Fimmtudagur, 31.3.2011
Framtíð langbylgjuútvarpsins?
Vægi útvarps sem fjölmiðils fer síst minnkandi þrátt fyrir samkeppnina við sjónvarpið og netið. Markaðurinn fyrir útvarpsviðtæki er yfirfullur af prýðilegum AM/FM tækjum og margir símar eða tónspilarar innihalda FM útvarpstæki.
Útvarpsviðtæki sem bjóða upp á móttöku á langbylgju eru samt sjaldséðari en áður þrátt fyrir að þannig tæki séu enn fáanleg. Aukið hlutfall viðtækja án langbylgju dregur úr öryggishlutverki langbylgjustöðvanna. Ný öryggistækni svo sem SMS sendingar munu líklega bætast við í flóru öryggistækja án þess að draga úr vægi dreifikerfis fjölmiðlanna en í því neti er og verður útvarpið nauðsynlegur þáttur.
Annað hvort þarf að gera kröfu um að innflutt útvarpsviðtæki séu með langbylgju eða þá að útsendingar verði fluttar af langbylgju yfir á miðbylgju (AM). Fyrri kosturinn er ekki góður því hann myndi skerða valkosti íslenskra neytenda. Hinn síðari er skárri en þá þyrfti líklega að fjölga sendistöðvum um tvær, auk þess að endurnýja tækjakost Gufuskála og Eiða.
Fleiri pistlar um sama efni:
http://ragnargeir.blog.is/blog/ragnargeir/entry/1066057/
http://ragnargeir.blog.is/blog/ragnargeir/entry/1053046/
Meginflokkur: Útvarp | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Ríkisútvarpið | Breytt s.d. kl. 22:25 | Facebook
Athugasemdir
Heill og sæll Ragnar; æfinlega !
Rétt mælir þú; sem oftar. Langbylgju þjónustan hér; á tíðnunum 189 og 207 Kílóriðum; er afleit mjög - og hefir verið, um langan tíma.
Á árunum; milli 1970 - 1980, voru meira að segja; möguleikar á, að ná Reykjavíkur útvarpinu, á Miðbylgjunni, lengi vel.
Með kveðjum góðum; austur yfir fljót /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 1.4.2011 kl. 22:58
Takk fyrir innlitið Óskar. Já það má segja að þó að Gufuskálastöðin sé bæði aflmeiri og með fullkomnari tækjabúnað en Vatnsendastöðin hafði að þá nutu Sunnlendingar nálægðarinnar við Vatnsendasendinn og bæði móttökuskilyrði og hljómgæði voru í ágætu lagi hér. Gufuskálar eru bara svo miklu lengra í burtu að þó stöðin náist að þá hljómar hún veikari hér en Vatnsendi var og ýmis umhverfishljóð svo sem frá tölvum koma inn í sendinguna.
Því tel ég að fólk verði því aðeins ánægt með styrkmótað útvarp (AM) ef sendistöðin er ekki of langt í burtu.
Ragnar Geir Brynjólfsson, 2.4.2011 kl. 15:54
Og sömuleiðis með góðum vorkveðjum vestur yfir ána.
Ragnar Geir Brynjólfsson, 2.4.2011 kl. 16:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.