Færsluflokkur: Ríkisútvarpið
Sunnudagur, 26.10.2008
Langbylgjustöðin á Eiðum nægir ekki þegar Gufuskálar detta út
Nýlega var tilkynnt á langbylgjustöð RÚV á Gufuskálum að vegna viðhalds og viðgerða ætti að fella niður útsendingar um nokkra stund og á meðan var fólki bent á að stilla á langbylgjustöðina á Eiðum sem sendir út á 207 khz með 100 kw sendistyrk en það er...
Föstudagur, 24.10.2008
Þarf aukna ímyndarvitund í barnatímum RÚV Sjónvarps?
Eitt af þeim atriðum sem RÚV - Sjónvarp á hrós skilið fyrir eru góðir barnatímar. Þar hafa margar skemmtilegar persónur bæði raunverulegar og leiknar stigið á stokk og skemmt börnum landsins síðustu áratugina með söng, sögum og fróðleik. Þetta er þarft...
Mánudagur, 20.10.2008
Er öryggishlutverk RÚV fyrir borð borið?
Við skulum vona að nú rætist ekki gamla orðtækið að allt sé þá þrennt er. Suðurlandsskjálfti, bankahrun og hvað svo? Vonandi ekki harðindavetur, Kötlugos, eða einhver önnur óáran sem alltaf má búast við hérlendis. Undir slíkum kringumstæðum getur verið...
Sunnudagur, 19.10.2008
Ríkisútvarpið í nýju ljósi efnahagsmála
Í ljósi atburða í efnahagsmálum landins sem orðið hafa síðustu daga og vikur er ólíklegt að formlegt eignarhald ríkisins breytist að neinu marki hvað RÚV varðar. Í þessari stöðu er því lítið annað að gera en horfa fram á óbreytt ástand en með einni...
Sunnudagur, 19.10.2008
Var FM væðing landsbyggðarinnar mistök?
Þeir lesenda sem muna þann tíma þegar Útvarp Reykjavík var eina útvarpsstöðin muna líka eftir langbylgjustöðinni stóru á Vatnsendahæð sem síðar var flutt vestur á Snæfellsnes og er þar enn. Núna er sú stöð rekin fyrst og fremst á öryggisforsendum sem og...
Þriðjudagur, 23.9.2008
Frábær dagskrá í Ríkissjónvarpinu síðdegis á sunnudaginn
Dagskrá sjónvarpsins síðdegis á sunnudaginn var var í einu orði sagt frábær. Ég horfði á tvo dagskrárliði og gat varla slitið mig frá skjánum. Fyrst sá ég mjög fróðlegan þátt frá BBC um forna menningu Indlands og Mið-Asíu og á eftir var þáttur um...
Sunnudagur, 21.9.2008
Um hlutverk ríkisvaldsins - hvernig á að þekkja svanasöng stofnunar?
Atburðir síðustu daga í fjármálaheiminum sem felast í öflugu inngripi bandaríska ríkisins til viðreisnar fjármálamarkaðnum þar í landi varpa ljósi á hlutverk ríkisvaldsins: Það á að grípa inn í þegar enginn annar getur bjargað málunum og það á að...
Laugardagur, 16.8.2008
Ríkisútvarp þarf ekki að vera það sama og almannaútvarp
Við lestur pistla minna um Ríkisútvarpið kynni einhver að halda að mér þætti dagskrá þess léleg eða að ég forðaðist að hlusta eða horfa á það. Svo er ekki. Ég hef um langt árabil verið aðdáandi Rásar - 1 og í kvöld hlustaði ég af og til á rásina frá kl....
Miðvikudagur, 13.8.2008
Radio Luxembourg - minningar
Þa er ekki víst að yngri lesendur bloggsins kannist við Radio Luxembourg . Þetta var frjáls og óháð útvarpsstöð sem útvarpaði aðallega á ensku frá furstadæminu Luxembourg og var fjármögnuð með sölu auglýsinga. Þessi útvarpsstöð á sér langa sögu en hún og...
Miðvikudagur, 9.7.2008
Menningarlegt sjálfstæði landsbyggðarinnar er brýnt
í nýlegum niðurskurðaráætlunum RÚV sést glöggt að RÚV er í kjarnann það sem það hefur alltaf verið og heitið: Útvarp Reykjavík . Ekki er nóg með að nú sé skorið niður á svæðisstöðvunum fyrir vestan, norðan og austan. Hér fyrir sunnan er engin stöð til að...
Ríkisútvarpið | Breytt s.d. kl. 19:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)