Húsnæðisskorturinn er að þróast yfir í neyðarástand

Í mörg ár hefur verið rætt um húsnæðisskort sem markaðsvanda. Lausnirnar hafa snúist um að hvetja til uppbyggingar, lækka vexti og aðlaga lánaskilyrði. En þegar staðan er orðin sú að fjöldi fólks býr við aðstæður sem ekki standast lágmarkskröfur þá er ekki lengur verið að fást við markaðsvanda heldur samfélagslegt neyðarástand.

Áætlað hefur verið að allt að 4.500-5.000 íbúðir vanti á hverju ári fram til ársins 2050. Greining HMS sýnir jafnframt að allt að 80% einstaklinga stæðust ekki greiðslumat fyrir nýjum íbúðum á höfuðborgarsvæðinu með lágmarks eigið fé. Því er ljóst að ekki dugar einfaldlega að byggja — það þarf að spyrja: Fyrir hvern er verið að byggja? 

Þegar sumarhús, hesthús og ferðavagnar verða heimili
Vandinn birtist ekki lengur bara í tölum og spám. Hann er orðin sýnilegur. Fólk býr í sumarhúsum, ferðavögnum, iðnaðarhúsnæði, hesthúsum og herbergjahótelum. Þetta eru búsetuform sem bjóða ekki upp á nægilegt öryggi — og alls ekki lögheimilisskráningu. Án lögheimilis er erfitt að fá fulla þjónustu frá hinu opinbera. Fólk verður ósýnilegt í kerfinu og getur t.d. ekki sótt um húsaleigubætur. 

Ekki hægt að treysta á markaðinn einan
Markaðurinn byggir þar sem mest selst og hagnaður er mestur — en staðreyndin er samt sú að  þrátt fyrir húsnæðisáætlanir sveitarfélaga er illmögulegt fyrir einstæða foreldra með lágar tekjur, öryrkja, ungt fólk sem stendur á þröskuldi sjálfstæðs lífs, eða aldraða sem þurfa að minnka við sig að finna húsnæði á viðráðanlegu verði. Fyrri borgarstjóri Reykjavíkur virtist ekki gera sér grein fyrir vandanum þegar hann lét svo ummælt um hjólhýsabyggðina á Sævarhöfða að hann teldi að frekar ætti að mæta lágtekjuhópum með sérstökum úrræðum og benti þeim á að fara annað. Í þessum orðum opinberaðist óskiljanleg blinda gagnvart stöðu þessa fólks eins og hún er og ástandinu almennt. Eru fleiri sveitarstjórnarmenn kannski slegnir sömu blindu?

Neyðin kallar á samstillt átak þar sem ríki og sveitarfélög leggja sitt af mörkum, ekki bara með fjármagni heldur með skipulagi, einföldun regluverks og skýrri forgangsröðun. Það þarf að fjölga tímabundnum neyðarúrræðum, hugsanlega byggja upp gámalausnir eða smáhýsi. Slík úrræði þurfa ekki að vera dýr.

Húsnæðisöryggi er ekki munaður — það er mannréttindi
Við bregðumst hratt við þegar hamfarir valda skemmdum á heimilum. Þá reynum við að finna fé, og leitum lausna með samvinnu. En húsnæðisskorturinn sem nú stendur yfir veldur ekki minna tjóni á lífi fólks — hann gerist bara hægar og hljóðlega. Og hann bitnar á þeim sem minnst mega sín.

Húsnæðisöryggi ætti að vera grunnforsenda í hverju velferðarsamfélagi. Því miður er það nú orðið að forréttindum. Því hljótum við að spyrja: hvenær verður gripið inn í af alvöru? Hvenær verður viðurkennt að hér er ekki bara skortur — heldur neyðarástand?


Fræðileg sniðganga hjálpar engum

„Ég er kona, ég er kristin og ég er arabísk. Ég get ekki verið neitt annað en þetta allt í einu. Og það er ekki veikleiki – heldur styrkur,“ sagði Mouna Maroun eftir að hún var skipuð rektor Háskólans í Haifa. Í fyrsta sinn í Ísrael...

Kína tekur stórt stökk fram á við í stafrænu útvarpi

Á meðan ágúst er friðsæll sumarleyfismánuður víða um heim, hefur hann verið ákaflega viðburðaríkur hjá DRM-samtökunum (Digital Radio Mondiale). Stærstu tíðindin koma frá Kína: þann 1. ágúst 2025 tilkynnti kínverska útvarps- og sjónvarpsstofnunin (NRTA)...

Frá klaustri til kaldhæðni: Fóstbræðra saga og Gerpla

Fóstbræðra saga, sem talin er rituð um miðja 13. öld (líklega á árunum 1250–1270), er ein sérkennilegasta fornsaga okkar Íslendinga. Hún fjallar um hina frægu fóstbræður Þormóð Kolbrúnarskáld og Þorgeir Hávarsson, en í stað þess að hylla þá sem...

Hver var Ólafur helgi?

Ólafur "hinn helgi" Haraldsson, Noregskonungur, fæddur um 995 féll í orrustunni við Stiklarstað 29. júlí árið 1030. Fljótlega eftir það hófst dýrkun á minningu hans sem heilags píslarvotts, og Grímkell biskup í Þrándheimi lýsti hann heilagan. Saga hans...

Í stað þess að mótmæla – hvað með að taka þátt?

Mörg ungmenni virðast líta svo á að hefðbundin stjórnmálastarfsemi skili litlu. Þau mæta á mótmæli, tjá sig á samfélagsmiðlum og hafna flokkum sem þau telja sundurleitna og úrelta. En væri ekki tilvalið að þau fengju að kynnast starfsemi flokkanna að...

Var sameign almennings tekin ranglega með beitingu trúarlegra áhrifa? Athugasemd við pistla Indriða Þorlákssonar

Í pistlum sem birst hafa á vefritinu Heimildin heldur Indriði Þorláksson, fyrrverandi ríkisskattstjóri, því fram að sameignarréttur yfir jörðum hafi raskast þegar trúarlegum áhrifum hafi verið beitt til að koma yfirráðum á jörðum í hendur kaþólsku...

Ofsóknirnar sem áttu að sameina heimsveldið

Á fjórðu öld eftir Krist stendur Rómaveldi á barmi upplausnar. Út á við virðist keisaraveldið enn öflugt – en að innan molnar það undan vantrausti, sundrungu og siðferðilegri örþreytu. Það sem gerist á þessum tíma er saga ríkis sem varð smám saman...

Hjólhýsabúar: Tími úrræðanna er runninn upp

Ákvörðun borgaryfirvalda í Reykjavík um að stofna starfshóp sem finna á hjólhýsabúum við Sævarhöfða samastað kemur ekki of snemma. Hún staðfestir það sem margir hafa lengi bent á: að ástandið hefur ekki skánað. Hjólhýsin sem áður voru álitin undantekning...

Norður-Frakkland við upphaf 15. aldar – áður en þjóðarvitundin vaknaði

Í gömlum ævintýrum og þjóðsögum er stundum sagt að börn sjái það sem fullorðnum er hulið. Í sögunni um nýju fötin keisarans gengur hinn valdmikli konungur um nakinn, því enginn fullorðinn þorir að segja sannleikann – af hræðslu við að virðast...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband