Atvinnuleysi á Íslandi: Raunsæi í stað trúar á ósýnilegu höndina

Á örfáum vikum hafa landsmenn séð tvö stór iðnfyrirtæki falla eða stöðva starfsemi sína. Fyrirtækið Kambar á Suðurlandi fór í gjaldþrot í apríl, og yfir sjötíu manns misstu lífsviðurværi sitt. Nú rétt fyrir sumarið hefur PCC á Húsavík tilkynnt að starfsemi kísilversins verði stöðvuð tímabundið frá miðjum júlí og að átta tugum starfsmanna verði sagt upp. Í báðum tilvikum eru nefndar erfiðar ytri markaðsaðstæður: fall á heimsmarkaðsverði og innflutningur á niðurgreiddum hráefnum sem gerir íslenskri framleiðslu nær ókleift að keppa.

Þegar kenningin stenst ekki veruleikann
Þetta minnir okkur á að stundum standast hagfræðikenningar ekki samanburð við veruleikann. Það er eitt að tala um hlutfallslega yfirburði í viðskiptakennslubókum; annað að sjá hvernig byggðir glata lífsnauðsynlegum störfum vegna þess að framleiðslan heima er orðin útundan í samkeppni við niðurgreidda vöru sem kemur frá ríkjum með allt önnur starfsskilyrði og önnur markmið. Þetta eru aðstæður sem hagfræðingar eins og Peter Navarro hafa bent á: að þegar stórveldi spila ekki eftir sömu leikreglum og við, þá er ekkert sem tryggir að frjáls viðskipti leiði til sanngjarnrar samkeppni eða aukinnar hagsældar. Þvert á móti geta þau valdið því að heilir atvinnuvegir hverfa, jafnvel þó eftirspurnin fyrir vörunni sé enn til staðar.

Nágrannar okkar hafa brugðist við – munum við gera það?
Við getum lært margt af nágrannaþjóðum okkar. Í Finnlandi og Svíþjóð hafa stjórnvöld brugðist við með því að veita tímabundinn stuðning til fyrirtækja sem verða fyrir samkeppnisskekkju vegna alþjóðlegra aðstæðna. Í Noregi eru til staðar reglur sem heimila tímabundnar ráðstafanir til að verja lífvænlega framleiðslu þegar markaðurinn bregst. Innan Evrópusambandsins hafa verið settar reglur sem gera ráð fyrir því að vörur sem seldar eru undir kostnaðarverði, t.d. frá Kína, megi sæta bráðabirgðatollum ef hægt er að sýna fram á að slíkt valdi skaða. Þetta eru ekki hvatir til efnahagslegrar þjóðernishyggju eða lokunar heldur viðbrögð við raunverulegri hættu á því að samkeppnisgrundvöllur raskist og heil atvinnugrein falli vegna ytri skekkju sem stjórnvöld hafa úrræði til að bregðast við – ef viljinn er fyrir hendi.

Íslensk stjórnvöld hafa enn ekki virkjað slíkar heimildir að neinu ráði. Þegar PCC kærir innflutning á undirverði til fjármálaráðuneytisins er það ekki upphaf að tollastríði heldur neyðarkall úr byggð sem stendur frammi fyrir atvinnuleysi og óvissu. Þessi atburðarás ætti að vera kveikja að breiðari umræðu: Erum við tilbúin að horfa upp á fleiri álíka dæmi án þess að endurskoða stefnu okkar í þessum málum?

Raunsæi er ekki afturhald
Atvinnulíf byggist ekki einungis á spálíkönum heldur einnig á trausti, stöðugleika og framtíðarsýn. Við höfum ekki efni á að missa þá sem hafa byggt upp verksmiðjur, þekkingu og störf án þess að spyrja hvort eitthvað megi gera. Þetta snýst ekki um einangrun eða afturhvarf heldur um að tryggja lágmarksjafnvægi í samkeppni og halda uppi lífvænlegum atvinnugreinum í landinu.

Raunsæi í alþjóðaviðskiptum þýðir að við viðurkennum að markaðurinn er stundum skakkur – og að við höfum rétt og skyldu til að verja þjóðarhagsmuni þegar svo ber undir. Ef stjórnvöld ætla sér að standa vörð um byggðir, fjölbreytt atvinnulíf og sjálfbæra framtíð, þá þarf að stíga inn í samtal sem hingað til hefur að mestu verið þaggað niður með vangaveltum um hagfræðilega hreintrú. Spurningin er ekki hvort við eigum að grípa inn í, heldur hvort við höfum hugrekki til þess áður en fleiri fyrirtæki lenda í sömu stöðu.


mbl.is Rekstrarstöðvun frá miðjum júlí: 80 sagt upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skilningur á tungumáli er öryggismál – ekki formsatriði

Það mætti vel velta fyrir sér hvort stjórnvöld – t.d. Samgöngustofa eða viðkomandi ráðuneyti – geti innleitt einfalt og skynsamlegt úrræði: tilviljanakennd munnleg tungumálapróf fyrir starfandi leigubílstjóra? Slíkt próf væri stutt, kannski...

Frá ættbálkarétti til heimsmyndar: Hugarfarsbreyting í Evrópu

Við upphaf miðalda, þegar síðustu leifar Vestur-rómverska ríkisins voru að falla, hurfu ekki aðeins hersveitir og hallir — heldur einnig lög. Rómarrétturinn, sem hafði í margar aldir veitt keisurum og embættismönnum sameiginlegt tungumál laga, var...

Þögnin eftir byltinguna – hver tók við umönnuninni?

Franska byltingin markaði djúp spor í sögu Evrópu. Hún var afleiðing langvinnrar spennu milli forréttindahópa og almennings, þar sem sífellt fleiri vildu sjá nýtt og réttlátara samfélag taka við af gömlum siðum og stofnunum. Byltingin hafði ótvírætt...

Eftir storminn – Katalónía og konur í skugga Napóleóns

Napóleónsstríðin (1803–1815) mörkuðu endalok gömlu valdakerfanna í Evrópu og opnuðu leið fyrir nýja stjórnskipan, en einnig óvissu og djúpar samfélagslegar breytingar. Í Katalóníu, líkt og víða annars staðar í Evrópu, urðu þessi átök ekki einungis...

Þegar ríkið stígur of fast inn á vettvang samviskunnar – Cristero-uppreisnin og lærdómur hennar

Árið 1926 hófst í Mexíkó ein umtalsverðasta trúarandspyrna 20. aldarinnar. Hún stóð í tæp þrjú ár og kostaði tugþúsundir lífið. Uppreisnin, sem kennd er við kjörorðið „Viva Cristo Rey!“ – „Lifi Kristur konungur!“ – var...

Hver ber ábyrgð þegar gögn eru fengin með ólögmætum hætti?

Það hefur vakið athygli að í nýlegum þáttum Kveiks, fréttaskýringarþáttar Ríkisútvarpsins, hefur verið fjallað ítarlega um mál sem byggja á gögnum sem komið hafa frá gagnaleka sem á sínum tíma var kallaður „Glitnis-skjölin“. Nú hefur komið í...

Þakkarorð til Morgunblaðsins – og vinsamleg spurning til RÚV

Það hefur verið fróðlegt að fylgjast með fréttaflutningi hér heima í kjölfar kjörs Leós XIV páfa, sem varð fyrsti páfinn frá Bandaríkjunum. Þótt flestir Íslendingar fylgist eflaust úr fjarlægð með þessum atburðum, þá snertir þetta stórt svið trúarlegra...

Nýr páfi Leó XIV og þjóðfélagskenning kirkjunnar

Nýkjörinn páfi, Leó XIV, hefur valið sér nafn sem minnir á tímamót í sögu kirkjunnar og vestrænnar samfélagsumræðu. Sá síðasti sem bar þetta nafn, Leó XIII er einkum þekktur fyrir að hafa skrifað bréfið Rerum Novarum árið 1891 – rit sem markaði...

Frans páfi: Efri ár geta verið uppspretta góðvildar og friðar

7. febrúar síðastliðinn skrifaði Frans páfi formála að bók eftir ítalska kardínálann Angelo Scola, þar sem fjallað er um reynsluna af því að eldast og hvernig hægt er að horfa á síðasta hluta ævinnar með þakklæti og von. Bókin ber nafnið Í bið eftir nýju...

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband