Myndarleg hátíđahöld á degi íslenskrar tungu

Hátíđahöldin í tilefni dags íslenskrar tungu sem haldin voru í Ţjóđleikhúsinu og sjónvarpađ í beinni útsendingu á föstudaginn var voru sannarlega bćđi skemmtileg og ánćgjuleg. Í dag er svo endursýning ţessa atburđar í RÚV sjónvarpinu. Einstaka bloggari hefur haft á orđi ađ of mikiđ hafi veriđ gert úr deginum en ég er ekki sammála. Jónas Hallgrímsson var stórkostlegt skáld og ţađ sem sagt var um hann og tungumáliđ á ţessum degi var ekki ofsagt né of oft endurtekiđ. Jónas er verđugur fulltrúi endurreisnar hinnar íslensku menningar sem fram fór á 19. öld og síđar og vel ađ ţessum heiđri komin. Í tilefni ţess ađ 200 ár eru liđin frá fćđingu hans er ţađ sem fram fór alveg viđeigandi og sér í lagi vegna ţess ađ ţau viđhorf sem Jónas tefldi fram í stjórnmálaumrćđu sinnar tíđar eru brýn enn ţann dag í dag ţví ađ á dögum Jónasar sótti danskan stíft á íslenskuna en í dag er ţađ enskan sem aldrei fyrr. Menntamálaráđuneytiđ og ráđherra og allir ţeir sem hönd lögđu á plóginn eiga ţví heiđur skilinn vegna smekklegra, skemmtilegra og vel viđeigandi hátíđahalda.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband