Nokkur skemmtileg orð

Ég hef verið að hugleiða ýmsa skemmtilega frændsemi orða. Ég hef gaman af því að bera saman orð úr ensku og íslensku sem hljóma næstum því eins en hafa kannski aðra merkingu. Hér eru nokkur. Íslenska orðið kemur fyrst en síðan það enska:

Bað - bath; hljómar alveg eins og merkir það sama.
Flór - floor; hljómar eins en merkir ekki alveg það sama.
Rann - run; hljómar eins en hefur lítilsháttar breytta merkingu.
Fýla - feeling; Fýla í merkingunni að fara í fýlu. Breytt orð en bæði orðin túlka tilfinningar.

Svo er það íslenska orðið kapall í merkingunni hestur eða hryssa frekar. Mér var sagt í dag að í spænsku eða katalónsku þýddi orðið cabal eða caval hestur. Cavalero eða cavalier er þá maður á hesti þó oftar í merkingunni riddari. Kapall og caval hljómar mjög svipað.

California þýðir heitur ofn. Cal er sama hljóð og í kaloríur eða orka. Fornia er ofn.
Florida er blóma-eitthvað og Texas þýðir þök. Sel þetta ekki dýrara en mér var sagt. Leiðréttið mig ef ég fer með rangt mál.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Einnig má finna mörg orð í sviss/þýzku sem eru eins og íslensk með smá variation.  Sástu flugeldana áðan?  bara ljómandi dúllulegt og pent. 

Ásdís Sigurðardóttir, 9.8.2008 kl. 23:23

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hús, mús, exi,akur,himinn, jörð,korn,máni,sól,stjörnur,vatn,gras,vagn,hestur,köttur,hæna,garður,steinn,maður,hjól,skór,glófi,jakki,hattur,hjálmur... The list goes on and on...

Jón Steinar Ragnarsson, 10.8.2008 kl. 03:30

3 identicon

Góðar pælingar. En þú gleymir

rúm - room

Svipaður uppruna líklega það þarf að hafa rúm eða herbergispláss til að sofa í.

Sigmar Þormar (IP-tala skráð) 10.8.2008 kl. 10:39

4 Smámynd: Sigrún Aðalsteinsdóttir

Ég hef oft velt fyrir mér að muninn á nöfnunum Sigmar og Dagmar.  Hvers vegna er Sigmar karlkynsorð en Dagmar kvenkynsorð?

Sigrún Aðalsteinsdóttir, 10.8.2008 kl. 18:17

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Sigrún: Google it.  Sigmar er stríðshamar og Dagmar björt, Bæði algeng nöfn í Germönsku annars.

Jón Steinar Ragnarsson, 10.8.2008 kl. 18:51

6 identicon

Hjól.... ???  neee... er það nokkuð??  !!!

Auður (IP-tala skráð) 10.8.2008 kl. 22:24

7 Smámynd: Ragnar Geir Brynjólfsson

Takk fyrir innlitin og upplýsingarnar. Mér finnst sérstaklega gaman að skoða orð sem hljóma mjög líkt en hafa breytta merkingu. Líklega er merkingin á 'run' líkari því á enskunni sem hún var upprunalega í íslensku með orðinu 'rann' - en hver veit?

Ragnar Geir Brynjólfsson, 10.8.2008 kl. 22:39

8 Smámynd: Ragnar Geir Brynjólfsson

Ásdís. Ég sá ekki flugeldana en ég kom við á sléttusöngnum. Bráðskemmtileg samkoma!

Ragnar Geir Brynjólfsson, 10.8.2008 kl. 22:40

9 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Sniðugar vangaveltur   Dagmar-Sigmar? Nokkuð til að velta vöngum yfir kynskiptingu þeirra nafna. Hvað segja málfræðingar þjóðfélagsins?   Ætli maður mætti nefna barn sitt Dagsbirta  sbr. Dagbjartur?

Heilsanir af Ströndinni.

Rúna Guðfinnsdóttir, 10.8.2008 kl. 23:45

10 Smámynd: Sigrún Aðalsteinsdóttir

Dagsbirta er ekki svo slæmt hugmynd.  Heyrði af hjónum sem eignuðust tvíbura, stelpu og strák.  Þau voru að spá í að skíra þau Jóel og Bóel. Veit ekki hvort þau gerðu alvöru úr því

Sigrún Aðalsteinsdóttir, 10.8.2008 kl. 23:55

11 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Curtain = gardínur?

Rúna Guðfinnsdóttir, 11.8.2008 kl. 19:26

12 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Þá meina ég að al-íslenska orðið er gluggatjöld!

Rúna Guðfinnsdóttir, 11.8.2008 kl. 19:27

13 identicon

Njörður (IP-tala skráð) 12.8.2008 kl. 09:26

14 Smámynd: Ragnar Geir Brynjólfsson

Rúna. Curtains gæti hafa verið 'kurteinar' sem gæti verið stytting úr 'myrkurteinar'. 'myr' virðist hafa dottið framanaf af einhverjum ástæðum.

Ragnar Geir Brynjólfsson, 12.8.2008 kl. 22:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband