Færsluflokkur: Matur og drykkur

Hugleiðing um brauðilm

Kona nokkur sagði frá því á vinnustað sínum að heima hjá henni væri stundum bakað brauð í brauðvél. Þá var hún spurð: En hvar er brauðvélin? Frammi í þvottahúsi? Hún kvað nei við því og spurði af hverju brauðvélin þyrfti að vera í þvottahúsinu: "Nú út af brauðfýlunni" var svarið.

Þó ég segi sjálfur frá þá finnst mér lykt af nýbökuðu brauði og kökum vera hinn besti ilmur. Hann líður um allar gáttir og þegar ég finn hann gleður það mig alltaf. Getur verið að öll lykt sem ekki kemur frá ilmefnum og þvottaefnum sé litin meira og meira hornauga. Þarf kannski að fara að stofna ilm- og lyktarvinafélagið?


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband