Mánudagur, 18.8.2025
Húsnæðisskorturinn er að þróast yfir í neyðarástand
Í mörg ár hefur verið rætt um húsnæðisskort sem markaðsvanda. Lausnirnar hafa snúist um að hvetja til uppbyggingar, lækka vexti og aðlaga lánaskilyrði. En þegar staðan er orðin sú að fjöldi fólks býr við aðstæður sem ekki standast lágmarkskröfur þá er ekki lengur verið að fást við markaðsvanda heldur samfélagslegt neyðarástand.
Áætlað hefur verið að allt að 4.500-5.000 íbúðir vanti á hverju ári fram til ársins 2050. Greining HMS sýnir jafnframt að allt að 80% einstaklinga stæðust ekki greiðslumat fyrir nýjum íbúðum á höfuðborgarsvæðinu með lágmarks eigið fé. Því er ljóst að ekki dugar einfaldlega að byggja það þarf að spyrja: Fyrir hvern er verið að byggja?
Þegar sumarhús, hesthús og ferðavagnar verða heimili
Vandinn birtist ekki lengur bara í tölum og spám. Hann er orðin sýnilegur. Fólk býr í sumarhúsum, ferðavögnum, iðnaðarhúsnæði, hesthúsum og herbergjahótelum. Þetta eru búsetuform sem bjóða ekki upp á nægilegt öryggi og alls ekki lögheimilisskráningu. Án lögheimilis er erfitt að fá fulla þjónustu frá hinu opinbera. Fólk verður ósýnilegt í kerfinu og getur t.d. ekki sótt um húsaleigubætur.
Ekki hægt að treysta á markaðinn einan
Markaðurinn byggir þar sem mest selst og hagnaður er mestur en staðreyndin er samt sú að þrátt fyrir húsnæðisáætlanir sveitarfélaga er illmögulegt fyrir einstæða foreldra með lágar tekjur, öryrkja, ungt fólk sem stendur á þröskuldi sjálfstæðs lífs, eða aldraða sem þurfa að minnka við sig að finna húsnæði á viðráðanlegu verði. Fyrri borgarstjóri Reykjavíkur virtist ekki gera sér grein fyrir vandanum þegar hann lét svo ummælt um hjólhýsabyggðina á Sævarhöfða að hann teldi að frekar ætti að mæta lágtekjuhópum með sérstökum úrræðum og benti þeim á að fara annað. Í þessum orðum opinberaðist óskiljanleg blinda gagnvart stöðu þessa fólks eins og hún er og ástandinu almennt. Eru fleiri sveitarstjórnarmenn kannski slegnir sömu blindu?
Neyðin kallar á samstillt átak þar sem ríki og sveitarfélög leggja sitt af mörkum, ekki bara með fjármagni heldur með skipulagi, einföldun regluverks og skýrri forgangsröðun. Það þarf að fjölga tímabundnum neyðarúrræðum, hugsanlega byggja upp gámalausnir eða smáhýsi. Slík úrræði þurfa ekki að vera dýr.
Húsnæðisöryggi er ekki munaður það er mannréttindi
Við bregðumst hratt við þegar hamfarir valda skemmdum á heimilum. Þá reynum við að finna fé, og leitum lausna með samvinnu. En húsnæðisskorturinn sem nú stendur yfir veldur ekki minna tjóni á lífi fólks hann gerist bara hægar og hljóðlega. Og hann bitnar á þeim sem minnst mega sín.
Húsnæðisöryggi ætti að vera grunnforsenda í hverju velferðarsamfélagi. Því miður er það nú orðið að forréttindum. Því hljótum við að spyrja: hvenær verður gripið inn í af alvöru? Hvenær verður viðurkennt að hér er ekki bara skortur heldur neyðarástand?
Stjórnmál og samfélag | Breytt 19.8.2025 kl. 05:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mánudagur, 18.8.2025
Fræðileg sniðganga hjálpar engum
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:22 | Slóð | Facebook
Miðvikudagur, 13.8.2025
Kína tekur stórt stökk fram á við í stafrænu útvarpi
Útvarp | Breytt 14.8.2025 kl. 06:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 1.8.2025
Frá klaustri til kaldhæðni: Fóstbræðra saga og Gerpla
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Miðvikudagur, 30.7.2025
Hver var Ólafur helgi?
Stjórnmál og samfélag | Breytt 31.7.2025 kl. 10:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Sunnudagur, 27.7.2025
Í stað þess að mótmæla hvað með að taka þátt?
Stjórnmál og samfélag | Breytt 28.7.2025 kl. 06:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Laugardagur, 12.7.2025
Var sameign almennings tekin ranglega með beitingu trúarlegra áhrifa? Athugasemd við pistla Indriða Þorlákssonar
Stjórnmál og samfélag | Breytt 13.7.2025 kl. 06:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 2.6.2025
Ofsóknirnar sem áttu að sameina heimsveldið
Sunnudagur, 1.6.2025
Hjólhýsabúar: Tími úrræðanna er runninn upp
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 30.5.2025
Norður-Frakkland við upphaf 15. aldar áður en þjóðarvitundin vaknaði
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)