalagi við Sviss? Hér er þegar fyrir hefð fyrir löngu samstarfi við Sviss í gegnum EFTA fríverslunarbandalag Evrópu sem segja má að sé ekki síðri hugmynd að samstarfi Evrópuríkja en EES þó svo síðarnefnda bandalagið hafi vaxið mun meira á síðustu áratugum. Sú viðleitni EES að koma á Bandaríkjum Evrópu er trúlega óraunhæf. Þó svo stofnun Bandaríkja Norður- Ameríku hafi tekist þrátt fyrir eitt frelsisstríð og eina borgarastyrjöld þá er ekki tryggt að sama gangi í Evrópu. Þar voru menn að stofna nýtt þjóðríki en hér er verið að sameina ríki þar sem hefðir og venjur eru fastar í sessi - sem og þjóðtungur og þjóðarsérkenni sem fólki eru kær.  Í Bandaríkjunum fórnuðu menn sínum þjóðlegu sérkennum af því þeir voru komnir í nýtt land. Hér í Evrópu er ekkert slíkt að gerast.

Fríverslunarbandalag Evrópu er aðili að EES samningnum og sá kostur að efla það bandalag og það samstarf er því möguleiki sem ætti að kanna til hlítar og ekki spillir tillaga Björgólfs í þessu sambandi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband