Lífreyrir hćkkar í 280 ţús. 1. jan. '17 og 300 ţús. 1. jan. '18

Eitt af ţeim málum sem tókst ađ ljúka fyrir ţinglok var stjórnarfrumvarp sem félagsmálaráđherra Eygló Harđardóttir lagđi fram á Alţingi 2. sept. sl. Frumvarpiđ var svo samţykkt sem lög 13. okt. sl. Samkvćmt lögunum verđa elli- og örorkulífeyrisţegum sem halda einir heimili og eru međ fullan búseturétt hér á landi tryggđar 280.000 kr. á mánuđi frá 1. janúar 2017 og ári síđar hćkkar sú fjárhćđ í 300.000 kr. Sjá nánar hér á vef Velferđarráđuneytisins. Ţetta atriđi er númer 3 í kosningastefnuskrá Framsóknar


Skattaívilnanir til efnahagslega veikra svćđa

Eitt af ţeim málum sem Framsókn setur á oddinn* i komandi kosningum er ađ skođađ verđi hvort beita megi skattaívilnunum til fyrirtćkja og einstaklinga á efnahagslega veikum svćđum á landsbyggđinni. Ásgerđur Kristín Gylfadóttir frá Höfn, frambjóđandi Framsóknar í Suđurkjördćmi skrifađi grein í Mbl. 12. okt. sl. Ţar lýsti hún ţví hve erfitt getur veriđ ađ fá fagfólk til starfa og búsetu úti á landi og algengt sé ađ lćknar sinni heilsugćslu ađ heiman međ ţví ađ vera 5-7 daga í hérađi međ störfum á höfuđborgarsvćđinu. Hún nefndi einnig atriđi** sem flokksţing Framsóknar samţykkti nýlega sem ályktun en ţađ er ađ veita afslátt af námslánum kjósi fólk ađ setjast ađ á ákveđnum svćđum sem ţarfnast stuđnings. 

Sigmundur Davíđ Gunnlaugsson oddviti Framsóknar í NA-kjördćmi skrifađi einnig grein í Mbl. 15. okt. sl. (bls. 27) og nefndi ţessi atriđi en einnig ađ ţriđjungur veiđigjalda ćtti ađ renna til sveitarfélaga utan höfuđborgarsvćđisins, ţriđjungur í ţróunarverkefni hringinn í kringum landiđ og ţriđjungur í sóknarverkefni sem geri byggđirnar eftirsóknarverđari. Einnig ađ opna ţurfi nýjar fluggáttir til landsins á Akureyri og Egilsstöđum og gera flugvellina ţar betur samkeppnishćfa. Hann nefnir ađ fćra ţurfi sveitarfélögunum auknar beinar tekjur af vaxandi ferđaţjónustu ţví megniđ af innviđauppbyggingunni falli til utan Reykjavíkur en megniđ af tekjunum séu lögđ á í borginni.

*  Sjá 9. punktinn í kosningastefnuskrá Framsóknar. 
** Sjá ályktanir 34. Flokksţings Framsóknar, bls. 28.


Framtíđarţróun trjágróđurs í ţéttbýlinu á Selfossi

Á Selfossi hefur vaxiđ upp hinn myndarlegasti ţéttbýlisskógur. Trén eru flestum til ánćgju. Ţau mynda náttúrulegt og lífrćnt umhverfi, draga úr hljóđmengun og veita skjól. Í sumum tilfellum er skuggavarp ţeirra og lauffall á haustin ţó orđiđ athugunarefni. Ţetta haustiđ hefur lauffall orđiđ mikiđ á stuttum tíma og er asparlaufiđ mest áberandi. Laufmagniđ hefur líklega aldrei veriđ meira og tíđar rigningar og stormar á stuttum tíma hafa haft sitt ađ segja núna í miđjum október.

Á sunnudaginn var gekk ég um götur Selfoss og ţađ verđur ađ segjast ađ ţađ var lítil prýđi af niđurrigndum asparlaufahrúgum á gangstéttum og í göturćsum. Nú gćti veriđ lag fyrir okkur Selfyssinga ađ huga meira ađ plöntun annarra tegunda en aspa og jafnframt huga ađ grisjun ţeirra ţar sem ţćr standa of ţétt eđa á óheppilegum stöđum.

Aspirnar hafa gert og gera sitt gagn hér, eru búnar ađ mynda skjólgóđan skóg sem getur greitt öđrum tegundum götu. Á eftirfarandi tengli er samantekt á ţeim tegundum sem gćtu hentađ í ţéttbýli: [Tengill]. Á áđurnefndri göngu minni dáđist ég t.d. ađ fallegum grenitrjám og vel snyrtum furutrjám. Greniđ missir hvorki barr sitt né grćnan lit og skýlir ţví betur á veturna en naktar aspir. 


Byggđur verđi nýr Landspítali og framlög til heilbrigđisstofnana aukin

Íslenska heilbrigđiskerfiđ á ađ vera í fremstu röđ og ávallt á ađ vera í bođi eins góđ heilbrigđisţjónusta og mögulegt er. Nýleg úttekt á starfsemi Landsspítalans verđi höfđ ađ leiđarljósi. Efla ber ţjónustu heilsugćslunnar, ţá verđur ađ leggja meiri áherslu á menntun starfsmanna framtíđarinnar í heilbrigđiskerfinu, m.a. međ auknum framlögum til heilbrigđissviđa háskólanna.

Úr kosningastefnuskrá og ályktunum 34. flokksţings Framsóknar um heilbrigđismál.


Unniđ verđur eftir sóknaráćtlun í loftslagsmálum

Framsókn ćtlar ađ vinna eftir sóknaráćtlun í loftslagsmálum* sem er ađ fullu fjármögnuđ til nćstu ţriggja ára í samrćmi viđ skuldbindingar Íslands í Parísarsamkomulaginu. Áćtlunin byggir á verkefnum sem draga úr losun gróđurhúsalofttegunda í samgöngum, sjávarútvegi, landbúnađi og viđ landnotkun. Innviđum fyrir rafbíla verđur komiđ upp, auknu fé verđur variđ í landgrćđslu og til skógrćktar, einnig verđur gert átak til ađ draga úr matarsóun. 

Sjá 10. liđ kosningastefnuskrárinnar.
Sjá sóknaráćtlunina hér.


Möguleikar fólks til ađ byggja sjálft hafa veriđ skertir

Ţessu veldur lítiđ frambođ leigulóđa á höfuđborgarsvćđinu og í nágrenni ţess og hugsanlega einnig auknar og nokkuđ strangar kröfur um gćđaeftirlit í byggingarreglugerđinni frá 2012. Fjárfestar og félög hafa ađ mestu séđ um uppbygginguna á ţessum svćđum.  Fyrirhugađar byggingar opinberra og hálf-opinberra ađila á leiguíbúđum koma ekki til móts viđ óskir ţeirra sem kjósa einbýli og vilja byggja sjálfir. Lóđir í einkasölu eru almennt of stórar og dýrar. Hugsanleg lausn vćri ađ auka frambođ lítilla leigulóđa ţar sem gert vćri ráđ fyrir litlum einbýlum á bilinu frá 40-100 fm. og tryggja ađ einungis einstaklingar gćtu fengiđ ţeim úthlutađ. Samtímis ţyrfti ađ koma í veg fyrir rađumsóknir tengdra ađila. 


mbl.is Víđast ódýrara ađ byggja en kaupa
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Kosningastefnuskrá Framsóknar birt

Kosningastefnuskrá Framsóknar hefur veriđ birt. Hún er í 11 stuttum liđum sem eru: 

 • Hagur millistéttarinnar verđi bćttur enn frekar; neđra skattţrep verđi lćkkađ verulega og persónuafsláttur verđur útgreiđanlegur
 • Peningastefnuna skal endurskođa, raunvextir á Íslandi ţurfa ađ endurspegla breyttan efnahagslegan veruleika
 • Lágmarkslífeyrir aldrađra verđi 300 ţúsund krónur á mánuđi og fylgi lágmarkslaunum á almennum vinnumarkađi
 • Byggđur verđur nýr Landspítali á nýjum stađ og framlög til heilbrigđisstofnanna um allt land aukin
 • Tannlćkningar aldrađra verđa gjaldfrjálsar og hjúkrunarrýmum fjölgađ um allt land
 • Taka skal upp komugjald á ferđamenn sem nýtt verđur til innviđa
 • Fćđingarorlof verđi 12 mánuđir og greiđsluţak hćkkađ í 600 ţúsund krónur, barnabćtur hćkkađar og barnaföt verđi án virđisaukaskatts
 • Hluta námslána verđur breytt í styrk og sérstök áhersla lögđ á ađ styrkja iđn- og verknám
 • Skođađ verđi hvort beita megi skattaívilnunum til fyrirtćkja og einstaklinga á efnahagslega veikum svćđum á landsbyggđinni
 • Unniđ skal eftir sóknaráćtlun í loftslagsmálum sem er ađ fullu fjármögnuđ til nćstu ţriggja ára í samrćmi viđ skuldbindingar Íslands í Parísarsamkomulaginu
 • Ađstođa ungt fólk međ úrrćđinu Fyrsta fasteign og öđrum ađgerđum í húsnćđismálum – leiguíbúđir og fjölgun námsmannaíbúđa

Sjá nánar hér.


Hver mun skrifa bréf núna?

Nýlega skrifuđu nokkrir ţingmenn okkar bréf til ţingmanna pólska ţingsins vegna frumvarps um fóstureyđingar sem lá fyrir pólska ţinginu og ţeir voru ósammála. Hvađ ţá nú, er ekki tímabćrt ađ gott fólk leggist á árarnar til ađ beina ţrýstingi ađ stjórnvöldum í Pakistan, en hćstiréttur ţar í landi hefur frestađ ţví ađ taka fyrir áfrýjun dauđadóms yfir kristinni fimm barna móđur sem dćmd var til dauđa fyrir guđlast eftir ađ hún lenti í rifrildi viđ múslímska konu vegna vatnsskálar. 


mbl.is Hvađ verđur um Bibi?
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Greiđar samgönguleiđir eru lífćđ búsetu í landinu

Vegakerfiđ hefur stórlega látiđ á sjá vegna viđhaldsleysis á ađeins örfáum árum. Mikilvćgt er ađ fjárfesta í uppbyggingu og viđhaldi vegakerfisins. Auka ţarf umferđaröryggi og vinna kerfisbundiđ eftir sérstakri umferđaröryggisáćtlun. Á nćsta ári skal ráđast í sérstakt átaksverkefni til ađ bregđast viđ ţví hćttuástandi sem víđa hefur skapast í vegakerfinu. Sérstök áhersla verđi lögđ á gerđ ađreina og bćttra vegmerkinga. Tryggja verđur ađ á hverjum tíma sé ađ minnsta kosti unniđ ađ tveimur jarđgöngum í landinu og áfram haldiđ ţar til brýnustu verkefnum á ţví sviđi er lokiđ. Í ţví sambandi sé sérstaklega lögđ áhersla á ađ rjúfa einangrun byggđalaga á Austurlandi og Vestfjörđum.

Úr ályktunum 34. flokksţings Framsóknar um samgöngur.


mbl.is Álftafjarđargöng undirbúin
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Fíkniefnamálin: Hin portúgalska leiđ hentar ekki óbreytt hérlendis

Píratar vilja taka upp portúgölsku leiđina í fíkniefnamálum*. Sú leiđ var tekin upp eftir ađ um 1% ţarlendra hafđi ánetjast heróíni. Samkvćmt ţessari leiđ eru leyfđir neysluskammtar gramm af heróíni, alsćlu, amfetamíni, tvö grömm af kókaíni eđa 25 grömm af kannabis! Fráleitt er ađ ćtla ađ leyfa svo mikiđ magn hérlendis enda ađstćđur ađrar en í Portúgal. Aftur á móti er sá hluti stefnunnar er snýr ađ afglćpavćđingu og skađaminnkun ţess verđur ađ skođa. T.d. sá ţáttur hennar ađ skylda ţá sem teknir eru međ skammta ađ mćta fyrir nefnd félagsráđgjafa, geđlćknis og saksóknara og hlíta úrrćđum ţeirra. Hugsanlegt er ađ ţessi úrrćđi geti skilađ betri niđurstöđum í málum ungmenna fremur en dómar og afleiđingar ţeirra. 

* Liđur 2 undir "Declarations" í Fíkni- og vímuefnastefnu Pírata sem tengt er á hér ađ ofan. 


mbl.is VG og Píratar hnífjöfn
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband