Þriðjudagur, 4.3.2025
Þegar öryggismál verða að gríni: Kaldhæðni og varnarumræða á Íslandi
Umræða um öryggismál á Íslandi hefur oft verið lituð af kaldhæðni og háði, bæði í pólitískri orðræðu og fjölmiðlum. Þetta á sér djúpar rætur í þeirri sérstöðu Íslands að vera eina NATO-ríkið án eigin herafla, sem hefur gert umræðuna um varnir landsins sérstaklega viðkvæma og aðlaðandi skotmark fyrir grín. Í gegnum árin hefur þessi tilhneiging gjarnan leitt til þess að alvarleg öryggismál hafi verið gerð að gamanmáli fremur en tekin til rökstuddrar umræðu.
Sögulega séð má sjá dæmi um þetta í fjölmiðlum og almennri umræðu, þar sem varnarviðvera Bandaríkjanna og hlutverk Íslands í NATO voru gjarnan höfð að skotspæni. Kaldhæðni og háð var notað til að gera lítið úr umræðu um öryggismál, og oft hefur verið stillt upp útúrsnúningum til að forðast alvarlega umræðu um raunverulegar varnaráskoranir landsins. Líklegt er að rekja megi þessa hefð til þeirra átakastjórnmála sem urðu hérlendis vegna Kalda stríðsins og vina þeirrar tíðar Kremlverja hér á landi. Hernaðarandstæðingar og síðar hópur sem kennir sig við frið virðist síðan hafa verið sáttur við að taka við þessum vafasama arfi.
Á meðan slíkt grín var oft skemmtilegt og beitti gagnrýnu sjónarhorni, þá hafði það einnig áhrif á almenna skynjun öryggismála, þar sem málefnaleg umræða um varnir landsins varð síður tekin alvarlega. Segja má að herbragð þeirra sem stóðu að undirróðrinum hafi heppnast. Eftirbragð grínsins var að hluta til sætt en að hluta beiskt. Hinar bitru afleiðingar eru þær að varla er hægt að minnast á öryggismál án þess að tipla á tánum. Hinar sætu afleiðingar, auk nokkurra góðra hlátra, eru að ég minnist þess að hernaðarandstæðingar og sumir aðrir gáfu út tónlist með nokkrum áheyrilegum sönglögum sem sum hver hljóma enn í minningunni - öll með vönduðum íslenskum textum að sjálfsögðu.
Þessi kaldhæðna nálgun hefur haldist fram á okkar daga og birtist enn í orðræðu stjórnmálamanna og fjölmiðla. Þegar rætt er um nauðsyn þess að Ísland auki þátttöku sína í öryggissamstarfi, bæti varnir sínar eða taki þátt í sameiginlegum viðbúnaði NATO, er umræðunni enn þann dag í dag svarað með fáránlegum samlíkingum eða öfgakenndum útúrsnúningum. Nýlegt dæmi um þetta sást þegar rökum um að efla öryggismál var svarað með kaldhæðni um að þá væri líka skynsamlegt að efla innlenda amfetamínframleiðslu augljóst dæmi um "reductio ad absurdum" röksemdafærslu, þar sem reynt er að gera umræðuna hlægilega í stað þess að takast á við hana af yfirvegun.
Afleiðing þessarar nálgunar er sú að Ísland á oft erfitt með að eiga upplýsta og raunsæja umræðu um eigin öryggismál. Með breyttu öryggisástandi í Evrópu og aukinni áherslu á norðurslóðir hefur mikilvægi öryggissamstarfs Íslands aukist til muna. Er kannski kominn tími til að nálgast þessi mál af meiri alvöru og ábyrgð í stað þess að grínast með þau í burtu?
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Utanríkismál/alþjóðamál, Öryggismál | Facebook
Athugasemdir
það má benda viðkomandi á það, að einu ríkin sem að hafa ráðist á Island er NATO OG Esb ríkin sjálf.
Önuur ríki hafa látið islendinga eiga sig og seinast þegar að það var ráðist á landið, af hálfu Nato ríkanna, að þá var það árið 2008.
I viðbót við það, að þá var þetta banka hrun aldrei nein tilviljun, heldur var hryðuverka árás á landið að gera. Árið 2000 þá byrjaði isl viðfærður við Esb um inngöngu með Össu skarphéðinss i fararbroddi, island var gjaldþrota 8 árum seinna ,, !!!! Það var örugglega ekki tilviljun, heldur um skipulagðar aðgerðir um að ræða.
það er talað um vina og frænd þjóðir ,, þetta hjal er BARNA SKAPUR.
Það er engin vinur í raun.
Norski Oliustjóðurinn og norski lifeyrissoðurinn voru stærsti i að SKORT SELJA SKULDA TRYGGINGAR Á ISL BANKA KERFIÐ FYRIR 2088.
Baðir heyra undir seðlabankann. Norski seðlabankin var nefnilega sá sem að ætlaði sér að græða hvað mest á hruni landsins.
þetta sýnir að islendingar lifa í sjálfslekkingu, og hafa einhvern veginn náð að telja sér trú um það að ÖLL DYRISN I SKÓGINUM SÉU VINIR.
þegar að kemur að varnarmálum landsins, að þá er það þannig, að engar þóðir hafa ráðist a landið nema Nato þjóðirnar í gegnum tíðina, sem eru einu þjóðirnar sem hafa ´raðist á island og ekki skeytt neinu á þeim tima, þvi að ísland er algerlega ÓVARIÐ FYRIR NATO OG ESB ELÍTUNNI SJÁLFRI. !!!!!!!!!
Þeir sem að hafa hinsvegar hlupið undir bagga með isl á þessum slæmum timum að þá eru það Russasr sem að hafa komið hlaupandi og reynt að stöðva ofbeldið gegn þjóðinni og þeir eru bunir að gera það marg oft.
Hver á að vernda island fyrir Nato og Esb ???
Fram að þessu að þa hafa það verið Russneskja þjóðin sem að hefur gert það og gipið í taumanna.
kv
LIG
Lárus Ingi Guðmundsson, 4.3.2025 kl. 12:38
Takk fyrir athugasemdina, Lárus Ingi. Það er óumdeilanlegt að efnahagshrunið 2008 hafði mikil áhrif á Ísland og leiddi til alþjóðlegra átaka á fjármálasviðinu, sérstaklega í samskiptum við Bretland og Holland vegna Icesave-deilunnar. Hins vegar er túlkun þín á atburðunum ekki studd af viðurkenndum rannsóknum eða gögnum.
Varðandi öryggismál Íslands er rétt að Ísland hefur sérstöðu innan NATO sem ríki án eigin herafla, en varnarsamstarf okkar hefur verið hluti af breiðari stefnu um öryggi í Norður-Atlantshafi. Þó gagnrýni á hlutverk NATO og ESB sé eðlileg í opnum lýðræðislegum umræðum, þá eru fá dæmi sem styðja þá skoðun að þessi bandalög eða einstakar þjóðir innan þeirra hafi beint hernaðarlegu ofbeldi gegn Íslandi.
Sú skoðun að Rússland hafi í raun gegnt hlutverki verndara Íslands stenst hins vegar enga sögulega greiningu. Rússland hefur aldrei haft beinar varnarlegar skuldbindingar gagnvart Íslandi, né gripið til aðgerða í þágu öryggis landsins. Þvert á móti hafa rússnesk hernaðarumsvif í norðurslóðum kallað á aukinn viðbúnað meðal vesturveldanna, sem Ísland hefur átt í samstarfi við.
Það er mikilvægt að ræða þessi mál með yfirvegun og greiningu á sögulegum gögnum, fremur en með tilgátum sem eiga sér takmarkaða stoð. Þakka þér fyrir að taka þátt í umræðunni. Mikilvægt er að við sem þjóð ræðum þessi mál á málefnalegum grunni.
Ragnar Geir Brynjólfsson, 4.3.2025 kl. 13:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning