Mánudagur, 27.4.2009
Vel mælt Steingrímur!
Þessi orð Steingríms eru löngu tímabær. Það þarf ýmsu að breyta í starfsumhverfi fjölmiðla hér en samt ekki í þá veru sem hugsun fjölmiðlafrumvarpsins frá 2004 gengur út á. Samkeppnislögin ættu að duga til að hindra of mikla samþjöppun á þessum markaði eins og öðrum. Þrátt fyrir allt eru útvarpslögin skýr og kveða á um óhlutdrægni en það virðist ganga erfiðlega að framfylgja þeim af einhverjum ástæðum. Í rauninni væri heppilegast ef neytendur fjölmiðlanna gætu sjálfir séð um að veita aðhaldið en í núverandi fyrirkomulagi er RÚV tryggð bæði mikil og örugg athygli sem og fjármunir skattgreiðenda og því er aðhald neytenda erfiðleikum bundið.
Til að af þessu aðhaldi geti orðið þarf að skapa starfsumhverfi þar sem aðilar á ljósvakamarkaðnum njóta jafnræðis hvað varðar ríkisstyrki. Útvarpsgjaldinu ætti að útdeila í réttu hlutfalli við framboð fjölmiðla af íslensku efni en ekki til kostunar á erlendum sápuóperum og neytendur efnisins ættu að hafa eitthvað að segja um til hvaða fjölmiðla þeir kjósa að hluti af gjaldinu renni. Þannig ætti að vera hægt að skapa bæði jafnræði og heilbrigða samkeppni milli fjölmiðlanna og byggja upp flóru sjálfstæðra aðila sem ættu að geta verið til í langan tíma með tilheyrandi stöðugleika og án þess að búa við óöryggi vegna afkomu og yfirtöku stórra fjölmiðlasamsteypa. Slíkt fyrirkomulag myndi rétta hlut þeirra gagnvart RÚV.
Fleiri pistla um þetta efni er að finna í efnismöppunum um sjónvarp, útvarp og ríkisútvarpið á þessari síðu.
Elítan vill í ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Sjónvarp | Aukaflokkar: Evrópumál, Stjórnmál og samfélag, Útvarp | Facebook
Athugasemdir
Algerlega sammála!
Erna Bjarnadóttir, 27.4.2009 kl. 08:29
Hún er alltaf jafn skemmtileg og uppbyggileg þessi umræða. Nú taka menn SJS sem talsmann einkarekinna fjölmiðla, sem hefur nú ekki beint verið ofarlega á hans stefnuskrá fram að þessu. Eins er það kátlegt að heyra ráðherra og mann sem hefur setið á Alþingi Íslendinga nokkurn veginn frá því að hann lauk háskólanámi fyrir aldarfjórðungi síðan tala af hneykslun um "elítuna" -- hljómar eins og að hann sé "einn af fólkinu í landinu" en ekki í "stjórnmálaelítunni"!
GH (IP-tala skráð) 27.4.2009 kl. 08:50
Takk fyrir innlitið Erna.
GH: Það er alltaf spurning um hvaða orð á að nota yfir mengi álitsgjafa og fjölmiðlafólks, "elíta" er nú ekki neikvætt orð, frekar jákvætt. Íslenska merkingin er sjálfsagt "úrvalslið". Hann fór nú frekar kurteislega í þetta og ég held að hér sé hann að mæla fyrir munn margra.
Ragnar Geir Brynjólfsson, 27.4.2009 kl. 20:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.