Sunnudagur, 30.12.2007
Getur EFTA gengiđ í endurnýjun lífdaga?
Tillaga Björgólfs Thors í Kastljósinu á dögunum um ađ taka gengisáhćttu út úr rekstri fyrirtćkja hér á landi međ ţví ađ skipta um gjaldmiđil er allrar athygli verđ. Hann lagđi m.a. til ađ taka upp svissneska frankann. Viđskiptaráđherra var fljótur til svars og taldi tormerki á ţví ađ ţađ vćri hćgt ţví til ţess ţyrfti ađ koma á myntbandalagi viđ Sviss.
Nú spyr ég ţví í framhaldinu: Hvers vegna er ekki hćgt ađ koma á myntbandalagi viđ Sviss? Hér er ţegar fyrir hefđ fyrir löngu samstarfi viđ Sviss í gegnum EFTA fríverslunarbandalag Evrópu sem segja má ađ sé ekki síđri hugmynd ađ samstarfi Evrópuríkja en EES ţó svo síđarnefnda bandalagiđ hafi vaxiđ mun meira á síđustu áratugum. Sú viđleitni EES ađ koma á Bandaríkjum Evrópu er trúlega óraunhćf. Ţó svo stofnun Bandaríkja Norđur- Ameríku hafi tekist ţrátt fyrir eitt frelsisstríđ og eina borgarastyrjöld ţá er ekki tryggt ađ sama gangi í Evrópu. Ţar voru menn ađ stofna nýtt ţjóđríki en hér er veriđ ađ sameina ríki ţar sem hefđir og venjur eru fastar í sessi - sem og ţjóđtungur og ţjóđarsérkenni sem fólki eru kćr. Í Bandaríkjunum fórnuđu menn sínum ţjóđlegu sérkennum af ţví ţeir voru komnir í nýtt land. Hér í Evrópu er ekkert slíkt ađ gerast.
Fríverslunarbandalag Evrópu er ađili ađ EES samningnum og sá kostur ađ efla ţađ bandalag og ţađ samstarf er ţví möguleiki sem ćtti ađ kanna til hlítar og ekki spillir tillaga Björgólfs í ţessu sambandi.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dćgurmál, Viđskipti og fjármál | Facebook
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.