Er neyðarútvarpið okkar tilbúið?

blog.is31.3.2025Stefnu stjórnvalda um upplýsingagjöf til almennings á hættutímum þarf að líkindum að uppfæra með tilliti til breyttra aðstæðna. Almannavarnir mælast til dæmis til þess að útvarpstæki með langbylgju sé til taks í tilfelli jarðskjálfta og í þriggja daga viðbúnaðarkassa Rauða krossins er mælt með að  útvarpstæki sé hluti búnaðarins. Staðan er samt þannig að stjórnvöld hafa látið undir höfuð leggjast að uppfæra útvarpskerfið í stafrænar en samt langdrægar útsendingar og hafa nú þegar tekið gamla langbylgjukerfið úr notkun! FM kerfið í bland við Iridium eða Starlink sem RÚV mælir með er nú undir nýrri ógn sem er rof á netsambandi en nýlegar álagsprófanir leiddu í ljós að ef netsamband gegnum sæstrengi rofnar þá er aðeins hægt að halda úti nauðsynlegustu starfsemi. Þetta þýðir í raun að bæði FM kerfið, sem fær tengingu sína í gegnum netsamband, og Starlink/Iridium kerfin verða gagnslaus því þótt samband náist með þessum tækjum í gegnum gervihnött þá ná þau takmörkuðu sambandi við landið, til að sækja upplýsingar til almannavarna svo dæmi sé tekið, ef ógnir um rof á sæstrengjum raungerast. Um GSM/4G kerfið þarf ekki að fjölyrða, það dettur út um leið og ljósleiðarar innanlands rofna. 

DRM - langdrægt stafrænt kerfi

Meðan FM kerfið krefst nú um eða yfir 230 senda víðs vegar um landið, væri hægt að tryggja öryggisútvarp með aðeins 2–4 sendum með DRM kerfinu. DRM gæti staðið sjálfstætt óháð nettengingu með því að endurvarpa sjálfu sér, líkt og gert var í tilfelli langbylgjunnar á árum áður*. Innbyggt neyðarviðvörunarkerfi DRM (EWF) tryggir að útvarpstæki taki á móti neyðarboðum, jafnvel þótt á þeim sé slökkt eða stillt á aðra rás. Slík viðvörun getur innihaldið hljóð, texta og jafnvel myndrænar leiðbeiningar. Auk þess gætu þéttbýlissvæði notið góðs af DRM sendingu á hærri tíðni, svokölluðu DRM+ sem býður upp á betri hljóðgæði og þjónustu.

Á tímum netváar og náttúruhamfara, hvers vegna erum við ekki þegar búin að taka upp öryggisvæna, hagkvæma og framtíðarmiðaða lausn eins og DRM?

--

* Á árum áður fékk endurvarpsstöðin á Eiðum útvarpsmerkið í gegnum öflugt langbylgjuviðtæki sem stillt var á sendistöðina á Vatnsendahæð. 

Mynd byggð á frétt RÚV: https://www.ruv.is/frettir/innlent/2025-03-31-truflun-a-utsendingum-i-uppsveitum-arnessyslu-440174/


Staða íslenskunnar: Tími til aðgerða er runninn upp!

Margvísleg teikn eru á lofti um að staða íslensku sé að veikjast, ekki síst í höfuðborginni þar sem alþjóðavæðingin verður sífellt sýnilegri. Nú er svo komið að sumt starfsfólk verslunar og þjónustu hérlendis getur ekki og reynir heldur ekki að tjá sig á...

Þjóðhátíðardagur Írlands 17. mars

Patreksdagur, eða St. Patrick’s Day, er þjóðhátíðardagur Írlands og einn af þekktustu hátíðisdögum í heimi. Hinn 17. mars árlega, fagnar írska þjóðin arfleifð sinni og minningu um heilagan Patrek, sem boðaði kristni á Írlandi á 5. öld. Þó að...

Þróun heimsmyndar: Skammtafræðin ögrar skilningi á tíma og rúmi

Skammtafræðin hefur leitt af sér marga undarlega og djúpstæða eiginleika náttúrunnar sem stangast á við hefðbundna skynsemi. Einn af þeim er áhrif athugunar á niðurstöður mælinga. Þetta hugtak hefur lengi verið umfjöllunarefni vísindamanna og...

Frans páfi: Tólf ár af hógværð, umbótum og kærleiksríku forystuhlutverki

Frans páfi, fæddur Jorge Mario Bergoglio árið 1936 í Buenos Aires, Argentínu, var kjörinn páfi hinn 13. mars 2013. Hann er fyrsti páfinn frá Suður-Ameríku og sá fyrsti úr Jesúítareglunni til að gegna þessu æðsta embætti Kaþólsku kirkjunnar. Frá upphafi...

Þegar öryggismál verða að gríni: Kaldhæðni og varnarumræða á Íslandi

Umræða um öryggismál á Íslandi hefur oft verið lituð af kaldhæðni og háði, bæði í pólitískri orðræðu og fjölmiðlum. Þetta á sér djúpar rætur í þeirri sérstöðu Íslands að vera eina NATO-ríkið án eigin herafla, sem hefur gert umræðuna um varnir landsins...

Sala Filippseyja til Bandaríkjanna eftir spænsk-ameríska stríðið

Eftir spænsk-ameríska stríðið árið 1898 stóð Spánn frammi fyrir því að missa meginhluta nýlenduveldis síns. Eitt af umdeildustu atriðum friðarsamningsins í París, sem var undirritaður 10. desember 1898, var sala Spánar á Filippseyjum til Bandaríkjanna...

Gætu talstöðvar komið sér vel þegar innviðir netsambands bregðast?

Gamall Grímseyingur sagði mér þá sögu að eitt sinn þegar kona var í barnsnauð í eynni var róið eftir hjálp. Eftir margra klukkustunda róður til lands var læknir sóttur og síðan róið til baka. En þegar í eyna var komið var konan látin. Þetta breyttist...

Bætt úr húsnæðisvanda heimilislausra: Sameiginlegt verkefni allra sveitarfélaga

Íslenskt samfélag stendur frammi fyrir flóknu verkefni þegar kemur að lausn á húsnæðisvanda heimilislausra. Reykjavíkurborg og Reykjanesbær hafa tekið skref í rétta átt í því að útvega varanlegt húsnæði í formi smáhýsa fyrir þennan viðkvæma hóp,...

Handtaka blaðakonu varpar ljósi á þúsundir 'gleymdra' erlendra fanga í Íran

Handtaka ítölsku blaðakonunnar Cecilíu Sala í Íran hefur vakið athygli á svokölluðu "gíslalýðræði" sem Írönsk stjórnvöld hafa beitt frá stofnun Íslamska lýðveldisins. Sala var handtekin í Teheran í desember 2024 og var haldið í Evin-fangelsinu, sem er...

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband