Færsluflokkur: Ríkisútvarpið

Styrkir til fleiri aðila en RÚV stuðla að fjölbreytni og jafnræði í menningarmálum

Ráðleggingar OECD til íslensku ríkisstjórnarinnar um að hún eigi að draga úr ríkisumsvifum ættu að geta verið ríkisstjórninni kærkomið tækifæri og rökstuðningur fyrir því að dreifa áherslum sínum í menningarmálum. Til dæmis gæti hún skorið á náin tengsl...

Yfirlit yfir pistla mína um RÚV

Á síðastliðnum mánuðum hef ég tekið saman nokkra pistla sem varða málefni Ríkisútvarpsins. Þeir eru sem hér segir í tímaröð, nýjasti fyrst og sá elsti síðast: Pistlarnir Af hverju kemur vonda veðrið okkur alltaf á óvart og Óviðunandi frammistaða RÚV í...

Af hverju kemur vonda veðrið okkur alltaf jafn mikið á óvart?

Á Selfossi var ástandið ekki slæmt hvað varðar samgöngur í gærmorgun, þar voru götur ruddar og lítið fjúk en strax og kom út fyrir bæinn var ástandið mun verra, skafrenningur og skafbylur, skyggni lítið, hálka, myrkur og þæfingsfærð fyrir fólksbíla....

Óviðunandi frammistaða RÚV í óveðrinu á Austurlandi

Í óveðrinu sem gekk yfir Austurland 30. 12. síðastliðinn var það ekki RÚV heldur mbl.is sem varð haldreipi fólks sem setið hafði tímunum saman í rafmagnsleysi. Sjá þessa bloggfærslu hér . Er hið margumrædda öryggishlutverk RÚV kannski í og með það að...

Enn birtast vankantar á fyrirkomulagi Ríkisútvarpsins ohf

Enn eitt dæmið um það hve fyrirkomulag ríkisútvarpsins er óheppilegt er að með hlutafélagsvæðingunni þá flýtur þessi hálf- opinbera stofnun í tómarúmi á milli opinbera geirans og einkageirans. Hvers konar hlutafélag er það sem þarf að standa fjölmiðlum...

Hlúa þarf betur að hljóðrituðum menningararfi

Í grein 3 í lögum nr. 6 frá 1. febrúar 2007 um Ríkisútvarpið ohf segir um hlutverk almannaútvarps, en það er m.a: Að varðveita til frambúðar frumflutt efni, enda sé gengið frá samningum við aðra rétthafa efnis um að slíkt sé heimilt. Í 4. grein segir...

Stofnun ljósvakasafns er löngu tímabær

Stundum heyrist það viðhorf til stuðnings þess að RÚV verði áfram í ríkiseign að ekki megi láta menningararf þjóðarinnar til einkaaðila. En það þarf ekki að gerast. Hægt er að skilja á milli varðveisluhluta menningararfsins og hins daglega reksturs...

RÚV - og hin rausnarlegi styrkur Björgólfs

Hinn rausnarlegi styrkur sem Björgólfur Guðmundsson hefur lofað RÚV er lofsvert framtak og sýnir að meðal íslenskra athafnamanna fyrirfinnst menningarlegur metnaður og áræði. Viðbrögðin við styrknum eru blendin. Formaður Hollvinasamtakanna lýsti...

RÚV - Menningarleg Maginotlína

Stjórnvöld telja greinilega að RÚV eigi að vera brjóstvörn og merkisberi íslenskrar menningar og mynda mótvægi við erlend áhrif. Hugmyndafræðin á bakvið RÚV er því eins og sú á bakvið Maginotlínuna frönsku [1]. Maginotlínan var geysilega íburðarmikið...

Tæknin breytir stöðunni varðandi ljósvakamiðlun til dreifðra byggða

Ein af þeim meginröksemdum sem færðar hafa verið fyrir ríkisútvarpi er að enginn einn aðili hafi bolmagn til að halda uppi útvarps- eða sjónvarpsrás sem náist um allt land, í afskekktustu sveitum og á fjarlægustu miðum. Þetta ásamt öryggisrökum, þ.e. að...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband