Mánudagur, 19.5.2025
Þakkarorð til Morgunblaðsins og vinsamleg spurning til RÚV
Það hefur verið fróðlegt að fylgjast með fréttaflutningi hér heima í kjölfar kjörs Leós XIV páfa, sem varð fyrsti páfinn frá Bandaríkjunum. Þótt flestir Íslendingar fylgist eflaust úr fjarlægð með þessum atburðum, þá snertir þetta stórt svið trúarlegra og menningarlegra tengsla í heiminum og einnig stóran hóp fólks sem býr hér á landi.
Morgunblaðið hefur fylgt þessum atburðum eftir með virðingu og áhuga. Spurning, í fullri vinsemd, er hvort RÚV gæti gert meira úr þessum atburðum? Þar á bæ eru fluttar stuttar fréttir um kjörið sjálft, án þess að fjallað sé dýpra um bakgrunn eða viðbrögð, hvorki innanlands né utan. A.m.k. er slíkt ekki finnanlegt á vefnum ruv.is, vonandi fer ég samt með rangt mál þarna.
Spurt er, ekki vegna þess að allir landsmenn þurfi að deila trú páfa heldur vegna þess að fjölmiðill sem rekinn er af almannafé og ber lagalega ábyrgð á því að ná til allra landsmanna, ætti ef til vill að sýna í verki að fræðsla um trúarbrögð sé mikilvæg? Sér í lagi á það við í sífellt fjölbreyttara samfélagi þar sem fjöldi Íslendinga tilheyrir öðrum trúarhefðum en þjóðkirkjunni þar á meðal kaþólskri kirkju og einnig vegna þess mikla fjölda íslendinga sem dvelst langdvölum í löndum á borð við Spán og Portúgal.
Ég þakka Morgunblaðinu fyrir að gefa rými fyrir þessar fréttir, slíkt rými er ekki sjálfsagt í dag eins og dæmin sýna. Slík umfjöllun hjálpar að halda tengingu við stærri heim, þar sem trú, menning og stjórnmál eru ekki aðskilin svið heldur fléttast saman í samtal þjóða og tíma.
![]() |
Vance og Rubio hittu Leó páfa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 9.5.2025
Nýr páfi Leó XIV og þjóðfélagskenning kirkjunnar
Þriðjudagur, 22.4.2025
Frans páfi: Efri ár geta verið uppspretta góðvildar og friðar
Mánudagur, 21.4.2025
Minning um Frans páfa
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 17.4.2025
Stuttbylgjur og stafrænt útvarp: Ný tækifæri í fjarkennslu fyrir þróunarlönd
Útvarp | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 14.4.2025
Fræðileg sniðganga hjálpar engum
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 07:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Miðvikudagur, 9.4.2025
Dr. Peter Navarro og kenningar hans
Laugardagur, 5.4.2025
Heimsviðskipti: Frá fræðilegri hagkvæmni til raunhæfs jafnvægis
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 4.4.2025
Geta verndartollar bjargað innlendum iðnaði og fagþekkingu?
Miðvikudagur, 2.4.2025
Er neyðarútvarpið okkar tilbúið?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)