Hver ber ábyrgð þegar gögn eru fengin með ólögmætum hætti?

Það hefur vakið athygli að í nýlegum þáttum Kveiks, fréttaskýringarþáttar Ríkisútvarpsins, hefur verið fjallað ítarlega um mál sem byggja á gögnum sem komið hafa frá gagnaleka sem á sínum tíma var kallaður „Glitnis-skjölin“. Nú hefur komið í ljós að þessi gögn voru ekki bara frá Glitni heldur einnig úr safni gagna sem stolið var frá embætti Sérstaks saksóknara – gögnum sem áttu að vera undir vernd réttarkerfisins. Samkvæmt fréttum hafa blaðamenn haft þessi gögn undir höndum um nokkurt skeið og unnið efni upp úr þeim. Þetta vekur spurningar – ekki bara um efnistök, heldur líka um siðferðileg mörk, ábyrgð og hlutverk ríkisfjölmiðils.

Ef gögn eru með ólögmætum hætti tekin frá opinberu embætti, sem meðhöndlaði þau sem trúnaðargögn í sakamálum, og þau eru síðan nýtt af fréttamönnum opinbers fjölmiðils, má þá ekki með réttu spyrja: Hver ber ábyrgð? Hver metur lögmæti þess að nota gögn sem hugsanlega voru fengin með refsiverðum hætti? Er það alfarið í höndum ritstjóra að meta slíkt? Er það kannski hlutverk siðanefndar, lögfræðings, eða – ef hann er til – einhvers konar regluvarðar hjá stofnuninni?

Þegar um Ríkisútvarpið er að ræða bætist við annar þáttur: RÚV er ekki einkafyrirtæki með frjálsa stefnu og ábyrgð gagnvart hluthöfum, heldur stofnun sem starfar samkvæmt sérlögum, þiggur rekstrarframlag frá almenningi og hefur samkvæmt útvarpslögum skyldu til að endurspegla traust, fagmennsku og menningarlegan fjölbreytileika samfélagsins. Þar má með sanni segja að kröfurnar um gagnsæi og siðferðilega ábyrgð eigi að vera hærri en víðast annars staðar.

RÚV hefur vissulega sett sér upplýsingaöryggisstefnu sem byggir á alþjóðlega staðlinum ISO 27001:2017 og þar kemur fram skýr vilji til að gæta að öryggi og réttri meðferð viðkvæmra gagna. Það hlýtur að teljast verulegt álitaefni hvort sú varðveisla og meðferð gagna sem hér um ræðir – gagna sem vitað er að eiga sér ólögmætan uppruna – falli innan þeirra ramma sem stefnan kveður á um. Þar sem stofnunin gefur í skyn að hún starfi samkvæmt þessum stranga staðli, þá snertir varðveisla og eyðing slíkra gagna óhjákvæmilega starfssvið regluvarðar, og í þessu tilfelli er það upplýsingaöryggisstjóri RÚV sem fer með þá ábyrgð. Stóra spurningin í þessu samhengi er hvort – og hvernig – blaðamennirnir sem hafa gögnin undir höndum munu hlíta þeim ráðleggingum sem upplýsingaöryggisstefnan leggur til eða mælir fyrir um í þessu sambandi. Er slíkur rammi til staðar innan stofnunarinnar og eru þessir verkferlar raunverulega til staðar og virkir þegar kemur að viðkvæmum málum?

Það er ekki hægt að segja einfaldlega að „efnið hafi verið fréttnæmt, því birtum við það“. Slík rök væru líka nothæf fyrir þann sem keypti stolin gögn – eða þann sem birti nektarmyndir án leyfis. Fréttnæmi eitt og sér getur ekki réttlætt öll meðul, og þegar gögn eru til komin vegna refsiverðrar háttsemi, hlýtur að þurfa að gera strangt siðferðilegt mat á birtingu þeirra. Það mat á ekki að vera í höndum einstakra blaðamanna einna saman – heldur að vera hluti af faglegu verklagi og ábyrgðarskipan.

Ef ekki liggur fyrir skýrt mat, eða ef enginn ber formlega ábyrgð innan stofnunarinnar á slíkum málum, þá er það sjálft tilefni til umræðu. Hver metur hvenær gögn eru „réttilega fengin“? Hvernig tryggjum við að slík gögn innihaldi ekki trúnaðarupplýsingar um einstaklinga sem aldrei voru ákærðir, voru sýknaðir, eða áttu aldrei að vera hluti af opinberri umræðu?

Við lifum á tímum þar sem gagnalekar eru orðin tíð tíðindi og margt bendir til þess að almenningur vilji gagnsæi. En það þýðir ekki að öll gögn eigi að liggja opin almenningi. Við verðum að spyrja okkur: Viljum við að opinber fjölmiðill geti, án sýnilegrar formlegrar ábyrgðarkeðju, unnið úr gögnum sem stolið var úr lokuðum möppum réttarkerfisins. 


Þakkarorð til Morgunblaðsins – og vinsamleg spurning til RÚV

Það hefur verið fróðlegt að fylgjast með fréttaflutningi hér heima í kjölfar kjörs Leós XIV páfa, sem varð fyrsti páfinn frá Bandaríkjunum. Þótt flestir Íslendingar fylgist eflaust úr fjarlægð með þessum atburðum, þá snertir þetta stórt svið trúarlegra...

Nýr páfi Leó XIV og þjóðfélagskenning kirkjunnar

Nýkjörinn páfi, Leó XIV, hefur valið sér nafn sem minnir á tímamót í sögu kirkjunnar og vestrænnar samfélagsumræðu. Sá síðasti sem bar þetta nafn, Leó XIII er einkum þekktur fyrir að hafa skrifað bréfið Rerum Novarum árið 1891 – rit sem markaði...

Frans páfi: Efri ár geta verið uppspretta góðvildar og friðar

7. febrúar síðastliðinn skrifaði Frans páfi formála að bók eftir ítalska kardínálann Angelo Scola, þar sem fjallað er um reynsluna af því að eldast og hvernig hægt er að horfa á síðasta hluta ævinnar með þakklæti og von. Bókin ber nafnið Í bið eftir nýju...

Minning um Frans páfa

Frans páfi lést snemma í morgun, friðsæll og hógvær líkt og hann hafði lifað. Hann markaði djúp spor í hjörtu margra með einlægni sinni, nánd við fátæka og þá sem stóðu utanveltu og því hvernig hann leitaðist við að bera vitni um miskunn Guðs. Fyrir...

Stuttbylgjur og stafrænt útvarp: Ný tækifæri í fjarkennslu fyrir þróunarlönd

Hvernig má koma námsefni til skila þar sem engin nettenging er til staðar og rafmagnið takmarkað? Ný tilraun með stafrænt útvarp (DRM – Digital Radio Mondiale) gefur tilefni til bjartsýni fyrir þróunarlönd og afskekkt svæði. Kennslustundir sendar í...

Fræðileg sniðganga hjálpar engum

„Ég er kona, ég er kristin og ég er arabísk. Ég get ekki verið neitt annað en þetta allt í einu. Og það er ekki veikleiki – heldur styrkur,“ sagði Mouna Maroun eftir að hún var skipuð rektor Háskólans í Haifa. Í fyrsta sinn í Ísrael...

Dr. Peter Navarro og kenningar hans

Dr. Peter Navarro sem nú er í heimsfréttunum vegna ágreinings við Elon Musk hefur verið mjög gagnrýndur fyrir áherslur sínar í tengslum við alþjóðahyggju og frjáls milliríkjaviðskipti. Hagfræðikenningar hans byggjast að miklu leyti á þeirri hugsun að...

Heimsviðskipti: Frá fræðilegri hagkvæmni til raunhæfs jafnvægis

Í áratugi hefur heimsviðskiptakerfið byggst á þeirri hugmynd að sérhæfing og frjáls viðskipti leiði til mestrar hagkvæmni. Lönd framleiða það sem þau gera best og flytja inn það sem önnur lönd framleiða ódýrar. Neytendur græða – verðin lækka,...

Geta verndartollar bjargað innlendum iðnaði og fagþekkingu?

Fyrirtækið Kambar, sem sérhæfði sig í framleiðslu fyrir byggingariðnað, hefur nýlega farið í þrot. Samkvæmt frétt Morgunblaðsins ([ sjá viðtengda frétt ]) missa 70 manns vinnuna. Þetta er mikið áfall fyrir starfsmenn þess og fyrir iðnaðinn á Suðurlandi,...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband